Gisp! - 01.10.1999, Side 139

Gisp! - 01.10.1999, Side 139
r Island Myndasögur skipa merkilega lítinn sess í íslensku menningarlífi. Ekkert stóru forlaganna gefur nú sem stendur út íslenskar myndasögur. Þær örfáu bækur sem birtast gefa höfundarnir út sjálfir, þær fá litla dreifingu og er veitt lítil athygli. Ekki eru til neinir sjóðir sem styrkja útgáfu myndasagna. Bandarísk hasarblöð tóku að berast til íslands í kringum seinni heimstyrjöldina og sum þeirra hafa verið þýdd. Þekktustu fransk-belgísku myndasögurnar hafa einnig verið á boðstólum í danskri þýðingu og Tinni, Ástríkur, Lukku-Láki, Blástakkur og aðrar myndasögubækur hafa kom- ið út á íslensku síðan upp úr 1970. Helstu útgáfufyrirtæki eru Fjölvi og Iðunn. Vaka-Helgafell gefur út Andrés önd og hefur sú útgáfa þróast svipað og í Danmörku. Ef örfá tilvik eru undanskilin hafa myndasögur handa fullorðnum ekki komið út á íslensku. Nokkrir íslenskir höfundar hafa gert mynda- sögur í dagblöð og tímarit, en áhrif þeirra virð- ast hafa verið lítil og fáar sagnanna lifað lengi. Þó má nefna Siggu Viggu og Neðanmáls. Sýningin sem sett verður upp í anddyri Norræna hússins ætti að auka þekkingu okkar á þessum þætti í ísl- enskri myndasagnagerð. Nútíma myndasagnagerð hófst á íslandi um 1980 og hefur aðallega verið bundin við Band- orm og Gisp!,tvö tímarit sem höfundarnir rit- stýra sjálfir. Bandormur er eldra og meira „neðanjarðar“-rit í eðli sínu. Það kom út nokk- uð oft árin 1980-90 en um svipað leyti og Gisp! hóf göngu sina árið 1990 fór að bera minna á því.Takmarkið með Gisp! er að efla útgáfu myndasagna og gefa út efni eftir eins marga höfunda og kostur er.Auk þess að gefa út tíma- ritið.fram að þessu sjö tölublöð, hefur hópurinn staðið fýrir mörgum sýningum og fyrirlestrum. Allir í hópnum eru útskrifaðir úr myndlistaskól- um og taka einnig þátt í öðru liststarfi. Meðal hinna virkari í hópnum eru Bjarni Hinriksson, Halldór Baldursson, Jóhann Torfason og Þorri Hringsson. Það er kaldhæðnislegt að Gisp! hefur verið betur tekið á söfnum en hjá útgefendum. Á síðustu árum hefur nýtt blað yngri höfunda birst í bókabúðum og kallast það Blek. Efni íslenskra myndasagna er að mestu leyti borgarbúinn í nútímasamfélagi. Einnig er vinsælt að sækja efni í íslenskar þjóðsögur og fornbók- menntir, svo sem sjá má í verkum Búa Kristjáns- sonar og Jóns Helgasonar. Noregur I Noregi eru myndasögublöð aðalefni á mynda- sagnamarkaðinum, líkt og í Svíþjóð. Myndasagna- bækur eru torseldari og þetta virðist ekkert vera að breytast. Rótgrónir myndasagnaútgef- endur virðast hafa lítinn áhuga á að gefa út bækur og þess vegna færist í vöxt að mynda- sagnabækur koma út hjá forlögum sem helst sinna hefðbundinni bókaútgáfu, eða hjá smáum forlögum. Stuttræmur í dagblöðum virðast vera athvarf fyrir sífellt fleiri höfunda. Serieforlaget/Hjemmet, í eigu Egmonts, er helsti útgefandi myndasagna í Noregi að ein- takafjölda, einkum vegna Disney-sagna. Þetta forlag gefur einnig út Ástrík en fátt annað. Það gefur ekkert út af norsku efni. Flestir titlar koma út hjá Semic, sem að þessu leyti hefur verið mikilvægasti myndasagnaútgef- andi í Noregi. Semic hefur líka gefið út nokkrar bækur norskra höfunda. Á seinni árum hefur forlagið samt sem áður dregið stórlega úr út- gáfu sem gefið hefur blöðunum tilefni til að skrifa um “dauða myndasagnanna”. Þetta eru auðvitað ýkjur og Billy (Beetle Bailey) og Fantomet (Skuggi) seljast enn vel. Enn fremur hefur útgáfu- rétthafi fyrir Skugga, sem situr í Stokkhólmi, marga norræna listamenn á sínum vegum. Meiri kraftur er í Bladkompaniet sem hefur um margra ára skeið verið helsti útgefandi að norsku efni í blaðinu Pyton (sem einnig kemur út í sænskum og finnskum útgáfum), Pyton er nokkuð gamansamt blað sem ætlað er að höfða til ungra lesenda. Aðrar vinsælar myndasögur, sem Bladkompaniet gefur út, eru Tommy & Tigern (Calvin and Hobbes), Larson og Ernie,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Gisp!

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gisp!
https://timarit.is/publication/1525

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.