Gisp! - 01.10.1999, Síða 22

Gisp! - 01.10.1999, Síða 22
Annar hluti verkefnisins er 200 síðna bók, „Gare du Nord“, sem kom út við opnun „Cap au Nord“ í Angouléme. Hún er á ensku með sögum eftir rúmlega þrjátíu höfunda. Þar eiga Bjarni Hinriksson og Þorri Hringsson sögur. Markmið NordiComics er að kynna norrænar myndasögur, gera höfundum kleyft að kynnast innbyrðis, auka samvinnu Norðurlandanna á sviði myndasagna, styrkja útgáfuna þar og skapa mótvægi við þýddar myndasögur.Til þess hafa samtökin m.a. hlotið styrk frá Norræna menningarsjóðnum. Fyrir þá sem eitthvað þekkja til myndasagna á Norðurlöndum endur- speglar „Cap au Nord“ þann vöxt sem einkennt hefur myndasögugerð þar síðustu 10 ár. Fyrir hinn breiða hóp sem lítið hefur þekkt til þessa tjáningarforms er sýningin vonandi kærkomin byrjun og hvatning til frekari lesturs. Fyrir utan frumteikningar úr nýlegum sögum voru höfundarnir beðnir að minnast aldarafmælis Binna og Pinna (Katzenjammer Kids á frum- málinu, Knold ogTot á dönsku). Flestir gerðu það og hangir afrakstur- inn uppi. Áður en höfundarnir á sýningunni eru kynntir birtist hér inngangur sem Rolf Classon, ritstjóri „Gare du Nord“, skrifaði í þá bók. Þótt hann sé með mun fleiri höfunda í huga en verk sjást eftir á sýningunni eða í nýjasta tölublaði Gisp! eiga þau vel við. „Ég taldi lengi vel að norrænar myndasögur væru líkar i gerð og stíl, og að þær hefðu ekki byggt mikið á klámi eða ofbeldi til að öðlast vinsældir, ólíkt því sem oft gerist annars staðar í Evróþu. Við á Norðulöndunum, hugsaði ég með mér, höfum skaþað okkar eigin myndasögu sem einkennist af ádeilu, fyndni og hversdagsraunsæi. Eftir að hafa skoðað allt efnið sem barst vegna þessa safnrits sé ég að mér skjátlaðist. I byrjun völdu ritstjórar í hverju landi sögur sem samtals töldu 600 síður og í mörgum þeirra var klám og ofbeldi.Við urðum að halda okkur við 200 síður og þar með var nær ómögulegt að útbúa safnrit sem gæfi dæmigerða mynd af norrænum myndasögum. Við fundum engan sérstakan samnorrænan þráð og gæði sagnanna varð eini mælikvarðinn. Ef ég leyfi mér samt að einfalda má segja að frá Dönum hafi komið hasarsögur með klámfengnu ivafi, Norðmenn hafi sent heimsþekilegar grín- sögur, Finnarnir óljós og brjálæðisleg anarkistaævintýri og Svíarnir fáránlega háðsádeilu af alþýðutoga. Nei, norrænar myndasögur fylgja engri sérstakri stefnu, en ný kynslóð frum- legra og líflegra höfunda er samankomin hér á Norðurlestarstöðinni og eftir lestinni suður á bóginn." Bjarni Hinríksson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Gisp!

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gisp!
https://timarit.is/publication/1525

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.