Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.01.1997, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 29.01.1997, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Ísafirði skrifar Breytt umferðarlög - létt bifhjól og torfærutæki Nokkrum ákvæðum umferð- arlaga var breytt með lögum nr. 138 18. desember 1996, sem voru birt í stjórnartíðindum 30. desember 1996 og tóku þá gildi. Þau ákvæði sem snerta flesta ökumenn eru eftirfarandi: Varðandi létt bifhjól. Í fyrsta lagi má sá sem hefur réttindi til að stjórna bifreið einnig stjórna léttu bifhjóli. En sú breyting var gerð á 55. gr. umferðarlaganna að nú veitir rétturinn til að stjórna bifreið sama rétt og bifhjólapróf gerði áður varðandi stjórn létts bifhjóls eða skellinöðru, eins það er nefnt í daglegu tali. Ákvæði 3. málsgreinar 55. gr. umferðarlaganna hljóðar nú svo eftir breytinguna: ,,Enginn má stjórna léttu bifhjóli, nema hann hafi gilt ökuskírteini til þess eða til að mega stjórna bifreið eða bif- hjóli. Ökuskírteini til að mega stjórna léttu bifhjóli má eigi veita þeim, sem er yngri en 15 ára, enda hafi hann áður fengið tilskylda ökukennslu.” Létt bifhjól er skilgreint svo eftir breytinguna: ,,Bifhjól sem búið er brunahreyfli sem ekki er yfir 50 rúmsentimetrar að slagrúmmáli eða búið raf- hreyfli og er eigi hannað til hraðri aksturs en 45 km á klst.” Varðandi torfærutæki Sú breyting hefur orðið að ekki er lengur nægilegt að hafa rétt til að stjórna torfærutæki eða öðru vélknúnu ökutæki. Ákvæði 4. málsgreinar 55. ,,Enginn má stjórna torfærutæki nema hann hafi gilt ökuskírteini til að mega stjórna bifreið eða bifhjóli.” Ólafur Helgi Kjartansson. gr. umferðarlaganna hljóðar nú svo eftir breytinguna: ,,Enginn má stjórna torfæru- tæki nema hann hafi gilt ökuskírteini til að mega stjórna bifreið eða bifhjóli.” Samkvæmt þessu er ljóst að enginn yngri en 17 ára hefur rétt til þess að aka vélsleða eða snjósleða, fjórhjóli eða annars konar torfærutæki (tví- eða þríhjóli sem ekki eru ætluð flutninga á vegum). Auk þess er skilyrði að viðkomandi hafi það sem almennt er kallað bílpróf eða mótorhjólapróf. Það er ekki lengur um að ræða sérstakt próf á torfærutæki og ekki dugar próf á dráttarvél. Ítrekað skal að sá sem ætlar að aka snjósleða verður að hafa gilt ökuskírteini, sem veitir rétt til að aka bíl eða mótorhjóli. Ákvæðum um hámark öku- hraða bifreiða með eftirvagn eða tengitæki hefur verið breytt. Nú eru 3. og 4. máls- grein 38. gr. umferðarlaganna svohljóðandi: ,,Ökuhraði bifreiðar með eftirvagn eða skráð tengitæki má aldrei vera meira en 80 km á klst. Ökuhraði bifreiðar með eftirvagn, sem er án hemla og meira en 750 kg að heildar- þyngd, eða óskráð tengitæki má aldrei vera meiri en 60 km á klst.” Einnig hefur ákvæði 4. málsgreinar 57. gr. umferðar- laganna verið breytt á þann veg að nú getur æfingaakstur á bifreið eða bifhjól, hvort heldur er með ökukennara eða leið- beinanda, hafizt við 16 ára aldur eða 6 mánuðum fyrr en áður gilti. Ef breytingar þessar eru teknar saman í stuttu máli mega þeir sem hafa ökuskírteini til að aka bíl einnig aka léttu bifhjóli, eingöngu þeir sem hafa ökuskírteini til aksturs bíls eða mótorhjóls mega aka torfærutæki, ökuhraði bifreiðar með eftirvagn eða skráð öku- tæki hækkar um 10 km, í 80 km á klukkustund, og sé eftir- vagn án hemla og meira en 750 kg eða tengitæki óskráð er hámarkshraði 60 km. Að lokum er tvennt sem rétt er að minna á, ótrúlega margir á Ísafirði leggja upp á gangstétt, jafnvel öfugu megin við akst- ursstefnu, að ógleymdum þeim sem leggja undir gangbraut- armerkjum, og við gatnamót Seljalandsvegar, Urðarvegar, Hlíðarvegar og Bæjarbrekku á Ísafirði gleymist æði mörgum að stöðva við stöðvunarskyldu- merkið. Röðin rennur af stað á eftir fyrsta bíl. Það er ekki rétt. Hver ökumaður verður að stöðva bíl sinn við stöðvunar- skyldu. Á þessum gatnamótum gildir ekki hægri regla, ein- ungis stöðvunarskylda á þrem- ur stöðum. Ökumenn eru beðn- ir um að taka þessa athugsemd til greina. Loks skal minnt á gildi bílbelta. Of margir aka án þeirra og jafnvel smábörn eru laus í bílum. Slíkt á ekki að sjást. Minnt skal á orð Valdi- mars Lúðvíks Gíslasonar sem missti bíl sinn út af á Óshlíð 23. janúar síðst liðinn: ,,Bíl- beltin og guð björguðu mér.” -Ólafur Helgi Kjartansson. Ísafjörður Netkaffi opnað á næstunni Mikael Rodriguez mun á næstunni opna aðstöðu til ýmis konar tómstundastarfsemi að Mánagötu 6 á Ísafirði. Mikael sagði í samtali við blaðið að í boði verði ýmis afþreying sem aðallega væri ætluð unglingum, t.d. verði hann með fimm fullkomnar tölvur sem verða nettengdar innbyrðis ásamt því að vera tengdar Veraldarvefnum. Í tövunum, sem verða af fullkomn- ustu gerð, gefst kostur á að spila alla nýjustu og vinsælustu tölvuleikina en það krefst þess að tölvurnar séu búnar stóru vinnsluminni, þrívíddarkortum, hljóð- kortum, útvarpskortum o.s.frv. Mikael hyggst reka sjoppu samhliða þessari starfsemi og kaffi verður á boðstólum fyrir t.d. foreldra sem koma að fylgjast með börnum sínum. Ýmislegt annað verður á boðstólum svo sem billjard, pílukast o.fl. Hljómflutningstæki verða á staðnum og getur fólk komið með tónlistina sína og fengið hana spilaða. Reykingar og meðferð áfengis verður stranglega bönnuð á þessum nýja stað og segist Mikael ætla að ganga hart eftir að því banni verði framfylgt. Hann er með margar hugmyndir um reksturinn og hefur t.d. hug á að efna til námskeiða og samkeppna af ýmsu tagi. Ætlunin er að staðurinn, sem ekki hefur hlotið nafn enn, verði opinn frá 15-23 daglega og formleg opnun verði 1. febrúar n.k. Mikael Rodriguez. LEIKSKÓLINN SKÓLASKJÓL Okkur vantar starfskraft sem fyrst í 50% stöðu við stuðning eftir hádegi á leikskólanum Skólaskjól. Allar upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 456 3716. EYRARSKJÓL Starfskrafta vantar á leikskólann Eyrarskjól. Um er að ræða tvær stöður eftir hádegi. Upplýsingar í síma 456 3685. Svandís, leikskólastjóri. FÉLAGSSTARF ALDRAÐRA Sólarkaffi verður á Hlíf, fimmtudaginn 30. janúar kl. 15:00. Kaffiveitingar, skemmtun og dans. Allir eldri borgarar í Ísafjarðarbæ eru velkomnir. ÍSAFJARÐARBÆR Ísafjarðarkirkja Kirkjuskóli barnanna er á laugardag klukkan ellefu. Sérstök kirkjurúta leggur af stað úr Holtahverfi klukkan korter fyrir ellefu. Í kirkjuskólanum er föndrað og litað, sagðar sögur, sungið, hlýtt á brúðuleikhús og fleira gert til fróðleiks og uppbyggingar. Á sunnudaginn 2. febrúar klukkan ellefu verður guðsþjónusta í Ísafjarðarkirkju. Sóknarprestur messar. Predikun fjallar um lestur Guðs orðs og vöxt trúarinnar. Á mánudag milli tíu og tólf er mömmu- morgnar í safnaðarheimilinu. Þetta eru samverur fyrir foreldra með ung börn. Þriðjudagskvöldið 4. febrúar klukkan 20:30 er biblíulestur í kirkjunni. Ísafjarðarsókn. Atvinna Ritari óskast til starfa á lögfræðiskrifstofu mína í hálft starf (eftir hádegi). Um er að ræða fjölbreytt starf og viðkom- andi þarf að geta unnið sjálfstætt. Góð tölvu- og ritvinnslukunnátta er æskileg. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf eigi síðar en um miðjan mars nk. Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður. Tryggvi Guðmundsson hdl., Hafnarstræti 1, Ísafirði. Sími 456 3244.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.