Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.01.1997, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 29.01.1997, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 Grunnvíkingar Þorrablótið verður haldið í Félagsheimilinu Hnífsdal, laugardaginn 8. febrúar kl. 20:00. Húsið opnar kl. 19:30. Sætaferðir frá Bolungarvík og Ísafirði. Rúta fer úr Holtahverfi kl. 19:00 og ekur hefðbundna strætóleið. Miðapantanir hjá Ólöfu V. í síma 456 3697, Kristjáni Fr. í síma 456 3769, Stein- þóri St. í síma 456 3549 og Ingibjörgu V. í síma 456 7551, fyrir fimmtudagskvöldið 6. febrúar. Grunnvíkingar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Nefndin. T I L S Ö L U <<< Árholt 11, Ísafirði Fjarðargata 42, Þingeyri Aðalbraut 32, Drangsnesi Tilboð óskast í eftirtaldar eignir: 10747 Árholt 11, Ísafirði. Steinsteypt einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr. Stærð íbúðar 143,3m². Stærð bílskúrs 54m². Brunabótamat er kr. 14.989.000,- og fasteignamat er kr. 8.015.000,-. Húsið verður til sýnis í samráði við Guðmund Rafn Kristjánsson hjá Vegagerðinni á Ísafirði í síma 456 3911. 10748 Fjarðargata 42, Þingeyri. Áhalda- og geymsluhús. Stærð 128m². Brunabótamat er kr. 5.386.000,- og fasteignamat er kr. 671.000,-. Húsið verður til sýnis í samráði við Guðmund Rafn Kristjánsson hjá Vegagerðinni á Ísafirði í síma 456 3911. 10749 Aðalbraut 32, Drangsnesi. Áhalda- og verkstæðishús. Stærð 83,3m². Brunabótamat er kr. 3.124.000,- og fasteignamat er kr. 548.000,-. Húsið verður til sýnis í samráði við Jón H. Elíasson hjá Vegagerðinni á Hólmavík í síma 451 3104. Nánari upplýsingar um ofangreindar eignir eru gefnar hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, og hjá ofangreindum aðilum. Tilboðseyðublöð liggja frammi á sömu stöðum. Tilboð skulu berast Ríkiskaupum fyrir kl. 14:00 þann 18. febrúar 1997 þar sem þau verða opnuð í viðurvist bjóðenda er þess óska. Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins í Reykjavík Veðrið setti strik í mætinguna Sólarkaffi Ísfirðingafélags- ins í Reykjavík, hið 52. í röð- inni var haldið að Hótel Íslandi á laugardagskvöld. Um 430 manns sóttu skemmtunina að þessu sinni og hafa aldrei færri verið á hátíðinni frá því núver- andi stjórn félagsins tók við völdum. Að sögn Guðfinns R. Kjartanssonar, stjórnarmanns í Ísfirðingafélaginu, setti veðr- ið mikið strik í reikninginn, þar sem von var á vel á annað hundrað manns frá Ísafirði auk þess sem fjölmargir eldri Ísfirðingar, búsettir á Reykja- víkursvæðinu, létu ekki sjá sig í ár. Flestir gestanna voru í yngri kantinum og mættu fjölmargir sem aldrei áður hafa sést á Sólarkaffinu. Dagskráin hófst með sam- kvæmistónlist sem leikin var af Vilberg Viggóssyni. Þá flutti formaður félagsins, Einar S. Einarsson, setningarávarp og gestir sungu saman ,,Í faðmi fjallra blárra.” Þá flutti Gunnar Halldórsson, hátíðarræðu í forföllum föður síns, Halldórs Hermannssonar, sem ekki komst til hátíðarinnar vegna óveðurs hér vestra. Sagði Gunnar við upphaf ræðunnar að aldrei áður hefði hann séð skrifaða ræðu frá föður sínum og víst væri að flutningur hennar myndi taka mun lengri tíma í flutningi, hefði faðir hans verið sjálfur mættur á staðinn. Að lokinni hátíðarræðu Gunn- ars voru flutt hin ýmsu skemmtiatriði, þar sem meðal annars komu fram þau Guðrún Jónsdóttir, óperusöngkona og Reynir Guðmundsson, söngv- ari. Þá söng Ísfirðingakórinn nokkur lög, dregið var í happ- drætti og heiðursgestir kvölds- ins voru kynntir en það voru þau hjón, Marías Þ. Guð- mundsson og Málfríður Finns- dóttir. Samkvæmt upplýsingum blaðsins, bað Guðjón Þor- steinsson, liðsstjóri Körfu- knattleiksfélags Ísafjarðar um orðið á samkomunni og lét þar falla nokkra létta brandara um nágranna Ísfirðinga í Bolungar- vík. Vöktu brandarar Guðjóns kátínu á meðal flestra gesta en ekki allra. Mun formaður félagsins, Einar S. Einarsson hafa séð sig knúinn til að fara upp á svið til að biðja viðstadda afsökunar á orðum þessa ,,ó- boðna gests” fyrir hönd Ísfirð- ingafélagsins. Samkvæmt upp- lýsingum blaðsins, munu brandarar Guðjóns hafa farið fyrir brjóstið á einum nánasta samstarfsmanni Einars S., sem er formaður Bolvíkingafél- agsins í Reykjavík. Að lokum var stiginn dans. Önundur Jónsson, hjá lögreglunni á Ísafirði hafði samband við blaðið og vildi koma á framfæri, að í vond- um veðrum, eins og var í síðustu viku, ættu ökumenn að hafa í huga að tæki vegagerðarinnar þyrftu að komast um til að moka. „Menn verða að átta sig á að umferðarreglur gilda jafnt í góðu veðri og slæmu og ættu þess vegna ekki að leggja bílum sínum þar sem þeim dettur í hug t.d. á Skutulsfjarðarbrautinni og víðar. Menn virðast fara með bílana heiman frá sér og leggja þeim bara ein- hversstaðar svo þeir lokist ekki inni. Þegar Vegagerð- artækin fara síðan af stað til að moka, þá komast þau ekkert áfram fyrir þessum bílum sem er ólöglega lagt á vegköntum hingað og þangað. Oft eru ekki nema örfáir metrar í næsta lög- lega stæði en menn virðast ekki hafa hugsun á að leggja þar. Eftir óveðrið í lok síð- ustu viku þurftum við að fara í heilmikla rassíu til að ná bílum í burtu til að hægt væri að moka. Þetta virðist vera viðvarandi vandamál og þess vegna bið ég ökumenn að neyða ekki lögreglu og vegagerð út í þær aðgerðir að þurfa draga bíla í burtu með kranabíl. Það leysir t.d. engan vanda að leggja bílum þétt meðfram Skutulsfjarðar- brautinni því bílarnir safna að sér snjó þannig að hún verður ófær fyrir vikið. Ég get bent íbúum Holtahverf- is á að þegar ekki er kominn meiri snjór en nú er þá er hægðarleikur fyrir þá að leggja t.d. á stæði sem er niður við Brautarholtið.“ Ísafjörður Kvartað undan bíl- eigendum Laugardaginn 18. janúar s.l. lagði djúpbáturinn Fagranes í fyrsta skipti að nýrri ferju- bryggju á Arngerðareyri í Ísafjarðardjúpi og tók þar um borð m.a. vörubíl og traktor. Bryggjan hefur ekki verið tekin formlega í notkun og var aðeins um prufu að ræða. Það líður þó að því að hún verði tekin í notkun og á verktakinn, Eiríkur og Einar Valur sf., aðeins eftir að leggja lokahönd á verkið. Reynir Ingason, framkvæmda- stjóri Djúpbátsins, sagði að bryggjan hefði reynst vel og að aðeins þyrfti að gera smá lagfæringar á henni til að allt yrði eins og best væri á kosið. Nú eru hafnar framkvæmdir við ferjubryggju á Ísafirði og hefur verið unnið að því m.a. að viða að efni. Fyrirhugaðri dýpkun á svæði því sem bryggj- þær framkvæmdir innan eigi langs tíma. an verður á seinkaði vegna bilunar í dýpkunarskipi en búist er við að hægt verði að hefja Framkvæmdum við ferjubryggju að ljúka Ísafjarðardjúp Djúpbáturinn Fagranes.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.