Stefnir - 01.04.1994, Page 42
Mark Almond: The Rise and Fall of El-
ena and Nicolae Ceausescu, Chapmans
1992.
Edward Behn Kiss the Hand you cannot
bite. Hamish Hamilton 1991.
I þjóðsögum segir frá
fundi Magnúsar Steph-
ensen og síra Snorra
Bjömssonar á Húsa-
felli. Þeir deildu
fast og urðu ekki
sammála um ýms-
ar kenningar, m.a.
um tilvist helvítis:
“Lögmaður bað þá
prest að sýna sér ein-
hver lfkindi til sönnun-
ar því að helvíti væri til...
prestur tók því vel og síðan var
haldið upp að Draugagili... sá lögmaður,
að hver mikill opnaðist í gilinu, sem
þeytti upp úr sér reykjarmekki og eldsí-
um með ákaflegri brennisteinsfýlu. I
mekkinum sveimuðu djöflar með ýlfri og
óhljóðum, og varð lögmaður mjög
hræddur við þessi undur” (Olafur Dav-
íðsson: Islenskar þjóðsögur II. Rvk.
1978).
Opinber lygavefur
Mörgum brá ónotalega þegar Draugagil
alþýðulýðveldanna og Sovétríkjanna luk-
ust upp. A Vesturlöndum neituðu margir
að trúa staðreyndum, en í alþýðulýðveld-
unum þekktu menn hryllinginn af eigin
raun. Fjörutíu ár eru langur tími, hvað þá
sjötíu ár undir stjórn manna sem vinna
að því að færa þjóðirnar í spennitreyju
kúgunar og lyga. Menn urðu að lifa í
lygafeninu, nauðugir viljugir, aðlagast
falsaðri vitund og tala lygi, bindast hin-
um opinbera lygavef.
Öll saga þjóða og ríkja var aðlöguð
nauðsyn flokksins. Listir og bókmenntir
skyldu þjóna flokkshagsmunum og nýt-
ast til áróðurs fyrir flokkinn og ráðandi
stjómendur.
Glæpaverk Ceausescus
Mark Almond fór til Rúmeníu á eigin
vegum og kynntist ekki “nomenklatúr-
unni” heldur hinum eiginlegu andófs-
mönnum.
Ferðir Almonds til Rúmeníu voru því
hættuspil. Hann átti nokkurn hlut að falli
Ceausescus, með því að fá í hendur frá
kunnri andófskonu, og opinbera, áætlanir
hins rúmenska Stalíns um eyðingu. Af-
staða Ceausescus til innrásarinnar í
Tékkóslóvakíu var ágætt vítt um lönd,
þessvegna heimsóknirnar. En afstaða
hans skipti í rauninni engu máli, það
breyttist ekkert í Rúmeníu, alls-
leysið og terrorinn, njósnirn-
ar og pyntingarnar voru
iðkaðar eftir sem áður.
Samsvörun annars
staðar
Almond telur að
ferill Ceausescus
hafi í engu verið
frábrugðinn ferli
flestra þeirra valdhafa
sem unnu samkvæmt
Marx-Lenínískri hug-
myndafræði. Núverandi vald-
hafar í Rúmeníu virðast samkvæmt skoð-
unum Almonds vera svipaðrar gerðar og
sá sem þeir tóku af lífi ‘89. Þeir reyna nú
að hvítþvo sjálfa sig með því að sverta
fóstrann sem mest.
Misskilningur um fortíðina
Edward Behr er fyrrum blaðamaður og
stríðsfréttaritari. Hann hefur skrifað ýms-
ar bækur og meðal þeirra er “Kiss the
hand you cannot bite” - The Rise and
Fall of the Ceausescus. Formálahöfund-
urinn, Ryzard Kapuscinski, rekur ástæð-
umar fyrir takmörkuðu andófi í Rúmeníu
gegn kommúnistum og telur það hafa
verið m.a. vegna frumstæðni samfélags-
ins; engin millistétt og lítt uppfrædd lág-
stétt. En það nægir ekki. Hér kemur til
skefjalaus ógnarstjórn, stöðugar njósnir,
fátækt og matarskortur. Rúmenía var eitt
sinn nefnd matarforðabúr Balkanskaga.
Minningar manna frá þeim tímum um
Rúmeníu vitna um gnægð allskonar mat-
fanga og maturinn var ódýr. Mönnum
eru minnisstæði sveitaþorpin, litskreyt-
ingar og litauðugir þjóðbúningar, al-
þýðumúsikin og hjarðir vel alinna hús-
dýra. Þýsk-frönsk menning var ríkjandi
meðal yfirstéttanna. A þessu öllu varð
hrikaleg með fullkomnun Rúmeníu sem
leppríkis 1948 undir stjórn Ana Pauker,
sem taldist til “forystusveitar verkalýðs-
baráttunnar”, en þannig var henni lýst af
íslenskum kommúnistum á sinni tíð og
var hún meðal dáðustu persóna úr þeim
sveitum með því liði.
“Forystusueit verkalýðsbaráttunnar”
Með valdatöku Ana Pauker og Gheorg-
hiu-Dej hófst ógnaröldin. Tala þeirra sem
voru teknir af lífi á árunum 1946-47 hefur
verið áætluð um 60.000. Höfundurinn
rekur valdabaráttuna innan kommúnista-
flokksins mjög skilmerkilega og upp-
komu Ceausescus sem áhrifamanns. Hér
segir frá heimsókn Ceausescus og konu
hans Elenu til Englands árið 1978. Þau
höfðu áður heimsótt forseta Frakklands
og höfðu gist í gestahúsi á móti Elysée-
höllinni, aðsetursstað Frakklandsforseta.
Reynslan af þeirri heimsókn var hroll-
vekja. Gestirnir og fylgdarlið þeirra höfðu
látið greipar sópa um ýmiskonar smámuni
og listaverk og öll umgengni var eftir því.
Þess vegna aðvaraði forsetinn Elísabetu II
og Don Carlos Spánarkonung.
Takmarkalaus spilling
Smekkur þeirra hjóna var af lægstu
gráðu, kits smekkur - lágsmekkur fyrir úl-
sölulist og ómerkilegasta brikkabrakki. A-
hugi Ceausescus fyrir byggingarlist hafði
hrikalegar afleiðingar fyrir rúmenska
menningararfleifð; fjöldi glæstra bygg-
inga um allt landið var eyðilagður og
hrikalegur óskapnaður reistur í staðinn,
sem sló út óskapnaðinn sem reistur var í
Sovétríkjunum á dögum Slalíns.
Höfundurinn skrifar um spillinguna í
Rúmeníu fyrir daga kommúnismans,
spillta valdastétt og kjánalega hegðun,
einkum Carols II konungs. En sú spilling
er annars eðlis en spillingin á dögum
Ceausescus. Fyrrum fékk fólk að vera
nokkurn veginn í friði fyrir spilltum
stjórnendum, en með kommúnismanum
hófst sú spilling sem gegnsýrði alla þjóð-
inna. Þeir gömlu sviku og lugu en vissu
að til voru takmörk, hugmyndaheimur
kommúnismans á sér engin takmörk.
Fyrsta þætti lokið
Behr byrjar sögu hjónanna skömmu fyr-
ir jól 1989 og lýsir þriggja daga flækingi
þeirra og tilraunum til flótta sem, mistók-
ust og Iauk með aftöku þeirra. Þeir sem að
henni stóðu voru kommúnistar, sem Elena
kallaði “börnin sín” við sýndarréttarhöld-
in.
Sagan af Drakúla minnir um margt á
feril Ceausescus. Hann mergsaug þjóðina,
afmannaði hana og kom henni á vonarvöl,
gerði hana sjálfum sér líka. Það tókst Dra-
kúla aldrei. Stöðugar lygar í hálfa öld
hafa áhrif á hugarheiminn, fölsuð heims-
mynd verður ekki þvegin burt í einu
vetfangi.