Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.01.1997, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 29.01.1997, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 Þorrablót Bolvíkinga Þorrablótsnefndin tilbúin í slaginn. Kúrekadansinn stiginn. Suðræn sveifla í Macarena. Um 280 manns sóttu 52. þorrablót Bolvíkinga í Víkurbæ s.l. laugardagskvöld og var góður rómur gerður að skemmtiatriðum sem flutt voru af þorra- blótsnefndinni en hún var skipuð 11 konum undir formennsku Elínbetar Rögnvaldsdóttur. Athygli vakti hve margir karlar skrýddust hinum nýja hátíðarbúningi og í einu skemmtiatriðinu velti Rósa fatafella (Hildur Einarsdóttir) því fyrir sér; „af hverju strákarnir væru allir í matrósafötum?“ Skömmu áður en gestir mættu á þorrablótið skall á suðvestan hvassviðri með snjókomu og skafrenningi svo vart sá á milli húsa, þannig að óhætt er að segja að þorrinn hafi látið vita hressilega af sér. Þetta kom þó ekki að sök og skemmtu Bolvíkingar sér hið besta fram eftir nóttu við trog sín, fjöldasöng og dans. Eftir að dansleik lauk nutu gestir aðstoðar björgunarsveitarmanna við að komast til síns heima því séð var fram á að fólk gæti lent í erfiðleikum vegna veðurhamsins. Mittismálið á Magnúsi Hanssyni mælt. Benedikt Kristjánsson, Jósteinn Bachmann og Runólfur Pétursson - flottir í nýju hátíðarbúningunum. Táp og fjör og..... Sigurður Þorleifsson, Lárus Benediktsson og Guðmundur Óli Kristinsson. Hlíðar Kristjánsson, Elvar Stefánsson og fjallageitin Helgi Jónsson. Um 150 manns sóttu Sunnukórsballið sem haldið var í félagsheimilinu í Hnífsdal á laugardagskvöld. Þeir Samúel Einarsson, Hermann Hákonarson, Geir Sigurðsson, Jóhann Torfason, Jónas Gunnlaugsson og Edward Hoblyn, létu sitt ekki eftir liggja í fjöldasöngnum. Gestir á Sunnukórsballinu njóta þeirra léttu veitinga sem í boði voru. Snittur, pönnu- kökur, söngur og dans Hið árlega Sunnukórsball var haldið í félags- heimilinu í Hnífsdal á laugardagskvöld. Um 150 manns sóttu ballið að þessu sinni sem þótti takast hið besta. Skemmtunin hófst með fjöldasöng, þá nutu gestir léttra veitinga á borð við snittur og pönnukökur og Sunnukórinn söng nokkur lög. Flutt voru skemmtiatriði og síðan stiginn dans fram eftir nóttu. Sunnukórinn varð 63 ára þann 25. jan- úar og hefur Sunnukórsballið verið nær árlegur viðburður síðan. Gestir skörtuðu sínu fegursta og nutu ánægjulegrar kvöldstundar í dalnum við Djúp er ljósmyndari blaðsins kom þar við á laugardags- kvöld. Þeir Sigurlaugur Baldursson, Kristinn Haraldsson og Óskar Hálfdánarson voru á meðal gesta á Sunnukórsballinu. Þar voru einnig þau Magdalena Sigurðardóttir, Sigurður Jónsson og Ebeneser Þórarinsson. Sunnukórinn á Ísafirði söng nokkur lög undir stjórn Margrétar Geirsdóttur. Árlegur dansleikur Sunnukórsins

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.