Fréttablaðið - 19.02.2021, Page 24

Fréttablaðið - 19.02.2021, Page 24
Það hafa margir heyrt þá sögu að á 19. öld hafi læknar fyrst notað titrara á konur sem meðferð við móðursýki, en það er hugtak sem var notað til að lýsa ótal mismunandi veikindum og vanlíðan. Sagan gengur út á að meðferðin hafi falist í að gefa konum fullnægingu og titrarinn hafi verið notaður til að auðvelda verkið. Þetta er grípandi saga sem mörgum finnst spennandi en sam- kvæmt umfjöllun á vef BBC virðist þetta ekki rétt. Þessi hugmynd á rætur að rekja til bókarinnar „The Technology of Orgasm: „Hysteria“, the Vibrator, and Women’s Sexual Satisfac- tion“ eftir sagnfræðinginn Rachel Maines, sem kom út árið 1999. Samkvæmt rannsókn sem birtist í ritrýnda vísindaritinu Journal of Positive Sexuality byggði Maines þessa tilgátu ekki á góðri heim- ildavinnu. Notaðir í nudd Sagnfræðingurinn Hallie Leiberm- an, einn af höfundum rannsóknar- innar komst að annarri niðurstöðu en Maines. Rafmagnstitrarar voru auglýstir mikið sem lækningatæki á 19. öld og notaðir til að auðvelda læknum að nudda sjúklinga. Það eru samt engin merki um að þeir hafi verið notaðir í annað en hefð- bundið nudd. Vissulega voru titrarar notaðir á kynferðislegan hátt af konum snemma á 20. öld, en það eru engar heimildir fyrir því að það hafi verið gert á 19. öld, þegar titr- arar voru seldir til lækna en ekki almennings. Liebermann segir líka að það hafi alls ekki verið þannig að læknar hafi ekki skilið fullnæg- ingu kvenna en samt notað titrara til að lækna konur af móðursýki. Gölluð heimildavinna Maines hélt því fram að titrarar hafi verið notaðir til að gefa kven- kyns sjúklingum fullnægingar sem meðferð við móðursýki. Hún hélt því líka fram að læknar hefðu notað fullnægingar á þennan hátt síðan á tímum Rómverja, án þess að átta sig á að þetta væri eitthvað kynferðislegt. Lieberman þykir ólíklegt að læknar á 19. öld hafi gert þetta án þess að skilja hvað þeir voru að gera, því að á þessum tíma voru læknar orðnir meðvitaðir um snípinn og kynferði kvenna. Hún bendir líka á að heimildir Maines standist ekki skoðun. Maines vísar til fimm heimilda til að styðja þá tilgátu að læknar hafi notað titrara á þennan hátt, en Lieberman segir að þær styðji ekki allar tilgátuna. Titrarar áttu að vera allra meina bót á 19. öld og móðursýki var meðal þeirra veikinda sem þeir áttu að virka gegn, en Lieberman telur að þá hafi þeir verið notaðir til að gefa róandi bak- eða háls- nudd. Hún segir líka að engar heimildir séu fyrir því að konum hafi verið gefnar fullnægingar á læknastofum. Hún tekur fram að kannski hafi einhverjar læknar gert það, en það hafi þá í raun verið kynferðisof beldi. Sjálf segir Maines að hún taki gagnrýninni opnum örmum en að hún breyti ekki skoðun sinni. Mistúlkað og misskilið Lieberman er ekki sú fyrsta til að gagnrýna tilgátu Maines. Sagn- fræðingurinn Helen King hefur líka gert það og fært rök gegn því að læknar hafi gefið konum full- nægingar síðan í Grikklandi og Róm til forna. King segir að Maines hafi verið svo upptekin af því að segja þá sögu að þetta hafi verið stundað frá tímum Hippókratesar að hún hafi bæði mistúlkað og misskilið heimildir sínar og sleppt öllu sem passaði ekki við þá niðurstöðu sem hún vildi. King bendir á að á fornöld hafi læknum alla jafna ekki verið hleypt nálægt konum og segir að Maines geri ekki greinar- mun á satíru og raunverulegri læknisfræði frá Rómartímanum. Ný öld, nýtt hlutverk Snemma á 20. öld hættu læknar að nota titrara. En það hafði heill iðnaður byggst upp í kringum framleiðslu titrara, svo framleið- endurnir markaðssettu titrara til almennings. Árið 1903 var kynlífs- tólið Hygeia auglýst fyrir konur og karla, en það er elsta heimildin sem Leiberman fann um að titrari sé tengdur kynlífi. En á þessum tíma var reyndar talið dónalegt og jafn- vel ólöglegt að auglýsa kynlífstól. Árið 1915 lýstu læknasamtök Bandaríkjanna því yfir að titrarar væru ekki lækningatæki og þá var farið að auglýsa þá sem þægilegt tæki til að nudda sig heimavið. Með tímanum urðu þessar aug- lýsingar svo sífellt kynferðislegri, en það var ekki sagt hreint út að þeir væru kynlífstæki svo það er erfitt að segja nákvæmlega hvenær þeir urðu þekktir þannig. Lieberman segir að titrarinn eins og við þekkjum hann í dag hafi fyrst birst á 6. áratugnum og orðið algengari og seldur á opin- skárri hátt á 7. áratugnum, en að þá hafi þeir enn verið umdeildir. Lieberman viðurkennir að niðurstöður hennar séu ekki eins grípandi eins og tilgáta Maines, en það er einmitt vegna þess að hún er svo grípandi sem tilgáta Maines hefur náð svo miklum vinsældum og útbreiðslu, en hún hefur verið kennd í háskólum, höfð fyrir satt í læknisfræði og fjallað hefur verið um hana í fjölmiðlum, á sviði og skjánum. En sannleikurinn er sagna bestur, þó að hann skemmi kannski góða sögu. Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Í dag er hægt að fá titrara í alls kyns stærðum og gerðum og það er hvorki bannað né feimnismál að auglýsa þá. Læknar hafa aldrei notað þá á kynferðislegan hátt og eru ekki líklegir til að byrja á því. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Þessi titrari átti að lækna ýmsa kvilla. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Titrarar áttu að vera allra meina bót á sínum tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Frá lækningatæki til kynlífstóls Sú kenning að læknar hafi notað titrara á móðursjúkar konur fyrr á öldum er byggð á veikum grunni. Titrarar voru hins vegar eitt sinn taldir allra meina bót, en fengu svo nýtt hlutverk. www.purityherbs.is Góð náttúruleg leið til að krydda kynlífið. Komdu maka þínum á óvart í ástarlífinu og bjóddu upp á unaðslegt dekur með unaðsvörunum frá Purity Herbs www.purityherbs.is 8 KYNNINGARBLAÐ 1 9 . F E B R ÚA R 2 0 2 1 F Ö S T U DAG U RUNAÐSVÖRUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.