Stefnir - 01.04.1994, Síða 38
Kvótakerfið er
hagkvæmt og réttlátt!
Eftir Hannes Hólmstein Gissurasson
að er samdóma álit þeirra sérfræð-
inga, sem kynnt hafa sér skipulag fisk-
veiða á íslandsmiðum af einhverju viti, til
dæmis dr. Ragnars Árnasonar, prófessors
í fiskihagfræði í Háskóla íslands, dr.
Rögnvaldar Hannessonar, prófessors í
fiskihagfræði í Björgynjarháskóla í Nor-
egi, og Jónasar H. Haralz, fyrrverandi
bankastjóra, að þetta skipulag sé eitt hið
besta, sem vestræn þjóð hafi komið upp
hjá sér. íslendingar séu í fararbroddi í
selningu leikreglna uni fiskveiðar. Ég tek
undir með þessum ágætu sérfræðingum.
Kvótakerfið svonefnda, sem hér hefur
smám saman verið að þróast síðustu tíu
árin, er í senn hagkvæmt og réttlátt kerfi.
Kvótakerfið er í fæstum orðum kerfi
varanlegra og seljanlegra veiðiheimilda,
svonefndra kvóta. Veiðiheimildirnar eru í
raun aflahlutdeild: Kvótaeign eins fyrir-
tækis veitir því rétt á að veiða 1,5%
heildaraflans, kvótaeign annars veitir því
rétt til að veiða 2% aflans, svo að dæmi
séu tekin. Ástæðurnar til þess, að þetta
kerfi er hagkvæmt. eru aðallega þrjár. í
fyrsta lagi lenda kvótarnir smám saman í
frjálsum viðskiptum í höndum þeirra,
sem best kunna með þá að fara, því að
þeir geta boðið hæsta verð fyrir þá. í öðru
lagi myndast við þessi viðskipti með
kvótana eðlilegt verð á auðlindinni, en
áður fyrr var hún ofnýtt, því að aðgangur
var ókeypis að henni. í þriðja lagi leiðir
ssú staðreynd, að kvótarnir eru varanlegir,
e. ótímabundnir, til þess, að óvissa um
arnar minnkar; útgerðarfyrirtækin