Stefnir - 01.04.1994, Síða 40
Þjóðin, sem er eigandi auðlindarinnar, hef-
ur hvorki ráðstöfunarrétt né beinan arð af
þessari eign sinni. í þessu felst
óþolandi óréttlæti sem lagfæra verður taf-
arlaust. Þar hefur Sjálfstæðisflokkurinn
miklu hlutverki að gegna.
Kvótakerfið er
pólitísk púðurtunna!
Eftir Ólaf Öm Klemensson
ú um nokkra hríð hefur fiskveiði-
stjórnunin og kvótakerfið verið eitt
mesta deilumál meðal þjóðarinnar. Ekki
er að undra, þótt deilur standi um þennan
málaflokk. Vægi sjávarútvegsins er svo
yfirgnæfandi í efnahagslífinu að skipu-
lag og fyrirkomulag í þessum málaflokki
hlýtur að skipta alla landsmenn miklu.
Spurningin hver á kvótann og hverjum
hefur verið falið að nýta sameiginlegar
sjávarauðlindir þjóðarinnar er grundvall-
arspurning varðandi efnahagslega og
stjórnmálalega þróun hér á landi um
mörg komandi ár.
En af hverju skyldu deilurnar vera
heitastar um kvótamálið. Við því er ein-
falt svar. Við Islendingar eigun fáar
auðlindir aðrar en fiskimiðin umhverfis
landið, fallvötnin og jarðhitann. Um fall-
vötnin og jarðvarmann standa hins vegar
engar deilur. Þessar auðlindir eru í eigu
þjóðarinnar og nýttar sameiginiega.
Öðru máli gegnir um fiskimiðin. Þjóð-
in, sem er eigandi auðlindarinnar, hefur
hvorki ráðstöfunarrétt né beinan arð af
þessari eign sinni. í þessu felst óþolandi
óréttlæti sem lagfæra verður tafarlaust.
Þar hefur Sjálfstæðisflokkurinn miklu
hlutverki að gegna.
Nauðsyn á fiskveiðistjórnun
Fyrir margt löngu sáu ýmsir vísir menn
að óheftur aðgangur að fiskimiðunum
hlyti að leiða til sóunar og til ofnýtingar.
Þessi staðreynd er reyndar ein af grund-
vallaratriðum fiskihagfræðinnar.
Ráðamenn hér á landi komu auga á að í
óefni stefndi varðandi fiskveiðar okkar
strax á áttunda áratugnum. Upp úr 1980
var alveg ljóst að komið var á ystu nöf
hvað varðaði veiðarnar, auk þess sem
ekkert var ráðið við stækkun í fiskiskipa-
flotanum. Hann var orðinn allt of stór
og stækkaði óðum með þeim afleiðing-
um að sóknin varð alltof mikil. Flesti
nytjastofnar voru ofveiddir eða í það
stefndi.
Tekin var upp heildstæð fiskveiði-
stjómun árið 1983, sem jafnan hefur ver-
ið kölluð "kvótakerfið", þótt margt sé
þar fleira innanborðs. Fiskveiðistjórnun-
in hefur bæði að geyma efnahagsleg og
fiskifræðileg markmið. Kerfið á að
stuðla að hámarksarðsemi af fiskistofn-
unum með því að draga úr sókn og þar
með úr heildartilkostnaði við veiðarnar,
jafnhliða því að tryggja eðlilega og
skynsamlega nýtingu fiskistofnanna.
Hér skal tekið fram að ekki er um það
deilt að nauðsynlegt hafi verið bæði út
frá verndunarsjónarmiðum og efnahags-
legum markmiðum að koma á slíkri fisk-
veiðistefnu enda þykja Islendingar hafa
skipað þessum málum betur en flestir
aðrir.
Sá böggull fylgdi skammrifi að tak-
marka varð aðgang að fiskimiðunum í
stað þess að áður gátu allir á sjó farið
sem vildu. Skipta þurfti upp takmörkuð-
um aflaheimildum milli aðila. Tekið var
á það ráð að kvóta var útdeilt á allar þær
útgerðir sem verið höfðu við fiskveiðar
síðustu 3 árin áður en kvótakerfið var
tekið upp.
Á þessum tímapunkti hefðu ráðamenn
þjóðarinnar þurft að gera sér grein fyrir
hvaða afleiðingar þetta mundi hafa.
En einmitt við það að skammta að-
ganginn að fiskimiðunum urðu til verð-
mæti. Kvótinn myndar sjálfstæð verð-
mæti. Skortur getur nefnilega skapað
verðmæti, sannindi sem flestum liggja í
augum uppi, a.m.k. þeim sem einhverja
nasasjón hafa af hagfræði eða velta þess-
um málum fyrir sér af alvöru.
Kvótakerfið á að leiða til hagræðingar,
færri skip með minni tilkostnaði ná þeim
hámarksafla sem ákveðinn er hverju