Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1925, Side 14

Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1925, Side 14
1924 . 148* aS breiöast út í október, og tók þá fleiri fullorðna en áöur; veiktist full- ur helmingur allra, sem fengu hana á árinu i þessurn tveinr mánuðum. 1 nóvembermánuði þverraSi hún aS mun, og bar litiS á henni siðari hluta mánaSarins, en breiddist nokkuS út á ný í desember, og var þá enn fremur þung, þótt miklu væri hún vægari og fátiSari en í sept. og okt. Hlustarverkur og eyrnabólga voru óvenjulega oft i för meS sótt- inni, einkurn í sept. og okt., og á sumum gróf i eyrum. Ekki færri en 7 fengu kveflungnabólgu upp úr henni og i þeirra dó, kona á áttræSis- aldri. 5. Lungnabólga. Sú sótt, er mestum manndauSa olli þetta ár, önnur en mænusóttin, var lungnabólga, einkum taklungnabólga. K v e f- lung abólga (Bronchopn. & bronch. cap.) var mun tiSari en venja er til, og fengu hana flestir upp úr kvefsóttinni og mislingunum; dóu úr henni 2 gamlar konur og eitt barn á öSru ári, er fjekk hana upp úr mislingum, og er í sjúkraskrám og dánarskýrslu taliS dáiS úr þeim. Upp úr inflúensu fengu aðeins 2 kveflungnabólgu, og lifSu báSir. Auk þeirra, sem skráSir eru meS kveflungnabólgu, er i dánarskýrslu úr ÓlafsfjarSar- prestakalli einn sjúklingur talmn dámn úr henni, en læknis var ekki leit- aS til þess sjúklings, og hann þvi ekki talinn i sjúkraskrá nje farsótta- skýrslu. MeS taklungnabólgu (Pn. croup.) voru 30 skráSir, og eru þaS fleiri en nokkru sinni fyr í þessu hjeraSi (flestir áSur 29, árið 1914). Þó munar meiru á dauSratölunni, þvi aS í 15 ár, 1909—'23, dóu aSeins 18 samtals í hjeraSinu, en þetta ár 9, eSa rjettum helmingi færri en öll 15 árin næstu á undan, og er þá meS talinn 1 sjúkl., sem læknis var ekki leitaS fyrir, og þvi ekki skráSur i farsóttabók, en taliS á skýrslu sóknarprestsins i ÓlafsfjarSarprestakalli, aS hafi dáiS úr taklungnabólgu. Eins og dauSratalan ber meS sjer, var sóttin alveg óvenjulega þung og illkynjuS. GerSi hún meira og minna vart viS sig alla mánuSi ársins, nema í janúar og júlí, og voru langílest tilfellin rnjög þung og langvinn, einkum í júní, ágúst, september og október. Þrír sjúklingar fengu diffust dökkrautt erythem um brjóst, bak og kviS, allir á sarna heimili, feSgar, sýktist sá fyrsti í júní, hinir tveir i ágúst, og dó sá, er sýktist i júní og annar ágúst-sjúklinganna. Þrjú af taklungnabólgutilfellunum kornu upp úr inflúensu, og dó einn þeirra sjúklinga, en aS vísu var honum bötnuS inflúensan aS mestu og kominn á fætur, er hann fjekk lungnabólguna; er þvi lungnabólga en ekki inflúensa talin banamein hans í skýrslunum. 6. ASrar farsóttir en þær 5, er nú voru taldar, gerSu ekki til muna vart viö sig. Skarlatssótt fjekk stúlka um tvítugt í mars, ogbarnaveiki fjekk 3 ára gamall drengur í október. BæSi lágu þungt, en batnaSi. SamgönguvarúS var höfS viS bæSi heimilin og sótthreins- aS á eftir. HvaSan sóttir þessar bárust varS ekki rakiS, liklega úr Akur- eyrarhjeraSi. Heimakomu (erysipelas) fjekk einn karlmaSur á fimt- ugsaldri, varS all-þungt haldinn, en batnaSi. G i g t s ó 11 (febr. rheu- mat.) fengu 6, flest konur, og var hún fremur væg á öllum. Háls- bólga (ang. tons.) var nú meS allra-fátiSasta móti. VarS hennar alls ekki vart fyr en i ágúst, en eftir þaS geröi hún eitthvaS vart viS sig í hverjum mánuSi, mest i október, og þá gróf viS tungukirtla á 2 sjúk- lingum, en annars var hún væg á flestum. ISrakvefsótt (cholerine & cat. intest. ac.) var álika fátíS og undanfarin ár; gerSi hún fyrst vart

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.