Stefnir - 01.04.1994, Qupperneq 12

Stefnir - 01.04.1994, Qupperneq 12
mörkum. Það má benda á að víðast í ná- grannalöndum er tilhneigingin í átt til tveggja þrepa kerfis. Valið stóð aldrei milli þessara aðgerða og annarrar skatta- lækkunar. Þetta hlýtur auðvitað að vera at- vinnuskapandi aðgerð þegar fram í sækir, eða hvað? Það er ekkert algilt svar við því, en það er ljóst að breytingin eykur þörf á skatta- eftirliti og við höfum nú þegar ráðið nokkra nýja starfsmenn. Þetta kostar því fleiri opinber störf og aukin útgjöld. Eru slíkar breytingar í anda nútínia- væðingar? Væri ekki eðlilegra og í ineira samræmi við hana að aðgerðirn- ar lækkuðu kostnað? Það er hagkvæmast fyrir skattayfirvöld að allt sé skattlagt í sama skattþrepi. En lífið er flóknara en svo, að eingöngu eigi að þjóna hagsmunum skattkerfisins og stjórnmálamenn hafa tekið þá afstöðu að hér þurfi að gera undantekningar. Menn urðu sammála um þessar aðgerðir, jafn- vel þótt kostnaður yrði meiri. En hvað viltu segja um þessa gagn- rýni. Hefur enginn efi komist að þín- um huga, um hvort þetta hafi verið rétt út frá þessum forsendum? Var ríkisstjórnin ekki bara of hrædd við verkalýðsfélögin? Það er alrangt að ríkisstjómin hafi látið stjórnast af ótta við verkalýðshreyfing- una í þessu máli. Það er auðvitað matsat- riði á hverjum tíma hve langt stjórnvöld eiga að teygja sig til þess að ná víðtæku samkomulagi. Það skiptir máli að ríkis- stjórn, sérstaklega stjórn þar sem Sjálf- stæðisflokkurinnn, sem kallar sig flokk allra stétta, er í forsvari, nái samkomu- lagi sem allir virða í samfélaginu, jafnt atvinnurekendur og launþegar. Við stóð- um frammi fyrir nýjum erfiðleikum eftir að ríkisstjórnin tók við völdum. Við slík skilyrði þarf nýjar ákvarðanir og nýjar leiðir. Þá kann að þurfa að sveigja frá upphaflegri stefnu og taka mikilvægari markmið fram yfir önnur sem verða að bíða betri tíma. Máltækið segir að betri sé krókur en kelda. Þú ræddir áðan um mikilvægi þess að ahnenningur finni árangur aðgerða þegar uin nútímavæðingu er að ræða. Hefði ekki í samræmi við þetta verið heppilegra gagnvart kjósendum að gera breytingar á tekjuskatti, sem fólk sér svart á hvítu í launaumslaginu? Erfiðleikar í efnahagsmálum bitna mest á þeim sem minnst hafa milli handanna. I okkar skattkerfi er persónuafsláttur svo hár að einungis innan við helmingur skattborgaranna borgar tekjuskatt. Hitt eru unglingar, skólafólk, gamalt fólk, ör- yrkjar og atvinnulausir auk hinna tekju- lægstu. Það er einmitt þessi hópur sem við þurfum að hugsa um og reyna að koma til móts við betur en áður. Eg er sannfærður unt það að jafnvel þótt við hefðum ekki verið að tala um lækkun matvælaverðs, þá hefði það ekki verið hendi næst að lækka persónuafsláttinn t.d. Það hefði verið eðlilegra að grípa til einhverra annarra skattaaðgerða. En þeir sem njóta persónuafsláttar- ins eru væntanlega í flestum tilfcllum fyrirvinnur þessa fólks sem ekki greið- ir skatta. í sumum tilfellum en ekki öllum, því að það eru til heilu fjölskyldurnar sem ltafa fyrirvinnur sem eru undir skattleys- ismörkum. Eg lield að það sé þessi tekjulægri hópur sem stjórnvöld þurfa fyrst og fremst að hugsa um. Spurningin er hvort þessi leið sem farin var, var of dýr leið til tekjujöfn- unar vegna þess að hún kom líka tekju- hærri og m.a.s. tekju- hæstu einstaklingunum til góða. Það var kannski þetta sem var gagnrýnisvert við þessa aðferð sem notuð var. Það má heldur ekki líta á þessa skatta- legu aðgerð okkar í vor aðeins sem lækkun á matarskatti. Menn mega ekki gleyrna því að þessi ríkisstjórn hefur á tveimur árum þurft að gjörbreyta skattlagningu í landinu og færa skattbyrðina af fyrirtækjum og yfir á þá einstaklinga sem hafa atvinnutekjur vegna þess að við höfum verið að reyna að styrkja samkeppnisstöðu fyrirtækjanna og koma í veg fyrir aukið atvinnuleysi. Efna- hagsstefnan hefur skilað þeint árangri að við höfum getað lækkað vextina. Ef við skoðum hvaða þýðingu það hefur fyrir skulduga einstaklinga og fjölskyldur þá er það mikil búbót. I Ijósi m.a. þeirra gagnrýnisatriða sem ég hef nefnt. Er ekki þörf á nútímavæð- ingu meðal stjórnmálamanna sjálfra? Hvað varðar vinnubrögð stjórnmála- manna almennt vil ég nefna þar atriði sem ég tel mikilvægt. Eg held að ákvörðunar- kerfið sé mjög gallað hjá okkur. Hcr hafa orðið miklar breytingar hvað búsetu varðar og það skiptir miklu að ekki sé mikill mun- ur á samsetningu þjóðarinnar eins og hún er í dag og svo fulltrúum hennar á Alþingi. Alþingi á að endurspegla vilja þjóðarinnar eins og hann er núna, en ekki eins og hann var fyrir þrjátíu árum. Því er mjög brýnt að endurskoða kosningakerfið. Annað sem ég vil nefna er að það er fátítt í þjóðþingum í kringum okkur að þingmenn geti komið í veg fyrir að ákvarðanir ríkisstjórnar sem starfar á ábyrgð meirihluta þingsins nái fram. Þar má t.d. nefna breytingar á fjár- lagafrumvarpi. Ef þingmaður leggur til aukin útgjöld til ein- hvers málaflokks ætti hann að þurfa að benda á niðurskurð annars staðar um leið. Annars snýst þessi spurning kannski fyrst og fremst um siðferði stjórnmálamanna. Hvaða gildum menn fylgja hvort sem er í orði eða á borði. Eg tel að í megindráttum hljóti siðferði stjórnmálamanna að vera hið sarna og þjóðarinnar. Þannig hlýtur það að vera, enda er það þjóðin sjálf sem markar stjórnmálamönnum siðareglur, velur og hafnar. o

x

Stefnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.