Stefnir - 01.04.1994, Qupperneq 17

Stefnir - 01.04.1994, Qupperneq 17
inn. Talið er að sá markaður sé á höfuð- borgarsvæðinu um 2,3 milljónir fer- metra. Af því sé ríkið með um 600 þús- und fermetra. Algengur kostnaður við núverandi ákvæðisvinnukerfi hefur verið, 2.400 krónur á fermetra en reynslan af útboðum er sú að kostnaður lækki niður í um 1800 krónur eða um 25%. Miðað við þetta má einungis með útboði á ræst- ingu hjá ríkinu spara um 360 ntilljónir króna. Þetta er nefnt hér sem dæmi um kostnaðarlið sem flestir líta á sem af- gangsstærð en skiptir miklu að sé sinnt á sem hagkvæmastan hátt. c) Samkeppnishugsun Með samkeppnishugsun er átt við að reynt verði að innleiða þann aga og þá kosti sem frjáls samkeppni veitir einka- aðilum. Til þess að svo megi verða þarf að efla kostnaðarvitund starfsmanna hins opinbera og reyna að markaðstengja þjónustuna eins og frekast er kostur. Auka þarf sjálfstæði, völd og ábyrgð stjórnenda í ríkiskerfinu og gera launa- og fríðindakerfi hins opinbera sambæri- legt því launakerfi sem tíðkast á hinum almenna vinnumark- aði. d) Stjórnunar- tækni Nátengt samkeppn- ishugsuninni er það að innleiða hjá hinu opinbera ýmsa sljórn- unartækni sem notuð er í rekstri atvinnu- fyrirtækja. Þar má nefna að breyta þarf bókhaldi ráðuneyta og stofnana yfir í hefðbundna rekstrar- og efnahagsreikn- inga eins og tíðkast hjá fyrirtækjum, en með því má ætla að hvatning verði til langtímasparnaðar. Telja verður æskilegt að ríkisstjórnin leggi fram fjárlaga- ramma til lengri tíma í senn en eins árs, þannig að heildarstefna sé mörkuð til lengri tíma. Stjórnendur ráðuneyta og stofnana þurfa einnig að beita stjórntækjum eins og stefnumarkandi áætlunargerð, gæða- stjórnun og endurgerð vinnuferla. Ný hugsun - “samkeppnishugsun” Hér verður sérstaklega vikið að þeirri samkeppnishugsun sem nauðsynlegt er að innleiða í ríkiskerfinu til að ná fram kostum frjálsrar samkeppni. Slíkt ætti að leiða til aðhalds og ódýrari þjónustu. 1. Markmið ríkisstofnana - mæling árangurs Setja á hverri ríkisstofnun skýr mark- mið varðandi þá starfsemi sem henni er ætlað að sinna. Einnig þarf að liggja fyr- ir hvernig eftirliti er háttað með því að markmiði sé náð. Oft er markmið stofn- ana að finna í laga- texta, en hins vegar eru þau yfirleitt í formi almennra stefnuyfirlýsinga. Við markmiðssetn- inguna þarf bæði að taka tillit til þjónustu- markmiða og rekstrarmarkmiða viðkom- andi stofnunar. Skilgreina þarf við markmiðssetningu hver skuli vera af- rakstur starfseminnar. Með markmiðs- setningu sem þessari má segja að verið sé að gera “arðsemiskröfu” í ríkisrekstr- inum. Munurinn er sá að “arðsemiskraf- an” þarf ekki endilega að vera peninga- leg heldur getur hún verið huglæg; að fjármagnið skili af sér t.d. menntaðari og heilbrigðari ein- staklingum, aukinni skilvirkni dómstóla eða öruggari fang- elsum. Til þess að auð- velda eftirlit með því hvort sett mark- mið náist þarf reglu- lega að mæla árangur viðkomandi stofn- unar. Kanna þarf bæði hvort afrakstur starfseminnar uppfyllir fyrirfram settar kröfur um gæði þjónustu ekkert síður en hvort rekstrarmarkmiðum sé náð. Þannig þarf í upphafi að ákveða hvaða mælistikur eigi að nota við mat á ár- angri. Mikilvægt er að mældur verði ár- angurinn af gæðum starfseminnar, bæði gagnvart notendum og út frá faglegum sjónarmiðum auk mats á því hvort rekstrarniðurstöður uppfylla settar kröf- ur. Mæling á árangri minnkar þörf á annars konar eftirliti og eykur um leið sjálfstæði viðkomandi stofnana. Með mati á árangri eftir fyrirfram gefn- um forsendum opnast einnig möguleiki á því að bera saman árangur einstakra stofnana. Slíkt ýtir undir samkeppni á milli þeirra og getur verið gagnlegt við endurmat á markmiðum þeirra og ákvörð- un fjárveitinga. Slíkt mat gæti einnig auð- veldað útboð og verðlagningu á þjónustu viðkomandi stofnunar. 2. Aukið sjálfstæði ríkisstofnana Einn þáttur í að auka samkeppnishugsun í ríkisrekstri er að auka sjálfstæði ríkis- stofnana. Með því móti væri stjórnendum ríkisstofnana falið auk- ið vald og jafnframt á- byrgð. Þeir myndu taka allar ákvarðanir sem vörðuðu rekstur og þjónustu í samræmi við þau almennu mark- mið sem skilgreind hefðu verið. Með þessu móti yrði ákvörð- unarvaldið fært til þeirra sem næst standa og þekkja best til, er leiðir til þess að verk- efnum sé sinnt á sem hagkvæmastan hátt. Aukin ábyrgð stjórnenda gerir einnig kröfur til þess að ráðning forstöðumanna stofnana fari eftir faglegum kröfum. Litið sé til hæfni manna en ekki pólitískra tengsla. Gerðar verði kröfur um tiltekinn árangur, bæði faglegann og fjárhagsleg- ann, til viðkomandi stjórnenda. Rísi stjórnendur ekki undir þeirri ábyrgð verði þeir látnir hætta störfum. Með auknu sjáifstæði stofnana þarf að leitast við að gera rekstur þeirra sem lík- astan rekstri fyrirtækja. Stofnanir þyrftu að fá full yfirráð yfir rekstri sínum og vera heimilt að haga útgjöldum eftir eigin mati, en þær fengju hins vegar ekki meira ríkis- framlag en ákveðið væri í fjárlögum. Stofnunum væri hins vegar heimilt að auka sértekjur sínar, hefðu frelsi til að ráð- stafa þeim og gætu einnig boðið upp á nýja þjónustu sem samræmdist markmið- um starfseminnar. Með auknu sjálfstæði ríkisstofnana verð- ur að gefa stjórnendum þeirra full stjórn- unaryfirráð yfir viðkomandi stofnun. Hugsa má sér tvenns konar fyrirkomulag í stjórnun ríkisstofnana, annars vegar einn forstöðumann yfir minni stofnunum og hins vegar stjórn stofnunar sem myndi ráða framkvæmdastjóra er færi með dag- legan rekstur. I báðum tilvikum þyrftu stjórnendur að hafa sambærilegar stjórn- unarheimildir og stjórnendur í einkafyrir- tækjum. Þeir yrðu t.d. að hafa rétt til þess að að ráða menn og reka og gera ráðning- arsamninga við starfsfólk. Varðandi þau verkefni sem ríkið hefur tekið að sér að tryggja framkvæmd á, þarf að ákveða, fyrir hvern verkþátt, hvort ríkið eigi að sinna honum eða hvort að rétt sé að bjóða verkið (þjónustuna) út. Endurskipuleggja þarf stjórnsýsluna frá grunni um leið og verkefni ríkisins eru ákveðin og markmið skilgreínd. ©

x

Stefnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.