Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.01.1997, Blaðsíða 1

Bæjarins besta - 29.01.1997, Blaðsíða 1
Framleiðir gæða- vöru í neytenda- pakkningar Átján milljónir boðnar í Reykjanesskóla Blaðsíða 6 Svipmyndir frá árlegu þorra- blóti Bolvíkinga Blaðsíða 7Blaðsíða 5 Guðbjörg með fullfermi af rækju Bæjarins besta Miðvikudagur 29. janúar 1997 • 4. tbl. • 14. árg. ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984 • Sími 456 4560 • Fax 456 4564 • Netfang: hprent@snerpa.is • Verð kr. 170 m/vsk Þorrinn hófst á föstudag Þorrinn hófst á föstu- dag og þar með tímabil þar sem fjölmargir landsmenn njóta þjóð- legra matvæla s.s. harðfisks, hákarls, sláturs, sviðasultu og súrmats, svo fátt eitt sé nefnt. Hið árlega þorrablót Bolvíkinga var haldið í félagsheimilinu í Bolung- arvík á laugardag og vistmenn á Bræðratungu, heimili fatlaðra á Ísafirði, blótuðu þorra á föstudag. Meðal þeirra sem nutu góðs matar og skemmt- unar að Bræðratungu, var Halldóra Guðmunds- dóttir frá Bolungarvík, sem hér sést taka hraustlega til matar síns. Sjá nánar frétt og myndir á bls. 4. Vöruval kaupir rekstur Björnsbúðar Verslunin áfram rek- in undir sama nafni Á föstudag var gengið frá kaupum Vöruvals hf., á rekstri verslunar Björns Guðmunds- sonar á Ísafirði, eða Björnsbúð eins og hún er kölluð í daglegu tali. Með kaupunum eru eig- endur Vöruvals að tryggja stöðu sína gagnvart aðalkeppi- nautinum, Samkaupum, sem hófu rekstur matvöruverslunar í húsnæði Kaupfélags Ísfirð- inga í desember síðastliðnum. Að sögn Benedikts Kristjáns- sonar, framkvæmdastjóra Vöruvals, er hann með kaup- unum að mæta aukinni sam- keppni, sérstaklega hvað varðar aukinn opnunartíma matvöru- verslana á svæðinu. Björnsbúð hefur verið í eigu sömu fjöl- skyldu í 103 ár, en verslunin var stofnuð árið 1894 af Birni Guðmundssyni, gullsmið á Ísafirði. ,,Við teljum að það sé hag- kvæmara fyrir okkur að mæta aukinni samkeppni, meðal annars hvað varðar opnunar- tíma, með því að fara með hluta af rekstri Vöruvals á Eyrina. Ég hef verið þeirrar skoðunar að það sé ekki nauðsynlegt að opnunartími verslana á Ísafirði fylgi opnunartíma verslana í Reykjavík en það hefur legið fyrir að ég yrði einhvern veginn að mæta þeirri samkeppni sem hér er til staðar og ég tel að kaupin á rekstri Björnsbúðar sé skynsamlegasta leiðin í því sambandi,” sagði Benedikt Kristjánsson í samtali við blaðið. Opnunartími hinnar nýju verslunar, sem að sögn Bene- dikts mun áfram bera nafnið Björnsbúð, verður frá kl. 9-21 mánudaga til föstudaga, frá kl. 9-18 á laugardögum og frá kl. 13-16 á sunnudögum. ,,Því er ekki að neita að við erum svolítið út úr hér á Skeiði. Mitt mat er það að ef ég færi úti í að auka opnunartímann þar, þyrfti ég að gera það í samráði við aðra verslunareigendur í húsinu en almenn skynsemi segir mér að það sé mjög kostnaðarsamt og að öllu leyti óhagkvæmara en kaupin á Björnsbúð.” Verslun Björns Guðmunds- sonar mun opna undir stjórn nýs eiganda á laugardag, 1. febrúar, en þann dag verður verslunin Vöruval á Ísafirði 10 ára. Verslunarstjóri Björns- búðar hefur verið ráðinn Finnur Magnússon, sem undanfarið ár hefur starfað hjá Bókaverslun Jónasar Tómassonar á Ísafirði. Sjá nánar frétt á bls. 2 og 3. Ísafjarðarflugvöllur Lengsti óveðurskafli í fimmtán mánuði Þrjár flugvélar Flugleiða lentu á Ísafjarðarflugvelli á mánudag eftir lengsta óveðurs- kafla sem hamlað hefur flugi í fimmtán mánuði eða síðan í október 1995 en ekkert flug var á vegum Flugleiða til og frá Ísafirði frá miðvikudegi í síðustu viku til mánudags. Að sögn Arnórs Jónatanssonar, umdæmisstjóra Flugleiða, biðu um 400 manns eftir flugi á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur fyrir helgi og afbókaði rúmlega helmingur þeirra pöntun sína er ljóst var að ekkert yrði af flugi á laugardag. ,,Í október 1995 var ófært í fimm daga samfellt og síðan þá hefur ekki verið ófært í jafn marga daga og nú, eða fjóra daga. Það biðu um 400 manns eftir flugi fyrir helgina, 200 héðan og 200 frá Reykjavík. Þegar ljóst var að ekki yrði flogið var mikið um afbókanir, sérstaklega í flugi til Reykja- víkur. Á mánudag fóru 55 manns með flugi til Reykjavík- ur og um 100 manns komu að sunnan, afpantanirnar hafa því verið nær 250. Flestir þeirra sem ætluðu suður, höfðu sett stefnuna á Sólarkaffi Ísfirðinga sem haldið var á laugardag,” sagði Arnór. Frá og með mánudeginum hófst voráætlun Flugleiða og samkvæmt henni eru tvær vélar á áætlun alla daga vikunnar, nema þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga, en þá daga flýgur félagið þrjár ferðir á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. Samkvæmt voráætluninni er mæting á Ísafjarðarflugvelli kl. 09:40 og kl. 17:30 í stað 10:30 og 15:30. Mæting í hádegis- vélina á þriðjudögum, mið- vikudögum og föstudögum er kl. 12:50. Guðbjörg ÍS-46, skip Sam- herja hf., á Akureyri kom til Ísafjarðar á laugardagskvöld með fullfermi úr fyrstu veiði- ferð ársins. Vegna óveðurs komst skipið ekki að bryggju fyrr en á sunnudag og hófst löndun úr því á mánudag. Heildarafli skipsins var 312 tonn af frystri rækju að verð- mæti um 44 milljónir króna. Allur afli skipsins fékkst djúpt út af Norðurlandi og hefur verið ákveðið að skipið haldi sig á heimamiðum í næstu veiðiferð. Um 157 tonn af afla Guðbjargarinnar, svonefnd iðnaðarrækja, fer til vinnslu hjá Bakka hf., í Hnífsdal og Bol- ungarvík, í skiptum fyrir rækju- kvóta á Flæmingjagrunni. Skipstjóri í veiðiferðinni var Guðbjartur Ásgeirsson. Forráðamenn Samherja, þeir Þorsteinn Már Baldvinsson og Þorsteinn Vilhelmsson fund- uðu með áhöfn Guðbjargar á mánudag þar sem áhöfninni var gerð grein fyrir þeim breyting- um sem orðið hafa á rekstrinum. Ísafjörður

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.