Stefnir - 01.04.1994, Qupperneq 39

Stefnir - 01.04.1994, Qupperneq 39
Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Ólafur Klemensson skrifa með og á móti eignarhaldi útgerðarmanna á veiðiheimildum geta skipulagt veiðarnar með langtíma- sjónarmið í huga. Af því, sem nú er sagt, má ráða, að það er misskiiningur, sem sumir menn uppi í Seðlabanka hafa haldið fram, að nauð- synlegt sé að innheimta auðlindaskatt af sjávarútvegi vegna þess, að hann hafi það umfram aðrar útflutningsgreinar Is- lendinga að búa við ókeypis aðgang að gjöfulli auðlind, fiskimiðunum. Um leið og kvótakerfið kom til sögunnar, hætti aðgangur að fiskimiðunum einmitt að vera ókeypis; þá tók eðlilegt verð að myndast á auðlindinni. Það er líka mis- skilningur, að keyra þurfi gengi krón- unnar niður með handafli í því skyni að bæta öðrurn útflutningsgreinum en sjáv- arútvegi upp „aðstöðumun“ (sem enginn er lengur): Gengi krónunnar á auðvitað að ráðast af framboði og eftirspurn. Ef einhver ein útflutningsgrein er mjög arð- bær, þá á það að endurspeglast í meiri arði þar en annars staðar. Kvótakerfið er auðvitað ekki fullkom- ið. Mesta meinið er, að það nær ekki nógu langt. Enn eru veiðar smábáta til dæntis ekki undirorpnar aflahlutdeildar- eða kvótakerfinu, svo að þeim hefur fjölgað úr hófi fram. Kvótakerfið er eins konar „girðing“ í kringum miðin. svo að ekki verði þar „ofbeit", og á þessari girð- ingu eru enn nokkur göt, sem smábátar geta smogið urn. Þeim þarf að loka. Ég hygg, að í raun sé ekki mikill á- greiningur um það, sem ég hef nú sagt. En andstæðingar kvótakerfisins eru aðal- lega tvenns konar. Annars vegar eru þeir, sem sjá fram á að missa spón úr aski sínurn við það, sem er óhjákvæmi- leg afleiðing kvótakerfisins, að skipum fækkar og rnargir sjómenn verða að leita sér að öðrunt störfum. Kvótakerfið er beinlínis til þess að fækka skipum: Vandinn var einmitt offjárfesting, of margir togarar að eltast við þorskinn og loðnuna, og kvótakerfið er lausn hans. Hagræðingin er sársaukafull. þótt hún sé nauðsynleg, og sumir eiga erfitt með að þola hana. Hins vegar eru þeir andstæðingar kvótakerfisins, sem sjá ofsjónum yfir því, ef útgerðarfyrirtæki á Islandi fá að eflast og greiða hluthöfum sínum arð. Þeir gagnrýna það, að í upphafi var kvótunum, veiðiheimildunum, úthlutað endurgjaldslaust til þeirra, sem þá höfðu verið að veiðurn um árabil. Þótt þessir andstæð- ingar kvótakerfisins séu býsna háværir, hafa þeir að vísu ekki neina eina skoðun á því, hvað annað hefði átt að gera. Sumir hefðu viljað bjóða veiðiheimildirnar upp í eitt skipti fyrir öll, selja þær; aðrir hefðu viljað leigja þær um eitthvert tímabil. eina vertíð, eitt ár, firnm ár eða tíu ár; enn aðrir hefðu viljað innheimta ein- hvers konar auðlindaskatt. Ég færi rök að því í heilli bók urn þetta mál, Fiskistofnarnir við Island: Þjóðar- eign eða ríkiseign?, að upphafleg úthlut- un kvótanna hafi verið eðlileg í þeim skilningi, að ekki hafi verið brotinn rétt- ur á neinum öðrum. Ég ætla ekki að end- urtaka þessi rök hér. En á eitt verð ég að leggja áherslu. Hið raunverulega val um eigendur kvótanna er val unt ríkið og út- gerðarfyrirtækin. Það stuðlar tvímæla- laust að víðtækari dreifingu valds og skynsamlegri meðferð fiskveiðiarðsins, ef útgerðarfyrirtækin fá að hirða hann í stað þess, að stjómmálamenn fái að nota hann til atkvæðakaupa og pólitísks brasks síns. Allt gott og heiðarlegt fólk ætti að sameinast um að takmarka fjár- öflunarntöguleika stjórnmálamanna. Ef taka á kvótana af útgerðarmönnum, þá verður líka að taka allar jarðir af bændum og öll laxveiðiréttindi af eig- endum þeirra, innheimta skatt af vatns- útflytjendum og gróðurhúsaeigendum fyrir afnot þeirra af vatnslindum og heitu vatni. Má ég minna hér á, hversu hörmu- lega hefur til tekist, þar sem ríkið hefur slegið eign sinni á olíulindir? Átökin urn eignarhald á kvótum og ráðstöfun fiskveiðiarðsins minnir einmitt urn margt á stjórnmála- deilurnar rétt fyrir síðustu alda- mót um kenningar bandarísks sér- vitrings, Henry Ge- orge að nafni. Hann var prentari að iðn og trúði því, að ranglátt væri, að jarðeigendur ættu jarðir og hirtu af þeint jarðrent- una. Menn ættu aðeins að eiga það eitt, sem þeir hefðu beinlínis unnið til í sveita síns andlits. Taldi Henry George, að ríkið ætti því að eiga jarðir og leigja þær út nógu háu verði til þess, að jarðrentan hyrfi öll í ríkissjóð. Þetta myndi nægja fyrir öllum útgjöldum ríkisins, að því er George hélt. Margir stuðningsmenn auðlinda- skatts eða veiðileyfagjalds (eins og þeir kalla það í von um, að það láti betur í eyruni) beita svipuðum rökum. Því er síðan við að bæta, að íslenskir dómstólar hafa nýlega fellt dóma um það, að útgerðarfyrirtækjum er skylt að eignfæra kvótana. Svo virðist því sem sú réttarvenja sé að myndast hér á landi, að kvótarnir séu hlunnindi í almenningum, sambærilegir við margvísleg hlunnindi í einkaeigu í almenningum og afréttum uppi á landi. Þjóðin á fiskistofnana, en útgerðarfyrirtækin eiga aflakvótana. Hinir færustu hagfræðingar okkar og lögfræðingar taka því undir það, sem heilbrigð skynsemi segir okkur raunar og þróunin hefur stefnt að, að heppileg- ast sé, að einstaklingar eigi kvótana og sjái urn fiskveiðar á eigin ábyrgð. Hið raunverulega val um eigendur kvót- anna er val um ríkið og útgerðarfyrirtækin. o

x

Stefnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.