Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.01.1997, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 29.01.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 Útgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 Ísafjörður % 456 4560 o 456 4564 Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson Halldór Sveinbjörnsson Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson Blaðamaður: Magnús Hávarðarson Netfang: hprent@snerpa.is Stafræn útgáfa: http://www.snerpa.is/bb Bæjarins besta Stofnað 14. nóvember 1984 Bæjarins besta er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða.Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið. ?Spurning in Er Samherji bjargvættur- inn góði? Leiðari Fjölskylda ein á Ísafirði fékk heldur óskemmtilega heim- sókn árla morguns á þriðjudag í síðustu viku. Um klukkan 06:30 um morguninn vöknuðu húsráðendur við að sjö ára barn þeirra sagði mjög ölvaðan mann vera sofandi í rúmi sínu. Fóru húsráðendur, sem sváfu á neðri hæð hússins, þegar upp í herbergi barnsins, sem er á annari hæð og blasti þá við þeim öldauður maður í rúmi barnsins. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði, mun hinn óboðni gestur hafa komið inn um dyr á þvottahúsi sem húsráðendur hafði láðst að læsa. Ljós var þar innandyra og mun það hafa ýtt undir heimsókn mannsins. Maðurinn mun hafa ráfað um húsið og síðan haldið upp á aðra hæð og inn í barnaher- bergið. Þar mun hann hafa dott- ið um leikföng og við hávaðan mun barnið þá hafa vaknað skelfingu lostið. Þar sem húsráðendum tókst ekki að vekja hinn óboðna gest var lög- regla kölluð til. Náði hún að vekja manninn og fékk hann að sofa úr sér í fangageymslum lögreglunnar. Er hann vaknaði óskaði hann eftir að fá að hitta húsráðendur og bað afsökunar á framferði sínu. Lögreglan hefur lagt fram kæru á hendur manninum. Að sögn lögreglunnar hafa heimsóknir sem þessar verið tíðar undanfarin misseri og vill hún því hvetja húsráðendur til að læsa híbýlum sínum að næturlagi, sem og að læsa bifreiðum sínum. ,,Við búum ekki lengur í sveitasamfélagi og því verða allir að hafa varann á sér,” sagði lögreglu- maður í samtali við blaðið. Óboðinn gestur í barnarúminu Ísafjörður Blað brotið í ísfirskri verslunarsögu Björnsbúð skiptir um eigendur eftir 103 ár í höndum sömu fjölskyldu Finnur Magnússon, nýráð- inn verslunarstjóri Björns- búðar. Benedikt Kristjánsson, kaup- maður í Vöruvali. Gengið hefur verið frá kaupum Vöruvals hf., á rekstri matvöru- verslunar Björns Guðmundssonar á Ísafirði, eða Björnsbúð eins og hún er kölluð í daglegu tali. Nýr eigandi mun taka við rekstr- inum laugardaginn 1. febrúar nk., en þann dag fagnar Vöruval á Ísafirði, 10 ára afmæli sínu. Með kaupum Vöruvals á rekstri Björnsbúðar hefur verið brotið blað í ísfirskri verslunarsögu, en Björnsbúð hefur um 103 ára skeið verið í eigu sömu fjölskyldu. Eftir kaupin á Björnsbúð, en verslunin mun áfram vera rekin undir því nafni, reka eigendur Vöruvals fjórar verslanir á norðanverðum Vestfjörðum, þ.e. tvær á Ísafirði, eina í Hnífsdal og eina í Bolungarvík. Að sögn Benedikts Kristjánssonar, kaupmanns í Vöruvali, eru kaupin á Björnsbúð hugsuð sem ákveðinn mótleikur í aukinni samkeppni á svæðinu, sérstaklega hvað varðar aukinn opnunartíma matvöruverslana. ég kaupin á rekstri Björnsbúðar skynsamlegustu leiðina í þessu sambandi. Við leigjum hús- næðið við Silfurgötu og mun- um opna þar á laugardag, á 10 ára afmæli Vöruvals á Ísafirði. Verslun Vöruvals í Bolung- arvík er í daglegu tali nefnd Einarsbúð, líkt og var er hún var í eigu Einars Guðfinnssonar hf., og því sé ég enga ástæðu til að breyta nafni Björnsbúðar. Þessar verslanir eru fastir punktar í tilverunni og verða vonandi áfram.” Benedikt vildi í samtali við blaðið, ekki gefa upp kaup- verðið á rekstri Björnsbúðar. ,,Við kaupum lager, innrétt- ingar og tæki verslunarinnar og leigjum húsnæðið en kaup- verðið er ekki gefið upp,” sagði Benedikt. Verslunarstjóri Björnsbúðar hefur verið ráðinn Finnur Magnússon, sem undan- farin tvö ár hefur starfað hjá Bókaverslun Jónasar Tómas- sonar á Ísafirði. Finnur hefur stundað verslunarstörf og versl- bandi,” sagði Benedikt Krist- jánsson. Að sögn Benedikts mun opn- unartími Björnsbúðar verða frá kl. 9-21 frá mánudegi til föstudags, frá kl. 9-18 á laugar- dögum og frá kl. 13-16 á sunnu- dögum. ,,Því er ekki að neita að við erum svolítið út úr hér í firðinum. Mitt mat er það að það sé kostnaðarsamara að auka opnunartímann þar auk þess sem ég þyrfti að ákveða hann í samráði við aðra versl- unareigendur í húsinu. Því tel ,,Við teljum að það sé hagkvæmara fyrir okkur að mæta aukinni samkeppni með því að fara með hluta af rekstri Vöruvals á Eyrina. Ég hef verið þeirrar skoðunar að það sé ekki nauðsynlegt að opnunartími verslana á Ísafirði fylgi opnun- artíma verslana í Reykjavík, en það hefur legið fyrir að ég þyrfti á einhvern hátt að mæta þeirri samkeppni sem er hér til staðar og tel ég að kaupin á rekstri Björnsbúðar sé skyn- samlegasta leiðin í því sam- unarrekstur um áratuga skeið og hóf sinn feril í Verslun Björns Guðmundssonar árið 1962, þá 14 ára gamall. Allt er breytingum háð Í frétt frá eigendum Versl- unar Björns Guðmundssonar, varðandi kaup Vöruvals á rekstri verslunarinnar segir m.a.: ,,Á laugardaginn kemur, 1. febrúar, verður brotið blað í ísfirskri verslunarsögu er Björnsbúð skiptir um eigendur, eftir rúmlega 100 ár í höndum sömu fjölskyldu. Verslun Björns Guðmundssonar, Björnsbúð, var stofnuð árið 1894 af Birni Guðmundssyni, gullsmið. Fyrsta áratuginn rak hann verslunina að heimili sínu Fyrir þremur árum var spurt: Tilheyrir Sveinbjörn Jónsson, trillukarl, þjóðinni eða ríkinu? Tilefnið var grein eftir þingmann, sem hélt því fram að þjóðin og ríkið þyrftu ekki að vera það sama og að þjóðareign á fiskimiðunum færi mjög vel saman við leikreglur kvótakerfisins. ,,Með því er tilteknum aðilum að sjálfsögðu úthlutað réttindum sem fá verð í viðskiptum og ýmsir hafa séð ofsjónum yfir,” sagði þingmaðurinn. Sami Sveinbjörn, einn kunnasti trillukarl landsins, storkaði stjórnvöldum á eftirminnilegan hátt sumarið 1995. Ásamt félögum sínum gerði hann uppreisn gegn kvótakerfinu, réri á banndegi og dró sinn steinbít. Kerfiskarlarnir undu þessu ekki og kærðu Sveinbjörn. Þeir höfðu ekki erindi sem erfiði. Trillukarlinn frá Suðureyri knésetti þá. ,,Það er skemmst frá því að segja að ég var sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins sem þýðir raunverulega að við vorum ekki að brjóta lög á þeim, heldur voru þeir búnir að brjóta lög á okkur í mörg ár,” sagði þessi galvaski Súgfirðingur í skorinorðu viðtali við BB í síðustu viku. ,,Ef kvótakerfið verður ekki afnumið, þá mun það hrynja og því get ég lofað,” sagði Sveinbjörn ennfremur. Hann kvað kvótakerfið sjúkdóm, sem lýsti sér eins og krabbamein. Með kvótakerfinu var ætlunin að útrýma öllum smábátum. Það hefur ekki tekist enn. Vertíðarbátum hefur aftur á móti verið komið fyrir kattarnef. Afleiðingar þess þekkjum við. Sveinbjörn Jónsson horfir ekki björtum augum til framtíðar frá sjónarhorni Vestfirðings: ,,Ef hugsanagangur stjórnvalda í efnahagsmálum og fiskveiðistjórnun breytist ekki, þá eiga Vestfirðingar ekki séns.” Sveinbjörn er ,,Þá eiga Vestfirðingar ekki séns” kannski ekki meiri spámaður en gerist og gengur. Hinu verður ekki framhjá gengið, að maðurinn gjörþekkir kvótakerfið. Þess vegna ber að taka orð hans alvarlega. Ummæli Sveinbjörns um afnám línutvöföldunar afhjúpa eðli kvótakerfisins: ,,Ég segi ekki að afnám tvöföldunarinnar hafi verið rothögg (á línuútgerðina) en það að hún skuli hafa leitt til svo mikils framboðs línubáta strax og búið var að verðgilda þetta sem eign, segir mér að hvati útgerðarinnar hafi ekki verið hagkvæm útgerð, heldur væntingar um eignarhluta í veiðirétti.” Þarna hittir Sveinbjörn naglann beint á höfuðið. Síbylja stjórnvalda og sægreifa um hagræðingu í útgerðinni snýst í raun og veru um eignarhluta í kvóta. Að áþreifanlegu dæmi þar um þurfum við hvorki að leita langt né lengi. Sveinbjörn Jónsson segir Vestfirðinga litna hornauga vegna afstöðu þeirra í kvótamálinu, sem geti orðið mál málanna í pólitíkinni. Og honum líst engan veginn á að þar gerist menn hagsmunamenn hinna stóru og verji ránsfeng. ,,Kvótakerfið hefur alltaf verið kosningamál á Vestfjörðum og ef það er að gerast á landsvísu sem Vestfirðingar hafa verið með í hausnum alla tíð, þá geta jafnvel hinir ágætustu menn fallið í valinn,” voru lokaorð Sveinbjörns í BB viðtalinu, sem er þungt lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn þeirri gífurlegu og siðlausu eignartilfærslu, sem á sér stað í þjóðfélaginu í skjóli kvótakerfisins. s.h. Aðalbjörn Jóakims- son, framkvæmda- stjóri Bakka hf.: „Við vorum að leita okkur að rækju eftir að við misstum Skutul úr viðskiptum, en eins og kunnugt er þá ákváðu bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar og verkalýðsfélagið Baldur að ganga til liðs við Olíu- félagið hf., og setja Togara- útgerðina inn í nýtt Básafell. Þar með misstum við ákveð- na hráefnisöflun, en náðum þarna góðum samningum við Samherjamenn um kaup á rækju af Guðbjörginni sem við vinnum hér. Við munum einnig fá rækju úr næstu veiðiferð Guðbjargar þannig að mér finnst þetta sýna, þrátt fyrir umræðuna um að Ísfirðingar væru að missa spón úr aski sínum, að þá kemur þessi rækja núna til vinnslu hér á svæðinu sem hún gerði ekki áður.“ Tæp 160 tonn af afla Guðbjargar ÍS úr síðustu veiðiferð, fara til vinnslu hjá Bakka hf. í Hnífsdal og Bolungarvík. Guðbjörg ÍS er nú í eigu Samherja hf. á Akureyri og óttuðust margir að eftir sameiningu Hrannar hf. og Samherja hf, myndi skipið ekki verða gert út frá ísafirði lengur. Annað virðist komið á daginn og að auki mun vestfirskt verkafólk nú fá að njóta hluta aflans.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.