Stefnir - 01.04.1994, Qupperneq 15
haf sitt í Chicagoháskóla í Bandaríkjun-
um. Þessum kenningum, sem hafa m.a.
verið áberandi í stjórnmálahagfræði síð-
ustu ára, má skipta upp í tvennt:
í fyrsta lagi er það almannavalsfræðin,
kenningar um skrifræði, viðskiptakostn-
að og umboðsvandamálið. Þessar kenn-
ingar voru notaðar til að byggja minna
og einfaldara ríkiskerfi, til að skýra
hvers vegna ríkið ætti ekki að standa í
rekstri atvinnufyrirtækja og tii að svara
algengum rökum um nauðsyn ríkisaf-
skipta.
í öðru lagi var framboðskenningin
í hagfræði notuð til að skýra
ruðningsáhrif ríkisafskipta
og þar með mikilvægi
þess að ríkið vasist ekki
í greinum sem einstak-
lingar geta alfarið séð um.
Meginmarkmiðið með notk
un þessara hagfræðilegu verkfæra
var að auka hagkvæmni í hagkerfinu
með því að draga úr opinberum afskipt-
um. Skilningur á tilgangi og markmið-
um þessara hugmynda er forsenda þess
að framkvæmd nútímavæðingar verði
heildstæð og í anda sjálfstæðisstefnunn-
Frá hugmyndum til framkvæmda
Ég hef áður fjallað nokkuð ítarlega um
hvað aðrar þjóðir hafa gert í nútímavæð-
ingu og hvernig árangurinn hefur verið.
Ég vil nota seinni hluta þessarar greinar
til að kynna hvernig hugsanlegt er að
framkvæmd róttækrar nútímavæðingar
verði háttað.
I bók sem nýlega kom út í Bandaríkj-
unum og nefnist “Reinventing Govern-
ment” eru kynntar tillögur að breyttum
vinnubrögðum og viðhorfum í opinber-
um rekstri. Uppistöðunni í þessunt til-
lögum svipar til hugmyndanna um nú-
tímavæðingu t.d. á Nýja Sjálandi. Sér-
staklega er rætt um hvernig starfsmenn
opinberra stofnana þurfi að fara að hugsa
eins og stofnanirnar væru einkafyrirtæki.
Hugtök eins og arður af eigin fé, afköst
o.fl. koma þar töluvert við sögu. I fram-
haldi af því leggur David Osborne, annar
höfundur bókarinnar, til að sett verði á
laggirnar nefnd sem hafi það markmið
að straumlínulaga og stokka upp ríkis-
kerfið. Þessi nefnd hefði nægjanlegt
vald til að loka stofnunum og breyta öðr-
um. Auk þess hefði nefndin nægjanleg
áhrif til að koma fram með breytingar á
ríkiskerfinu í anda einkareksturs. Hér
gæti verið um að ræða að auka möguleika
stofnana á að verðiauna þá starfsmenn
sem vinna góð störf og að segja t.d. upp
þeim yfirmönnum stofnana sem ekki
standa við gerðar áætlanir. Að sjálf-
sögðu hefðu kjörnir fulltrúar vald til að
segja af eða á um hvort að einstökum til-
lögunt nefndarinnar verði farið. Mikil-
vægt er þó, að mati Osbornes, að þingið
segi einungis af eða á um einstakar tillög-
ur, þ.e. kosning fari fram um einstakar til-
lögur án verulegs málþófs, málamyndatil-
lagna o.þ.h.
Auðvitað eru hugmyndir sem þessar að
nokkru leyti útópískar því erfitt er að
segja kjörnum fulltrúum fyrir verkum og
vandinn verður ávallt sá, að kjörnir full-
trúar munu haga sér í takt við það sem
þeir telja að hámarki atkvæði þeirra í
kosningum. Hags-
munahópar munu
einnig halda áfram að
þvinga stjórnmála-
menn til að “kjósa
rétt’". Einhverskonar
yfirnefnd getur ekki
breytt þeirri megin-
reglu. Hinsvegar getur
þessi aðferðafræði
greitt fyrir hagræðing-
artillögum þar sem leiðin frá hugmynd
um hagræðingu til framkvæmdarinnar
sjálfrar styttist verulega.
Tæki en ekki byrði
Nútímavæðing er einn af mikilvægustu
hornsteinum hagsældar á komandi árum.
Með því að hefja róttækar að-
gerðir í einföldun ríkiskerfis-
ins geta stjórnvöld betur farið
að einblína á tiltekin mark-
mið í rekstri þess og látið rík-
ið hætta að vasast í þvt' sem
aðrir geta sinnt. Þannig verð-
ur ríkiskerfið tæki eigenda sinna til
bættra lífsgæða fremur en byrði á þeirn.
Stofnanirnar fá aukið svigrúm í launa- og
ráðningarmálum, ráðstöfun sértekna
o.s.frv. Um leið eru þeim sett ströng
fjárhags- og þjónustutakmörk sem fyrir-
svarsmenn þeirra taka fulla ábyrgð á.
Hvert fyrirtæki, stofnun eða deild innan
ríkiskerfisins er skoðað með tilliti til
þess hvort þörf sé á þessari starfsemi.