Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.01.1997, Blaðsíða 7

Bæjarins besta - 29.01.1997, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 7 Framleiðir gæða- vöru í neytenda- pakkningum Þingmaðurinn skrifar Enn um fiskveiðistjórnun Að leiða eða vera leiddur Það hefur lengi viljað loða við okkur Ísendinga að skiptast í hatrammar fylk- ingar eftir aftstöðu til ein- stakra mála sem upp hafa komið. Meðal slíkra mála má nefna riðumálið svo nefnda sem kostaði Jón Sigurðsson forsetastól Alþingis, afstöð- una til ritsímans, deilan um Keflavíkurflugvöll og er- lendan her, ESB og EFTA, EES, álver þá og nú, fisk- veiðistjónunarkerfi eða kvót- ann svo nefnda og svo nú hugmyndir um veiðileyfa- gjald. Þegar frá líður og litið er til baka er ljóst að þjóðin hefur ekki hagnast á slíkum illdeilum nema síður sé, en e.t.v. eru slíkar uppákomur nauðsynlegur fylgifiskur fámennrar þjóðar þar sem afkoman er mæld á mælistiku þess hvernig menn telja að nágranninn hafi það. Fiskveiðistjórnun og gróði Það er meira en lítið skyni- þeirra byggðarlagi. Hinir eru þó miklu fleiri sem ergja sig á sögum um gróða einstakra manna sem selt hafa frá sér atvinnutæki sín skip og veiði- heimildir. Fólk á ólíklegustu stöðum sem flest hvert hefur aldrei á sjó komið stendur á öndinni af vandlætingu yfir því að einhver sé að græða á kvóta. Í sölum Alþingis hneykslast m.a.s. einn þingmaður Kvenna- lista á því , “að kvóta sé út- hlutað til útgerðarmanna “ (en ekki háskólakennara eða hvað ?) Það gleymist í umræðunni að þegar útgerðarmaður selur frá sér heimild til að stunda veiðar þá er annar útgerð- armaður að greiða út þessa sömu peninga. Greinin í heild sinni hefur hvorki orðið ríkari eða fátækari á þessum við- skiptum sem er grundvallar atriði. Ruglingsleg umræða Umræðan er orðin allt of ruglingsleg og öll í einum graut, fiskveiðistjórnun, leyfi sjávarþorpa og sjómanna til kerfi hentaði best. Nú þegar menn eru að átta sig á, að það er sitt hvað fiskveiði- stjórnun og úthlutun afla- heimilda, á byggðakvóti sér vaxandi fylgi. Sú leið er þó ekki gallalaus fremur en aðrar. Svara verður þeirri spurningu hvernig veiði- heimildum skuli úthlutað innan byggðarlaga og hvaða forsendur lagðar til grund- vallar við úthlutun til ein- stakra byggðarlaga því ekki viljum við að fólksfjöldi verði lagður þar til grund- vallar.Vestfirðingar ættu að taka frumkvæðið í efnislegri og vitrænni umfjöllun um lagfæringar á úthlutun veiði- heimilda innan núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis og sýna þannig að þeir leiði umræðuna í stað þess að vera leiddir. skroppinn maður sem ekki skynjar að meðal þjóðarinnar ríkir nú gríðarleg gremja út í það sem menn kalla “kvótann” . Gremjan er af mismunandi toga spunnin eftir því hvar menn búa eða eftir því hvort menn hafa atvinnu af fisk- veiðum og vinnslu. Á land- svæðum sem byggja allt sitt á veiðum og vinnslu er ríkjandi gremja yfir því að fá ekki að sækja sjó óheft af boðum og bönnum eins og menn hafa gert um aldir og svo óttinn við að þeir sem eiga skip og veiði- heimildir selji þær burt úr byggðarlaginu. Þessi gremja er skiljanleg í ljósi þess að viðkomandi eiga allt sitt undir því að áfram verði gert út frá sjálfsbjargar, kvótasala og veiðileyfagjald. Það kemur ekki fram í umræðunni að veiðileyfagjald verður ekki lagt á nema í formi leigu á kvóta eða aflaheimilda. Eigi að koma á veiðileyfagjaldi fara kvóti og gjaldtaka hönd í hönd. Samt leyfa sumir stjórnmálaflokkar sér að boða afnám kvótakerfis og upptöku veiðileyfagjalds. Er nema von að almenningur ruglist í rýminu þegar stjórn- málamenn komast upp með slíkan tvískinnung. Boðendur veiðileyfagjalds forðast einnig að nefna þá staðreynd að veiðileyfagjaldi verður ekki komið á nema að fella gengi íslensku krónunnar um leið. Sú gengisfelling yrði af stærðar- gráðu eins og gengisfellingar voru hér á árunum áður og voru eingöngu til þess fallnar að flytja kaupmátt frá launþegum og yfir til atvinnulífsins. Er það virkilega þetta sem launa- fólk er að biðja um ? Að sýna frumkvæði Mörgum er tamt að tala um réttlæti í sambandi við veiði- leyfagjald. Réttlætið á að felast í því að greitt sé fyrir heimild til að nýta takmarkaða auðlind. Gott og vel það eru viss hagfræðileg rök sem styðja slík sjónarmið. Í mínum huga er þó meira réttlætismál að tryggt sé að þær byggðir sem um aldir hafa grundvallað tilveru sína á sjósókn fái að gera það áfram án þess að greiða fyrir gjald í botnlausan ríkiskassa suður í Reykjavík. Ég er sáttur við aflamarkskerfið sem tæki til fiskveiðistjórnunar en ég er ekki sammála því hvernig veiðiheimildum innan kerfisins er úthlutað án tillits til þeirra sem í landi eru. Ég boðaði byggðakvóta fyrir síðustu kosningar þegar aðrir fram- bjóðendur voru enn að deila um hvaða fiskveiðistjórnunar- Gunnlaugur M. Sigmundsson. Mörgum er tamt að tala um réttlæti í sambandi við veiði- leyfagjald. Réttlætið á að felast í því að greitt sé fyrir heim- ild til að nýta tak- markaða auðlind Íshúsfélag Ísfirðinga Íshúsfélag Ísfirðinga hefur nú um tveggja ára skeið unnið að vinnslu neytendapakkninga sem fara m.a. á markaði í Frakklandi og þýskalandi. Um 10% þorsks og um 60% karfa fiskvinnslunnar að magni til, er unnið á þennan hátt og að sögn Bjarna Traustasonar, framleiðslustjóra, eru miklir framtíðarmöguleikar fólgnir í fullvinnslu sjávar- afurða. Bjarni segir að dýrasti hluti þorskflaksins, þ.e. hnakkinn, sé notaður í framleiðslu neytenda- pakkninga sem fari aðallega til sölu í verslanir í Frakklandi þar sem þessi vara sé mjög eftirsótt. Karfinn er aftur á móti seldur til Þýskalands og er þar um að ræða lausfryst roðrifin karfaflök sem fara í eins kílóa pakkningar beint til verslana þar- lendis. Einnig hefur verið unnið að þróun pakkninga með hjálp vélar sem pakkar í loftþéttar um- búðir og segist Bjarni vongóður um að sú vinna eigi eftir að skila sér. Einnig eru framleiddar neytendapakkningar fyrir Bandaríkjamarkað, þó í minna mæli sé, og er þar um að ræða vöru fyrir veitingahúsakeðjur. Hann Bjarni Traustason með karfaflök í neytendaumbúðum. segir að vöruþróunin sé unnin í samstarfi við þróunardeild Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna sem er söluaðili Íshús- félagsins en það selur vörur sínar undir vöru- merkjum Sölumiðstöðv- arinnar. Að sögn Bjarna virðist sem vöruþróunin sé sífellt að færast meira til fyrirtækjanna sjálfra og að varan sé þá þróuð út á markaðinn en áður hafi þetta verið fyrirspurnir frá markaðnum til söluaðila sem aftur beindi þeim til fyrirtækjanna. „Nú erum við meira í því að reyna að finna út ýmsa möguleika sem eru fyrir hendi hér sem við síðan reynum að koma á markað. Það eru mjög margar hugmyndir sem við höfum verið að skoða í því sambandi og kemur pakkning í loftþétt- ar umbúðir og íblöndun með sósum þar við sögu. Menn eru að nálgast viðskiptavininn meira með þessu móti og þar af leiðandi verður vöruvönd- un að vera mun meiri og gæðaeftirlit og meðhöndl- un skiptir orðið gífurlegu máli.“ Bjarni segir að ekki sé ætlunin hjá Íshúsfélaginu að selja undir sínu eigin vörumerki ennþá, og bendir á að þróun vöru frá grunni fylgi mikill kostn- aður m.a. við hönnun umbúða. Hann segir að áfram verði lögð áhersla á að vera í nánu samstarfi við þróunardeild SH en kröfurnar séu orðnar þess eðlis að framleiðendur verði að koma með hugmyndirnar, leggja þær fyrir og vinna vel úr þeim áður en varan er sett á markað. „Ef um aukningu í þorskveiðiheimildum verður að ræða, þá mun hún koma fram í fisk- vinnslunni í formi aukinnar vinnslu á neytendapakkn- ingum því eftirspurn eftir hefðbundnum afurðum er tiltölulega jöfn og ég held að hún komi ekki til með að aukast. Markaður fyrir fullunnar vörur er hins- vegar til staðar,“ sagði Bjarni Traustason að lokum. Sýnishorn af þorskhnökkum sem fara á Frakklandsmarkað.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.