Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1925, Page 9
143*
1924
af svona meSferö, þegar sjúkdómurinn er kominn svo langt, að farið er
að bera á lömunum, en í byrjun. Þrisvar voru reynd guajacolsmyrsl, árang-
ur mjög vafasamur. Lutnbal.punktio var einu sinni gerð, á fyrsta sjúk-
iingnum, sem jeg fjekk til meðferðar. Ástungan var gerð á sjúkl. liggj-
andi og aðeins 20 ccm. tæmd út. Ekki ljetti sjúkl. við ástunguna, heldur
þvert á móti, ef nokkuð var, dó ekki fullum sólarhring síðar. Áræddi
jeg því ekki að reyna þetta oftar, enda gerði þessa tilraun aðeins út úr
vandræðum heldur en að reyna ekki neitt.' Sú eina lækningatilraun af
þeim, sem jeg hefi gert við mænusóttina, er jeg hefi þótst sjá greinileg-
an árangur af, er intravenös CaCl2-injectio gegn andfæralömun, yfirvof-
andi eða í byrjun. Jeg var fyrstu 10 dagana búinn að sjá 5 sjúklinga deyja
úr bulbærparalysis, er vanalega byrjaði með máttleysi í koki, tungu og
vörum, svo að munnurinn fyltist af seigu slími, er sjúkl. gat ekki hrækt
nje losnað við, og endaði með andfæralömun. Fyrsta sinn hafði jeg reynt
lumbalpunktio, eins og áður er sagt, hin skiftin áræddi jeg" ekki eða sá
mjer til neins að reyna neitt, er teljandi væri eða búist yrði við árangri
af, enda varð sjúkl. ekki gefið inn, er svona var komið. Altaf fór á sötnu
leið: eftir að greinileg kok-, tungu- og varalö'mun var komin, dó sjúkl.
á næsta sólarhring. Nú datt mjer í hug, að reyna CaCl2 intravenöst;
skaðað gat það tæpast, því að þegar bulbærlömun var byrjuð á annað
borð, var prognosis pessima hvort sem var, og óhugsanlegt var ekki, að
það kynni að geta varnað andfæralömun, a. m. k. um tíma, svo að líkam-
anum gæfist ráðrúm til að safna vörnum gegn sótteitrinu, sem lötnun-
unum veldur. En þess vegna gat jeg hugsað rnjer, að CaCl2 gerði þetta
að verkum, að það er fullreynt, að það læknar andfæralömun, er stafar
af MgS04-eitrun. Nú var hjer að vísu ekki um MgS04-eitrun að ræða,
en eitrun var það samt; er hvorttveggja, að mjer er ekki kunnugt um,
að menn viti, á hvern hátt CaCl2 læknar andfæralömun af völdum MgS04
— ágiskanir um það hefi jeg sjeð — og að það læknar líka fleiri eitranir,
svo sem oxalsýrueitrun, og var því ekki fyrirfram unt að fortaka, að lyf
þetta kynni að hafa læknandi áhrif á andfæralöinun af völdum mænu-
sóttareitursins, sem líka er ókunnugt um hvernig verkar; gæti hugsast,
að ])að skaðaði frymi mænukerfisins á þann hátt að breyta kalksöltum
þess í óleysanleg kalksölt og fella þau, eins og oxalsýran gerir að líkind-
um, og ef svo væri, væri ekki óhugsanlegt, að nægilegt af uppleystuin kalk-
söltum í blóðinu gæti varnað því. Sjálfsagt veldur mænusóttareitrið bólgu
í hinni sjúku mænu og bulbus, og sennilega háræðaskemdum, en tilraunir
hafa sýnt, að CaCl2 getur oft varnað bólgu og háræðaskemdum eða lækn-
að þær. Hvað sem um þetta er, sýndist ekkert í hættu, þótt þetta væri
reynt. En þótt ekki sje meiri aðgerð en þetta, er ótrúlega erfitt að koma
því við í sveitapraxis, að gera hana á rjettum tírna. Jeg vildi sem sje
ekki nota CaCl2 nema i allra þyngstu tilfellunum, með byrjandi eða yfir-
vofandi andfæralömun. Fyrst og fremst þótti mjer líklegt, í „analogi“
við verkun lyfsins við MgS04-eitrun, að það hefði ,,eklektiva“ verkun
á andfæralamanir og væri gagnslaust eða gagnslítið við lömunum annars-
staðar. 1 öðru lagi var ómögulegt að fá svo mikið sem hugboð um, hvort
sjúkl. batnaði „propter“ eða eingöngu „post“, ef lyfið hefði verið notað
við ljett haldna sjúklinga. í þriðja lagi hefði því farið fjarri að unnist
hefði tími til að nota það í stórum stíl og ferðast til þess langar leiðir,