Bæjarins besta - 29.01.1997, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 11
Fiskirannsóknir á Vestfjarðamiðum
Talsvert af fiski á litlu svæði
BB hafði samband við
Pál Reynisson fiskifræðing
um borð í rannsóknar-
skipinu Bjarna Sæmunds-
syni en skipið hefur verið
við fiskirannsóknir á
Vestfjarðamiðum að und-
anförnu. Páll sagði að
rannsóknirnar hefðu
gengið hægt vegna
veðurs en þeir hefðu orðið
við merkingar þorsks og
höfðu 500-600 þorskar
verið merktir þegar talað
var við hann s.l. miðviku-
dag. Ekki hafði orðið vart
við loðnu en eitthvað var
þó um loðnuseiði. Hafís
gerði mönnum erfitt fyrir
við rannsóknirnar og
sagði Páll að fiskurinn
héldi sig mest við ísrönd-
varir við talsvert af fiski á
tiltölulega litlu svæði út af
Barðinu sem er nánar til
tekið austan við Halann.
Einnig höfðu sést góðar
lóðningar á mælum en
tilgangur ferðarinnar er
m.a. að gera tilraunir með
bergmálsmælingar á
þorski. Páll sagði að
einnig hefði verið unnið
ina. Fiskur sem fengist
hafði var að mestu leyti
magur 4-5 ára þorskur og
að sögn Páls voru þeir að
fá 500-600 kíló eftir 15
mínútna tog. Lítið var um
skip á miðunum en
Stakfellið, frá Þórshöfn,
hafði nýverið híft fjögur
tonn eftir 3-4 tíma.
Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson.
Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar
Útnefning fer fram 4. febrúar
Nú hefur verið ákveðið að
útnefning íþróttamanns Ísa-
fjarðarbæjar fari fram í Félags-
heimilinu í Hnífsdal þriðju-
daginn 4. febrúar kl. 20:30.
Upphaflega var ætlunin að
tengja útnefninguna opnun á
nýju íþróttahúsi á Þingeyri en
vígsla þess mun að öllum
líkindum ekki fara fram fyrr
en í mars n.k. Valnefndin hefur
nú til umfjöllunar tilnefningar
íþróttafélaganna sem eru átta
talsins. Í valnefndinni eru fjórir
fulltrúar, einn frá HVÍ, einn
frá ÍBÍ, einn frá Fræðslunefnd
Ísafjarðarbæjar og svo for-
maður nefndarinnar sem er
Þorsteinn Jóhannesson, forseti
bæjarstjórnar.
Vestfirðir
Þorrinn án hákarls
Nú er þorrinn genginn í garð
og tími þorrablótanna hafinn.
Fólk er farið að draga að sér
ýmislegt sem tilheyrir þessum
árstíma svo sem hrútspunga,
harðfisk og súrmeti af mörgu
tagi. Nú hefur brugðið svo við
að engan hákarl er að fá
nokkursstaðar en margir geta
ekki hugsað sér þorrablót án
hans. Óskar Friðbjarnarson í
Hnífsdal hefur verið sá maður
sem hvað flestir hafa treyst á
þegar að hákarlinum kemur en
hann mun vera búinn með það
sem hann átti. Ástæðan mun
meðal annars vera sú að 5 tonn
af hákarl sem Óskar keypti af
togara s.l. sumar og hefur verið
með í verkun síðan, reyndist
skemmdur þegar til átti að taka.
Að sögn Óskars kemur þetta
upp af og til en það kemur
ekki í ljós fyrr en hákarlinn
hefur verið verkaður hvort hann
er skemmdur eða ekki. Í þessu
tilviki reyndist hákarlinn hafa
súrnað vegna þess að hann var
látinn liggja óvarinn í sólinni
um borð í togaranum á sínum
tíma. Vestfirðingar verða því
að öllum líkindum að bíta í
það súra epli að vera án hákarls
á þorranum að þessu sinni en
vonandi ganga fyrirhugaðar
tilraunahákarlaveiðar Óskars í
vor það vel, að hákarlsskortur
eigi ekki eftir að gera vart við
sig í bráð. Þetta fyrirhugaða
framtak hans er lofsvert í ljósi
þess að hákarl er eina tegundin
ásamt marhnút sem ekki hefur
verið settur kvóti á.....enn.
Í síðasta blaði var greint frá
nýrri vefsíðu á Internetinu þar
sem hýstar eru upplýsingar um
flug til og frá Ísafirði, veðurspá
og flug til og frá Keflavíkur-
flugvelli. Nú hefur verið bætt á
síðuna tengingu inn á upplýs-
ingasíðu Vegagerðar ríkisins
þar sem hægt er að nálgast
fréttir af færð á vegum um land
allt. Gestir síðunnar smella
einfaldlega á þann hluta Ís-
landskorts sem þeir vilja fá
fréttir af og fá þá allar helstu
upplýsingar um t.d. veður,
færð, umferð o.fl. Síðan er
uppfærð með reglulegu milli-
bili eftir því sem upplýsingar
Vefsíða
Ísafjarðarflugvallar
Upplýsingar um
færð á vegum
berast en vegagerðin er með
sjálfvirkar veðurathuganir á
Breiðadalsheiði, Hálfdán,
Kleifaheiði, Steingrímsfjarðar-
heiði og í Gilsfirði. Slóð
upplýsingasíðu Ísafjarðar-
flugvallar er: http://www.
ismakk.is/flugleidir
Upplýsingasíða Vegagerðar
ríkisins fyrir Vestfirði.
Sorphirða á Þingeyri
Tvö tilboð bárust
Tvö tilboð bárust í sorphirðu á Þingeyri en útboð vegna
verksins var auglýst fyrir stuttu.
Tilboðsgjafar voru Gámaþjónusta Vestfjarða, sem bauð
kr. 2.648.340.- og Gámaþjónusta Hafþórs, sem bauð kr.
3.504.460. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að
gengið verði til samninga við Gámaþjónustu Vestfjarða.
Uppkaupahús í Hnífsdal
Sex hús vænt-
anlega rifin
Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt erindi
bæjarstjórans, Kristjáns Þórs Júlíussonar, um að leyfi fáist
til að rífa eða fjarlægja á annan hátt sex fasteignir sem
staðsettar eru á snjóflóðahættusvæði í Hnífsdal.
Um er að ræða fasteignirnar að Strandgötu 17, 19 og 19a,
Heimabæjarstíg 1 og Heimabæ 2 og 3. Umræddar eignir eru
í eigu Ísafjarðarbæjar. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar mun taka
afstöðu til erindisins á morgun, fimmtudag. ,, Ef heimild
fæst, verður tekin ákvörðun um hvernig og hvenær hún
verður nýtt. Því get ég ekki sagt til um á þessari stundu,
hvenær verður farið út í að fjarlægja húseignirnar,” sagði
Kristján Þór í samtali við blaðið.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvað verður um aðrar
eignir bæjarins sem eru á snjóflóðahættusvæði í Hnífsdal s.s.
við Smárateig og Fitjateig. ,,Það væri óskandi að hægt væri
að nýta eignirnar en það er ljóst að þessi hús verða ekki notuð
til heilsársnota,” sagði Kristján Þór.
Atvinna
Starfsfólk óskast til almennra verslunar-
starfa í Björnsbúð.
1. Vinnutími frá kl. 09:00 - 15:00.
2. Vinnutími frá kl. 15:00 - 21:00.
Nánari upplýsingar gefur Benedikt í síma
456 4211, í Vöruvali.
Vöruval hf.
Starfsmaður óskast
Vegna breytinga á starfsemi Ölgerðarinnar
Egils Skallagrímssonar ehf., á norðanverðum
Vestfjörðum, leitar fyrirtækið eftir svæðisstjóra
á þessu sölusvæði.
Leitað er eftir manni sem hefði yfirumsjón
með allri starfsemi fyrirtækisins á svæðinu,
þ.m.t. sölu, dreifingu og innheimtumálum.
Umsóknir sendist til Ölgerðarinnar Egils
Skallagrímssonar ehf., Grjóthálsi 7-11,
Pósthólf 10140, 130 Reykjavík, merkt
Vestfirðir fyrir þriðjudaginn 4. febrúar 1997.
Farið er með allar umsóknir sem trúnaðar-
mál, og þeim verður öllum svarað.
Ekki eru veittar upplýsingar í síma.
ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON
GRJÓTHÁLSI 7-11 - 130 REYKJAVÍK
Síðari umræða um frumvarp að fjárhagsáætlun Ísafjarðar-
bæjar ásamt breytingum verður lögð fyrir bæjarstjórn
Ísafjarðarbæjar á morgun, fimmtudag og standa vonir til að
hún verði samþykkt á fundinum.
Heildarskatttekjur bæjarfélagsins eru samkvæmt áætl-
uninni, 718 milljónir króna og er gert ráð fyrir tekjuafgangi
upp á 145 milljónir króna. Fjárfestingar á vegum
bæjarfélagsins eru áætlaðar um 217 milljónir króna og vegur
þar hæst bygging nýs leikskóla fyrir sveitarfélagið.
Heildartekjur áætl-
aðar 718 milljónir
Ísafjarðarbær