Gisp! - 01.10.1999, Page 29
Finnland
PENTTI OTSAMO
Fæddur 1967.
Pentti lærði grafíska hönnun og vinnur við hana ásamt því að gera myndasögur.Fyrstu sögurnar eftir
hann birtust árið 1981. Stílsvið hans er breitt - allt frá raunsæissögum til mjög stílfærðra skopsagna -
og oft hafa sögurnar á sér blæ fáránleikans.Yfirleitt eru sögur hans gamansamar.
Arið 1995 kom út bók með nokkrum sögum eftir Pentti en hingað til hefur hann ekki gert lengri
sögur.Auk stakra sagna hefur hann teiknað ræmur í dagblöð og 1996 teiknaði hann röð frímerkja
sem gefin voru út í tilefni 100 ára afmælis myndasögunnar.
Bækur: „Pölykapseli“ 1995.
Erlend útgáfa: sögur í tímaritinu Drawn & Quarterly (Kanada).
Verk á sýningunni: „Binni og Pinni“ ; „lllusion Rides on a Street Car“ ; „The Happiness of
Rigor“ ; „Metamorphosis“.
KATI KOVÁCS
Fædd 1963.
Kati Kovács er þekkt fyrir persónulegar sögur með súrrealistísku ívafi
þar sem bjartsýni og lostafullur fáránleiki liggja eins og rauðir þræðir.
Hún hefur búið í Róm síðan 1986 og á rætur að rekja til Finnlands og
Ungverjalands.
Sögur eftir Kati hafa birst í finnsku tímaritunum Naarassarjat og
Suuri Kurpitsa og tvær bækur eftir hana hafa komið út. Önnur þeirra,
„Vihreá rapsodia", fjallar um uppvaxtarár iítillar stúlku í Ungverjalandi.
Bækur: „Vihreá rapsodia" 1994 og „Karu selli“ 1996
Erlend útgáfa: Svíþjóð- „Karucell", Noregur- „Grön Rapsodi", „Karu
Cell“ ; Italía- styttri sögur íTease Sera, Frigidaire og Nuovo ; Frakkland-
sögur í Lapin.
Verk á sýningunni: „Karu selli“ (síður 16, 24 og 41) ; „Binni og Pinni“.
TIMO MÁKELÁ (höfundarnafn Timppa)
Fæddur 1951.
Timo er lærður grafískur hönnuður og hefur m.a. myndskreytt bækur, hannað bókakápur og vegg-
spjöld og teiknað skopmyndir. Myndasögur hans eru þrungnar tilfinningu sem Ijær þeim Ijóðrænan
kraft. Stíll og frásögn minna á Svisslendinginn Cosey og Frakkann Crespin. Nú teiknar hann í dag-
blöð.
Síðustu tíu ár hefurTimo verið hvað afkastamestur finnskra myndasöguhöfunda. I dagblaðinu
Kansan Uutiset birtast framhaldssögur sem byggja á samtímastjórnmálum og hann hefur gert margar
sögur fyrir börn og unglinga.Af tímaritum sem birt hafa sögur eftir hann má nefna Amok, Laaki,
Punaniska og llta-Sanomat.
Verk á sýningunni: „Binni og Pinni“ ; „Kalliokadun Blues“ ; „Lady in Black“ ; „Ancient
Memory".
L