Gisp! - 01.10.1999, Qupperneq 22
Annar hluti verkefnisins er 200 síðna bók, „Gare du Nord“, sem
kom út við opnun „Cap au Nord“ í Angouléme. Hún er á ensku með
sögum eftir rúmlega þrjátíu höfunda. Þar eiga Bjarni Hinriksson og
Þorri Hringsson sögur.
Markmið NordiComics er að kynna norrænar myndasögur, gera
höfundum kleyft að kynnast innbyrðis, auka samvinnu Norðurlandanna
á sviði myndasagna, styrkja útgáfuna þar og skapa mótvægi við þýddar
myndasögur.Til þess hafa samtökin m.a. hlotið styrk frá Norræna
menningarsjóðnum.
Fyrir þá sem eitthvað þekkja til myndasagna á Norðurlöndum endur-
speglar „Cap au Nord“ þann vöxt sem einkennt hefur myndasögugerð
þar síðustu 10 ár. Fyrir hinn breiða hóp sem lítið hefur þekkt til þessa
tjáningarforms er sýningin vonandi kærkomin byrjun og hvatning til
frekari lesturs.
Fyrir utan frumteikningar úr nýlegum sögum voru höfundarnir beðnir
að minnast aldarafmælis Binna og Pinna (Katzenjammer Kids á frum-
málinu, Knold ogTot á dönsku). Flestir gerðu það og hangir afrakstur-
inn uppi.
Áður en höfundarnir á sýningunni eru kynntir birtist hér inngangur
sem Rolf Classon, ritstjóri „Gare du Nord“, skrifaði í þá bók. Þótt hann
sé með mun fleiri höfunda í huga en verk sjást eftir á sýningunni eða í
nýjasta tölublaði Gisp! eiga þau vel við.
„Ég taldi lengi vel að norrænar myndasögur væru líkar i gerð og stíl, og að
þær hefðu ekki byggt mikið á klámi eða ofbeldi til að öðlast vinsældir, ólíkt
því sem oft gerist annars staðar í Evróþu. Við á Norðulöndunum, hugsaði ég
með mér, höfum skaþað okkar eigin myndasögu sem einkennist af ádeilu,
fyndni og hversdagsraunsæi.
Eftir að hafa skoðað allt efnið sem barst vegna þessa safnrits sé ég að mér
skjátlaðist. I byrjun völdu ritstjórar í hverju landi sögur sem samtals töldu
600 síður og í mörgum þeirra var klám og ofbeldi.Við urðum að halda
okkur við 200 síður og þar með var nær ómögulegt að útbúa safnrit sem
gæfi dæmigerða mynd af norrænum myndasögum. Við fundum engan
sérstakan samnorrænan þráð og gæði sagnanna varð eini mælikvarðinn.
Ef ég leyfi mér samt að einfalda má segja að frá Dönum hafi komið
hasarsögur með klámfengnu ivafi, Norðmenn hafi sent heimsþekilegar grín-
sögur, Finnarnir óljós og brjálæðisleg anarkistaævintýri og Svíarnir fáránlega
háðsádeilu af alþýðutoga.
Nei, norrænar myndasögur fylgja engri sérstakri stefnu, en ný kynslóð frum-
legra og líflegra höfunda er samankomin hér á Norðurlestarstöðinni og
eftir lestinni suður á bóginn."
Bjarni Hinríksson