Gisp! - 01.10.1999, Page 30
SARI LUHTANEN TIINA PAJU
Fædd 1961. Fædd 1959.
Sari ogTiina hafa í sameiningu gert margar myndasögur, eins og „Elávát Kuvat“ og „Supperwoman",
en þekktastar eru þær fyrir „Maisa & Kaarina“ sem birst hefur í kvennablaðinu Anna frá 1987.
Stílfærðar og fyndnar teikningarTiinu eiga vel við háðska kímni Sari. Þær hafa hlotið nokkur helstu
myndasöguverðlaun í Finnlandi fyrir „Maisa & Kaarina".
Sari vinnur sjálfstætt sem ritstjóri, þýðandi og handritshöfundur. Hún hefur unnið með mörgum
teiknurum, þám. Pentti Nuortimo, Jussi Karjalainen, Johanna Rojola og Pentti Otsamo. Sögurnar
semur Sari með viðkomandi teiknara eða útgefanda í huga - sumar eru fjölskyldusögur, aðrar
hryllingssögur - en alltaf eru þær gamansamar.
Auk myndasagnanna fæst Paju við að myndskreyta.
Bækur: nokkrar „Maisa & Kaarina", 3 aðrar.
Verk á sýningunni: „Maisa & Kaarina“ (3 síður) ; „Binni og Pinni“.
PETER MADSEN
Fæddur 1958.
Peter Madsen hóf myndasöguferil sinn 16 ára en sló í gegn 1979 með sögunum um „Valhalla", sem
eru íslenskum lesendur góðkunnar undir heitinu „Goðheimar". I þeirri sagnaröð sækir hann kveikju
sína í norræna goðafræði og fer um hana frjálslegum og gamansömum höndum. Peter teiknar
sögurnar sem nokkrir handritshöfundar skrifa í sameiningu.
„Goðheimar" er vinsælasta danska myndasagan sem hingað til hefur komið út. Hún hefur verið
þýdd á nær tíu tungumál og eftir sögunum hefur verið gerð teiknimynd.
Árið 1995 kom út langt myndasöguverk byggt á sögu Jesú frá Nasaret. Þar eru teikningar Peters
mjög frábrugnar Goðheimastílnum, frásögnin lágstemmd og einföld. Peter getur brugðið fyrir sig
fjölmörgum stílbrigðum í myndasögum. Eftir Peter liggur einnig ferðabók sem hann skrifaði og teik-
naði eftir heimsókn til Grænlands.
Bækur:
„Valhalla", uþb. 10 bækur (þýddar á ma. íslensku, norsku, sænsku, hollensku, frönsku, þýsku og indó-
nesísku).
„Menneskesonnen" 1995 (kom út samtímis á dönsku, sænsku og frönsku).
Verk á sýningunni: „Binni og Pinni“ ; „Valhalla 9“ (síður 13, 25, 3) ; „Jesus of Nazareth“
(síður 107, 121).