Gisp! - 01.10.1999, Síða 140
allar eftir bandaríska höfunda en einnig með
nokkru norsku efni. Bladkompaniet gefur einnig
út nokkrar norskar bækur.
Norsk Barneblad er tímarit fyrir börn, ýmist
með myndasögum eða myndskreyttum sögum.
Myndasögurnar verða æ ríkari þáttur í blaðinu,
einn listamaðurinn er Inka Lill.
No Comprendo Press er lítið fyrirtæki sem
tveir áhugasamir Oslóbúar reka. Eins og Pyton
er flaggskipið þeirra, Fidus, aðallega teiknað af
norskum listamönnum en ætlað þroskaðri les-
endum. Fidus er að auki ekki eins sveigt að
markaðnum heldur gefur listamönnunum frjáls-
ari hendur. Fyrirtækið gefur einnig út bækur og
stök verk eftir listamenn eins og kaldranalega
skopteiknarann Christopher Nielsen og frum-
lega bókmenntaslátrarann Steffen Kverneland.
Yngsta kynslóð norskra myndasagnahöfunda
birtir verk sín helst í útgáfum áhugamanna
(fanzines) og eru margar þeirra prentaðar hjá
tímaritinu Gateavisa.
Flestir norskir myndasagnahöfundar eru fél-
agar í Grafill, samtökum myndskreyta og graf-
ískra hönnuða.
Frá því 1990 hefur norska menntamálaráðið
úthlutað styrkjum bæði til gerðar myndasagna-
bóka og styttri myndasagna.
Finnland
Finnland er ef til vill það land þar sem minnst
hefur gætt heimskreppunnar í myndasögum.
Mest selda myndasagan er Aku Ankka (Andrés
önd) sem selst í hvorki meira né minna en
270.000 eintökum. Það er ekki aðeins að al-
þjóðlegar sögur seljist vel, heldur njóta innlendir
listamenn góðs af bjartsýni og dirfsku útgefenda.
Sennilega hafa aldrei komið út eins margar
myndasögubækur finnskra listamanna og eftir
1990.
Finnskar myndasögur hafa örugglega aldrei
verið eins fjölbreyttar og nú. Hefðbundin ævin-
týri og gamansögur eru auðvitað ennþá til en
margbreytni í efni og stíl hefur vaxið gríðarlega.
Upplög þessara nýju framúrstefnusagna eru yfir-
leitt ekki mjög stór en áhrif þeirra því meiri í
fjölmiðlum og menningarumræðu.
Til að gefa hugmynd um fjölbreytnina má
nefna raunsæjar sögur Kari Leppánen, fantasíu-
skrapmyndir Matti Hegelbergs og ofurvirkar
kvenhetjur í spunakenndum sögum Kati Kovács.
Tarmo Koivisto hefur skráð félagslegar, fjárhags-
legar og pólitískar sviptingar í tuttugu ár í sögu
sinni um litla finnska þorpið Mámmilá. Kivi
Larmola gerir heilar bækur út frá persónulegum
athugunum sínum og athugasemdum.
Virtir smáútgefendur, Suuri Kurpitsa, Like og
Jalava, gefa út nýjar og framúrstefnulegar finnsk-
ar myndasögur í bókum ætlaðar þroskuðum
lesendum. Like og Jalava eru að auka útgáfu sína
á bandarískum myndasögum en halda samt
áfram að gefa út margar evrópskar myndasögur.
ÚtgáfurisarnirTammi og Otava beina einstöku
sinnum athygli sinni að ungu kynslóðinni en gefa
aðallega út hefðbundnara efni. Mest seldi höf-
undur og teiknari á vegum Otava, Mauri Kunnas,
semur bæði barnasögur og myndasögur.
Finnski myndasagnamarkaðurinn skiptist aðal-
lega á milli Helsinki Media og Semic. Helsinki
Media gefur út Aku Ankka, sem áður var nefnt,
auk margra annarra sagna, aðallega Disney-
sögur frá Egmont þótt forlagið sé ekki dóttur-
fyrirtæki Egmonts. Mest seldu bækur hjá keppi-
nautnum Semic, í eigu Bonniers, eru ýmar
bandarískar ofurhetjusögur, Muumin
(Múmínálfarnir, aðallega eftir norræna listamenn)
og Mustanaamio (Skuggi). Af þeim bókum, sem
Semic gefur út, seljast best Lassi ja Leevi (Calvin
and Hobbes) en Helsinki media gefur út Lukku-
Láka og Ástrik.
Finnska samtökin Laaki-sarjat hafa lengi séð
um dreifingu myndasagna til finnskra blaða og
einnig gefið út nokkrar safnbækur. Finnsk dag-
blöð eru eins og norsk dagblöð vinsælt athvarf
innlendra myndasagnahöfunda.
Það vekur athygli að margir finnskir mynda-
sagnahöfundar eru konur. Kvenhöfundar gáfu út
eigið tímarit, Naarasarjat (Kven-myndasögur)
árin 1992-94. A þeim stutta tíma birtu um það
bil 50 konur myndasögur sínar í tímaritinu,
bestu sögurnar hafa síðan birst í öðrum tíma-
ritum og bókum.