Fréttablaðið - 19.02.2021, Side 8

Fréttablaðið - 19.02.2021, Side 8
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Íslenska ríkið er að fjármagna sig á hærri kjörum innanlands en Serbía, ríki með sinn eigin gjaldmiðil en lægra lánshæfis- mat. Ungfrú Reykjavík er að verða fullorðin. Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Í vikunni höfum við á vettvangi borgarstjórnar fjallað um framtíðarborgina, grænu, heilsueflandi borgina sem er sannarlega fyrir okkur öll. Því þó að rann- sóknir sýni að félagsleg tengsl séu sá þáttur sem skiptir mestu máli fyrir líðan okkar þá skapar hið manngerða umhverfi rammann utan um lífið og getur annað hvort stutt við heilsusamlegar venjur eða ekki. Hið manngerða umhverfi hefur líka sannarlega áhrif á það hvort við sem samfélag náum þeim markmiðum sem við þurfum að ná til að sporna við hamfarahlýnun og mengun sem eru fylgifiskar okkar mannfólksins. Við samþykktum endurskoðað aðalskipulag til 2040 og sökktum okkur ofan í forhönnun Borgarlínu sem mun þræða sig í gegnum stærstu, núverandi og fram- tíðar, hverfi höfuðborgarsvæðisins og fram hjá stærstu vinnustöðum. Framtíðin færist nær og við höfum nú tækifæri til að skilja betur hvernig höfuðborgin okkar kemur til með að taka utan um íbúa sína og gesti í fram- tíðinni. Það er ekki stefnan að vera bara smart, nútímaleg og skemmtileg því borg sem hefur bara það að markmiði nær því ekki. Nútímaborgir verða að tryggja að þær séu aðgengilegar og hannaðar fyrir fólk sem hefur mismun- andi þarfir, uppruna, aldur og svo framvegis. Nútíma- borg stuðlar að félagslegum tengslum og félagslegum fjölbreytileika því það er best fyrir okkur. Þess vegna leggjum við í Samfylkingunni í Reykjavík alla áherslu á að borgin okkar verði sannarlega fyrir okkur öll. Nútímavæðing borgarinnar er á f leygiferð. Áherslan er á sjálf bærni, félagslega blöndun innan hverfa, aðgengi að daglegri verslun og þjónustu í göngufæri og nálægð við græn svæði og náttúru. Hverfi borgarinnar eru alltaf að verða mannvænni og fjölbreyttari og borgarbúar hafa áhrif á hvernig þau þróast með margvíslegum hætti. Borgir eru lykilaðilar í að tryggja að ríki jarðarinnar nái þeim loftslagsmarkmiðum sem þau setja sér og Ísland er þar engin undantekning. Á næstu 20 árum munum við borgarbúar sjá stórkostlegar breytingar á borginni okkar þar sem viðfangsefnið er að stuðla að heilsu, öryggi og bættum lífsgæðum okkar allra um ókomna tíð. Ungfrú Reykjavík er að verða fullorðin. Frú Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfull- trúi Sam- fylkingarinnar og formaður Velferðarráðs Hvaða Franklín? Guðmundur Franklín er mun líklegri til þess að birtast í Silfrinu en bókmenntaþætti Egils Helgasonar. Leiðsögu- maðurinn Páll Ásgeir Ásgeirsson kom því af fjöllum þegar hann rakst á nafnið í lok Kiljunnar á miðvikudagskvöld þar sem því var eignaður „lestur“ á kreditlistanum. „Ég er næstum viss um að þetta er vitlaust,“ skrifaði Páll Ásgeir á Facebook og Þórarinn Eldjárn velti þá upp spurningunni um hvort átt væri við Benjamín Franklín áður en Egill sjálfur skarst í leikinn. „Já, eitthvað hefur skolast til. En við Kristján Franklín vorum saman í barnaskóla og æfðum saman borðtennis, svo hann fyrirgefur mér. Enda búinn að vera lesari í Kiljunni frá upphafi.“ Freudískir fingur Textarýni, tákn, vísanir og þversagnir eru kjarni góðrar bókmenntaumræðu þannig að eðlilega verða til alls konar hugrenningatengsl þegar Kiljan skiptir út leikara fyrir stofnanda Frjálslynda lýðræðisflokksins. Guðmundur Franklín hefur í gegnum tíðina barmað sér yfir áhugaleysi RÚV á framboðs- brölti hans og ekki útilokað að hann sé einhverjum í Efsta- leiti svo ofarlega í huga vegna komandi kosningabaráttu að Freudískur fingraskjálfti valdi því að á lyklaborðum þar breytist Kristján í Guðmund. toti@frettabladid.is mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 .................................................... Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is MUNDU EFTIR GÖMLU GÓÐU AFMÆLISKRINGLUNNI - fyrir 25-30 manns PREN TU N .IS Þessa vöru þarf að sérpanta. S. 561 1433 Netfang: bjornsbakari@bjornsbakari.is Endurreisn ferðaþjónustunnar helst í hendur við hversu hratt tekst til við bólusetningu þjóðarinnar. Þar er mikið undir og væntingar um að atvinnugreinin – sem er haldið á lífi með opinberum stuðningsaðgerðum og lánafrystingum bankastofnana – myndi rísa upp á nýjan leik í sumar og skapa gjaldeyri fyrir þjóðarbúið fara nú þverrandi. Það gæti reynst mörgum fyrirtækjum, sem eru að verða súrefnislaus, banabiti og um leið mun það óneitanlega hafa áhrif á ríkisfjármálin en í forsendum fjárlaga þessa árs er gert ráð fyrir um 900 þúsund ferða- mönnum. Hæpið er að sú spá muni ganga eftir. Það þýðir að atvinnuleysið, sem mælist nú um 11 prósent og kostar ríkissjóð liðlega 100 milljarða á ári, er ekki að fara að ganga niður svo neinu nemi á næstunni. Stjórnvöld hafa gegnt lykilhlutverki við að milda áhrifin af kórónakreppunni. Dregið hefur verið úr taumhaldi í ríkisfjármálum og opinber útgjöld aukist í því skyni að örva innlenda eftirspurn og einkaneyslu. Fáir efast um að slíkt hafi verið efnahagsleg nauðsyn – þó ávallt sé um það deilt hversu langt eigi að ganga. Herkostnaðurinn af þeim úrræðum, ásamt hinu mikla tekjutapi sem ríkissjóður hefur orðið fyrir í þessari dýpstu kreppu lýðveldissögunnar, birtist okkur hins vegar meðal annars í þeirri staðreynd að hreinar skuldir ríkisins hafa hækkað um 240 milljarða undanfarna tólf mánuði. Nú þegar ljóst er að faraldurinn virðist vera að dragast á langinn er hætta á því að hallarekstur ríkisins, sem er áætlaður um 300 milljarðar í ár, verði enn meiri með tilheyrandi auknum vaxtakostnaði. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa verið skýr í því að ekki eigi að draga til baka stuðninginn of snemma á meðan áhrifa farsóttarinnar gætir. Sú afstaða er skynsöm og í samræmi við sjónarmið AGS. Það hefur verið okkar gæfa – og gert okkur kleift að fást við þessar hamfarir – að fara inn í þessa kreppu með skuldléttan ríkissjóð og stóran gjaldeyrisforða. Hröð skuldasöfnun – þær hækka úr 30% í 60% til ársins 2025 – kallar hins vegar á mikla lánsfjárþörf ríkisins sem hefur þær afleið- ingar að þrýsta upp vöxtum á skuldabréfamarkaði. Til að sporna gegn þeirri þróun boðaði Seðlabankinn kaup á ríkisbréfum, fyrir allt að 150 milljarða, en nærri ári síðar hefur bankinn, sem virðist óttast áhrif aukins peningamagns á verðbólguna, kosið að vera á hliðar- línunni. Niðurstaðan er sú að langtímavextir hafa ekki verið hærri frá því í árslok 2019 – þegar vextir Seðla- bankans voru 3% - og íslenska ríkið er því að fjármagna sig á hærri kjörum innanlands en meðal annars Serbía, ríki með sinn eigin gjaldmiðil en lægra lánshæfismat. Þetta er staða sem við eigum ekki að sætta okkur við. Komandi þingkosningar í haust munu einkum snúast um sköpun nýrra starfa – og þau þurfa að verða til í einkageiranum, ekki hjá hinu opinbera, eigi að takast að standa undir aukinni skuldsetningu ríkisins án hækkunar skatta og niðurskurðar í komandi framtíð. Hækkandi langtímavextir á markaði, sem er grunnur að vaxtakjörum fyrirtækja, er þess vegna áhyggjuefni á tímum þegar við þurfum að nýta okkur lágvaxtaum- hverfið til ýta undir aukna fjárfestingu í atvinnulífinu. Úr þessu þarf að bæta sem fyrst. Nýtum færið   1 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 F Ö S T U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.