Stefnir - 01.04.1994, Qupperneq 35

Stefnir - 01.04.1994, Qupperneq 35
Þorsteinri Siglaugsson ræðir við Börk Gunnarsson um nýútkomið smásagnasafh hans ^^yrir jólin kom út smásagnasafnið”X” eftir Börk Gunnarsson. Börkur er 23 ára Garðbæingur. Hann stundar nám í heimspeki við H.Í., en er jafn- framt ritstjóri SUS-frétta og situr í stjóm Sam- bands ungra sjálfstæðismanna. Börkur er einnig varabæjarfúlltrúi í Garðabæ. • Þorsteinn: Nú em sögumar í þessari bók ólíkar. “Sjállvirkinn”, sem er sögð frá sjónarhóli látins manns, verkar þannig á mig að þar sértu undir á- hrifum Kafka, en „Gamansemi guðanna“ saga sem fjallar um vonbrigði gamallar konu með Iffið eftir dauðann, ber nokkuð sterk einkenni stíls Mil- ans Kundera. Þar á ég við hvemig þú skýrir sög- una f endann og dregur fram boðskap hennar, eins og Kundera gerir oft í skáldsögum sínum. Er rétthjá mérað um þessi áhrif sé að ræða? Börkun Ég hef alltaf óttast áhríf mjög mikið og á tímabili forðaðist ég að lesa bókmenntir til að reyna að verða ekki fyrir áhrifum annarra höf- unda. Þú ert raunar mjög leiðinlegur spyrill að spyrja svona því ég verð að viðurkenna að ég held að ég sé sammála þér um að þessar tvær sögur séu undir áhrifum frá þeim höfundum sem þú nefndir. Ég er sjálfur mjög hrifinn af bæði Kafka og Kundera. En að öðru leyti vil ég helst ekki hafa of margt um sögurnar að segja eftir að ég hef komið þeim frá mér. Þá eru þær orðnar eign les- endanna og það eru þeir sem hafa réttinn til að túlka þær og skilja hver með sínum hætti. Ég er ekki kominn til með að segja að mín túlkun sé eitthvað merkilegri en þín. Það er rétt að sögumar eru allar mjög ólíkar, en um leið mjög líkar, þar sem dauðinn er alls staðar í miðpunkti. Þar á ég við dauðann í ýmsum mynd- um, móralskur dauði, líkamlegur dauði o.s.fr. Ég hef veríð gagnrýndur fyrir að vera móralskur, en þá má ekki gleyma því að maður skrifar vegna af- stöðu gagnvart viðfangsefninu. Maður getur þannig skrífað út frá þveröfugri afstöðu við manns eigin, og reynt þá að túlka sjónarmið sem maður er í andstöðu við, eins og ég hef oft gert, eða þá að maður reynir að túlka sín eigin viðhorf. Þorsteinn: Þú talar um sjónarmið sem þú ert í andstöðu við, þýðir það að þú sért ekki sá öf- uguggi sem manni kann að virðast af lestri bókarinnar á stundum? Börkur: (Hlær) Ja, kannski má skilja það þannig að ég sé ekki fylgjandi flöldamorðum, hópkynlífi líka og dauða, eins og kemur fram í sumum sögunum. • Þorsteinn: Dauðinn, hvers vegna er hann þér svona mikilvægur? Börkur: Ég lít ekki endilega á dauðann sem endapunkt lífsins, heldur einnig þannig að hann marki einfaldlega skil í lífinu. Dauðinn er fastur punktur í lífinu. Menn vegast með orð- um, vega hver að öðrum oft fýrir litlar sakir. Skoðanir manna deyja og hlutar af sjálfum manni eru sífellt að deyja og nýjir að endur- fæðast. Ef ég sæi sjálfan mig eins og ég var fyrir fáum árum á götu myndi ég ekki kannast við mig. Líklega myndi ég ganga framhjá þeim manni. í sögum mínum kemur fram þetta við- horf að dauðinn sé aðeins enn eitt stig í lífinu. Ég veit ekki hvað tekur við, er ekki endilega viss um að hugsunin lifi, eða sálin, heldur ffek- ar á þann hátt að lífið heldur áfram í heild sinni. • Þorsteinn: Það er athyglisvert að f sögum þfnum er ekki um að ræða neitt sérfslenskt andrúmsloft. Óhugnaður og dauði hafa mjög á- kveðið og sterkt hlutverk, einkenna sögumar öðru fremur, sem eru auðvitað alþjóðleg ein- kenni. Ertu ekki undir neinum áhrifum frá fs- lenskum bókmenntum og hvers vegna eru sögumar svona lausar við fslensk áhrif? Teng- ist þetta kannski EES? Börkur: (Hlær) Ég held að íslenskir lesendur hafi verið aldir á allt of miklum sætindum und- anfarin ár og minn metnaður er sá að fæða lesendur mína á einhverjum treflum. Ég á heilu é bunkana af bæði sögum og Ijóðum í handrað- anum, en ástæða þess að ég vel þessar sögur til útgáfu fremur en einhverjar aðrar er fyrst og fremst sú að ég tel þarft að koma þeim á fram- færi við lesendur, einmitt sögum af þessu tagi. Annað sem ég hef skrifað hefur mér ekki þótt eiga erindi umfram það sem þegar hefúr verið sagt eða ritað. Ég vildi fremur slá strengi sem mér þótti nauðsynlegt að slá. Þama held ég að margt komi fram sem er satt, en hefur ekki verið sagt. Samt er eitt sem veldur mér öriitlum ótta, sem er að fólk skuli ekki í meira mæli hafa reiðst yfir sögum mínum. Þegar maður segir satt með skáldskap af þessu tagi ætti það að vekja sterkari viðbrögð. Slíkt hefur ekki komið fram hjá gagnrýnendum, sem mér finnst áhyggju- efni, þótt að vísu hafi vinir og kunningjar stundum sýnt sögum mínum slík viðbrögð. • Þorsteinn: Nú Hfírþú og hrærist í hópi hægri- manna. Það er fátítt að ungir hægrimenn sinni bókmenntum og stundum hafa sjálfstæðis- menn htotið þá gagnrýni að áhugi þeirra á menningarmálum sé í lágmarki, sé miðað við vinstrimenn. Myndir þú telja að sú hægri- vinstri skiptí'ng sem hefur verið í bókmennta- og listageiranum sé að breytast eða þurrkast út? Finnst þér koma fram í þínum sögum and- stæð Iffsviðhorf við aðrar fslenskar bókmenntí'r höfunda sem f miklum meirihluta hafa verið greindir sem vinstrimenn ? Börkun Ég held að á undanfömum tíu árum hafi þessi hægri vinstri skipting brotnað mikið niður. Það á við jafrit um bókmenntir sem og fjölmörg pólitísk mál. Ég tek ekki eftir því hvort höfundar eru til hægri eða vinstri, heldur hvort þeir skrifa góðan eða slæman skáldskap. Ég er sjálfur á fullu í stjórnmálum því að ég vil hafa áhrif, og í Sjálfstæðisflokknum finn ég góðar undirtektir við málflutning minn Al- mennt talað held ég að Sjálfstæðisflokkurinn sé mannúðarflokkur, þótt stundum mætti hann hafa manneskjulegra yfírforagð . En þótt ég taki þátt í stjómmálum myndi ég ekki telja mig pólitískan höfund. Mín eigin viðhorf til mála koma fram í gegnum það sem ég skrifa. Þannig hlýtur það ávallt að vera. En fyrst og síðast skrifa ég til þess að skrifa. Það sem rek- ur mig áfram er ánægjan, hvötin til að stunda bókmenntir.

x

Stefnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.