Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1920, Blaðsíða 9

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1920, Blaðsíða 9
151* 1913 íram, aS sé summan af centimetratölu brjóstmáls viS útöndun og kíló- grammatölu líkamsþyndar dregin frá líkamslengd, megi hafa útkomuna sem mælikvaröa fyrir hraustleika manna og verkhæfni. Mismunurinn á aö vera sem minstur. Dæmi: h. = hæð, þ. = þyngd, b. = brjóstmál. h. 168 ctm. 168 -= (71 -f 89) = þ. 71 kíló 168 —- 160 = 8 ctm. b. 89 ctm. Sé mismunur þessi undir 10, þykir maðurinn vera afburöa-hraustur, sé hann frá 11—20 þykir hann hraustur, — — — 21—30 — — veiklaður, — — — 31—35 — — mjög ljelegur, — — — yfir 35 — — óhæfur. (Med. klinik 1909, No. 48). — Af hundrað mönnum á aldrinum 19—48 ára reyndist nú mismunurinn undir 10 hjá 59, og voru þar af 44 sjómenn, hjá 21 var mismunurinn frá 11—20, þar af voru sjómenn 14, landmenn 7. — Af hinum 20 v.ar mismunurinn frá 21—30, þar af handverksmenn 13 (flestir skósmiöir), landmenn 4, og amfibia þ. e. bæöi sjómenn og landmenn í senn 3. — Excursio respiratoria var hjá engum undir 5 ctm., flestum 6—7, meðaltal af öllum 100 var 6,5 ctm. — lYfirleitt er vaxtarlag sjómanna alt fallegra og hraustlegra en hjá landmönnum, og því likast sem þeir hefðu tíðkað líkamsæfingar. Eru vöðvar margra þeirra með af- brigðum fallegir og samsvara sér svo prýðilega a 11 i r, ekki á útlimum einum heldur líka bökum, t. d. mun pectorál. major., mm. serrat., m. cucullaris og m. latissim. dorsi, sömul. mm. abdomin. Þetta kemur af róðr- inum og sýnir hvílík afliragðs líkamshreyfing hann er til að stæla alla vöðva. Mun vera leitun á annari vinnu, sem það gerir jafn vel. En sorg- !egt er til j)ess að vita, að síðan mótorbátar fóru að tíðkast hjer, virðist vera að koma afturkippur í þessa heilbrigðu þróun allra vöðva. — Jeg hefi mælt handleggi á einstaka manni áður en bifvjelarnar komu, og svo aftur, eftir að þær höfðu verið hjer nokkur ár, og fundið að þeir höfðu rýrnað. Málið var tekið á upphandlegg, þar sem delta-vöðvinn festir sig, handleggnum haldið lárjettum í pronation. Hefi jeg fundið digrastan hand- legg þar 36 ctm., ekki allfáa 34 ctm., án fitulags að nokkrum mun, — en síðar á sömu mönnum 33 ctm. niður í 31 ctm., án þess að þeim hafi að öðru leyti farið aftur. Nú knýja vjelar bátana, sem áður var róið af rösk- um mönnum með ótrúlegu þoli oft á tíðum. Nú er erfiðið við bátafiski- veiðar hjer orðið lítið annað en að draga lóðirnar, og er þó farið að hafa til ])ess vjelar líka á sumum bátunum, einkum þeim stærri („lóðaspil" sem bifvjelin hreyfir). — Ef alt fer að verða unnið með vjelakrafti, — hvað kemur þá í stað hinna hollu líkamshreyfinga ? Reglubundin vinna, þegn- skylduvinna, lögboðin? Leikfimisæfingar? Til þessa ætti ungmennafjelög- unum að vera best trúandi, en þótt þau vinni máske eitthvert gagn, vildi eg mega óska, að þar yrðu ekki vonbrigði. — Annars furðar mig á, að svo lítið heyrist um kappróðra í þeim fjelagsskap. Virðist þó sem víða mætti koma þeim við, og væri varla ójijóðlegra nje ver fallið til líkamsstyrk- ingar heldur en t. d. sífelt fótaspark, að jeg ekki nefni þessa ófögru iþrótt ?! sem kölluð er grísk-rójnversk glíma.

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.