Gisp! - 01.10.1999, Síða 31
SUSSI BECH
Fædd 1958.
Sussi Bech er svar Dana við Hergé. Líkt og höfundurTinna teiknar hún í tæra línu-stílnum og leiðir
lesendur um framandi lönd en kvenpersónurnar eru öllu fyrirferðarmeiri hjá henni og þær þurfa oft
að eiga við samvisku sína þegar þær standa frammi fyrir erfiðu vali.
Fyrsta bók Sussi, ,,Zainab“, byggir á „Þúsund og einni nótt“. 1986 hóf hún gerð bókaraðar um
„Nofret" sem segir frá ævintýrum samnefndar stúlku í Egyptalandi um þrettán öldum fyrir
Kristsburð, á tímum Tutankamons. Þær sögur hafa náð miklum vinsældum og verið þýddar á önnur
tungumál. Af öðrum verkum Sussi má nefna glæpasöguna „Alda Nur“ sem gerist í Egyptalandi á
þriðja áratug þessarar aldar.
Verk á sýningunni: „Nofret“ (síður 24, 34, 35, 37, 39).
PETER SNEJBJERG
Fæddur 1963.
Peter Snejbjerg er einn þeirra dönsku teiknara sem náð hafa að festa sig í sessi á bandaríska mynda-
sögumarkaðnum. Stíleinkenni hans eru áhrifamikil notkun skugga með grönnum útlínum og vel
útfærð síðuhönnun, að ógleymdri góðri teikningu. Þetta prýðir góðar hryllingssögur enda finnst
Peter skemmtilegast að teikna þær.
Peter vakti fyrst athygli árið 1990 með 200 síðna fantasíu/vísindaskáldsögu, „Hypernauten". Eftir
hina metnaðarfullu bók „Den skjulte protokoll“ teiknaði hann Tarsansögur fyrir Semic og komst
þannig í samband við bandaríska útgefendur.
Bækur:
-„Hypernauten" 1990
-„Den skjulte protokoll" 1991
Erlend útgáfa: ma. sögur í blöðunum „Tarzan“ (Malibu Comics), „The Children Crusade“, „Books of
Magic“ (DC) og „The Dreaming“(DC).
Verk á sýningunni: 2 síður ( 36, 37) ; „Book of Magic“ (siður 5, 6).
TEDDY KRISTIANSEN
Fæddur 1964.
Á síðustu árum hefurTeddy Kristiansen náð að skjóta sér upp á bandaríska stjörnuhimininn.Teddy
er sjálflærður ef undan er skilið hálft ár í myndlistaskóla. Hann hóf feril sinn í teiknimyndum en árið
1990 teiknaði hann fyrstu Superman-söguna sem gerð hefur verið utan Bandaríkjanna, eftir handriti
Niels Sondergaard. Því fylgdu Tarsansögur fyrir Malibu og tilnefning til bandarísku Eisner-verðlaun-
anna. Síðan hefur hann unnið fyrir Dark Horse en mest þó fyrir DC.
Teddy er undir áhrifum frá evrópsku nýbylgjunni sem endurnýjaði tæru línuna á níunda áratugnum.
Aðra áhrifavalda má einnig greina, td. Egon Schiele, pönkið og Frank Miller.
Erlend útgáfa: ma. sögur í blöðunum „Tarzan“ (Malibu Comics), „Sandman Mystery Theatre"
(DC) og „House of Secrets" (DC).
Verk á sýningunni: 3 síður ( 19, 31,63).
Bjarni Hinriksson