Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1920, Blaðsíða 4
1912
146*
annar maður taugaveiki, og dó líka, gamall maöur og slitinn. Annars
lítiS um þessa veiki í ár.
Kvefpest (Influenza) kom hingaö úr Reykjavík í lok októbermánaSar,
og fór sjer hægt og var væg; varö jeg var viö hana allan nóvembermánuö
og fram í miðjan desembermán., en úr sögunni var hún horfin fyrir ára-
mót. Að eins 39 sjúklingar leituðu til mín, og má af því marka, hve væg
veikin var.
Seint í maímánuði kom skarlatssótt upp á Önundarholti í Flóa. Veikin
var væg, og jeg hjelt jafnvel fyrst, að hjer væri um „rauða hunda“ að
ræða, en hreistrun og fleira sýndi brátt, að svo var eigi. Veikin breiddist
eigi út, en eitthvert orö lá á, að „þetta væri að ganga upp um Skeið.“ —
1 októbermánuði var jeg sóttur til barns á Stokkseyri, sem hafði greini-
lega skarlatssótt, alls eigi væga; tvö önnur börn á sama heimili fengu
vott af veikinni. Varað var viö samgöngum, og hefi jeg hvergi orðið veik-
innar var síðan.
Holdsveiki kom fram á einum kvenmanni (lepra tuberosa), og var hún
þegar send á sjúkrahælið í Laugarnesi. Einnig voru þangað sendar tvær
limafallssjúkar systur frá Egilsstöðum; var önnur þeirra með sár á fæti,
sem eigi varð hirt ])ar heima, en hin systirin, sem ])ó var á batavegi, ósk-
aði að verða henni samferða, enda eigi fær um að vinna fyrir sjer. —
Eftir eru þá í hjeraði þessu 2 löngu grónir holdsveiklingar, og einn, sem
vafasamt er, hvort nokkurntíma hefir haft þá veiki. Sjá holdsveikra-
skýrsluna.
Tala berklaveikra í hjeraði þessu tekur litlum breytingum. Að vísu
bætast við nýjir sjúklingar árlega, en aðrir deyja þá aftur, eða fá bót
á veikinni.
Sullaveikis-sjúklingum er sýnilega að fækka. Eg hefi að eins séð 3
slíka sjúklinga á þessu ári. Er ástæða til að ætla, að menn varist hunda
meir en áður, og auk þess fara hundalækningar fram með sæmilegri reglu.
Sjúkrahús er hjer ekkert, og því ilt aðstöðu fyrir lækni, ef nokkurt
alvarlegt verk þarf að vinna. Eigi bætir það heldur úr, að húsakynni
eru víðast svo þröng, að hvergi má heita kostur á, að koma sjúkling fyrir
hér í þorpi. Það vildi þannig til að jólaföstu, að kviðslit hljóp út á rosk-
inni konu, sem á heima á bæ í klukkustundar fjarlægð hjeðan, og varð
eigi ýtt inn aftur. Eg vildi láta flytja konuna hingað til skurðar, ef á
þyrfti að halda, en hjer var þá hvergi húsnæði fáanlegt, og í baðstofunni
á bænum var konan tæplega skerandi sakir kulda og þrengsla. Vildi til,
að konunni batnaði nóttina eftir við stólpípur.
Handlækningar fáar aðrar, en hinar vanalegu: Skorið í 43 fingurmein,
25 phlegmona og abscessa, 12 furunkula, 11 mastita. Teknar út 109 tenn-
ur og bundið um 40 sár.
Einn maður datt af baki á höfuðið ofan í grjót, og hjóst á höfuðið 16
centim. langur skurður, frá augnabrún upp á hvirfil, lafði flipinn niður
Saumað með 5 sporum.
Hestur steig ofan á berfættan dreng og fletti holdi frá ökla ofan að il:
5 spor.
Stúlka datt á stein, og klauf alveg sundur efri vör upp að nefi; 3 spor.
Kvenmaður datt úr vagni og hjóst á höfuðið 14 centim. langur skurður,
frá gagnauga 0g upp undir hvirfil.