Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1975, Side 91
89
AUGNLÆKNINGAFERÐIR
Sumarið 1975 ferðuðust 6 augnlæknar um landið og skoðuðu sjúklinga
á alls 34 stöðum, sjá að öðru leyti eftirfarandi yfirlit.
Augnlæknar Fjöldi staða Fjöldi augnsjúkdóma Fjöldi augnsjúklinga
Eiríkur Bjarnason 8 1154 930
Guðmundur Björnsson 5 ? 951
Hörður Þorleifsson 3 1011 989
Loftur Magnússon ? 1064
óli Björn Hannesson 1577 786
Pétur Traustason 6 1840 1079
V. ÖNÆMISAÐGERÐIR
Tafla XIII
Frumbólusettir gegn bólusótt voru 2403. Kunnugt var um árangur á
2004, og kom bóla út á 1788 þeirra, eða 89,2%. Endurbólusettir voru
2994. Kunnugt var um árangur á 2431, og kom út á 1724 þeirra, eða
70,9%. Aukabólusetning fór fram á 85. Kunnugt var um árangur á 2 og
kom út á báðum. Um aðrar ónæmisaðgerðir vísast til viðeigandi taflna.
VI. BARNSFARIR OG MEÐFERÐ UNGBARNA
Tafla XI, 1, 2, 3.
Á árinu fæddust samkvæmt tölum Hagstofunnar 4384 lifandi og 33 and-
vana börn.
Skýrslur fæðingarstofnana, sjúkrahúsa og ljósmæðra geta 4337 fæddra
barna.
Vansköpuð voru 81 barn af 4337, eða 1,9%. Á sjúkrastofnunum fæddust
4269 börn, eða 98,4%.
Hinn 22. maí gengu í gildi lög nr. 25/1975, um ráðgjöf og fræðslu
varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerð-
ir. Jafnframt féllu úr gildi lög nr. 38/1935, um leiðbeiningar fyrir
konur um varnir gegn því að verða barnshafandi og um fóstureyðingar,
og lög nr. 16/1938, um að heimila í viðeigandi tilfellum aðgerðir á
fólki, er koma eiga í veg fyrir að það auki kyn sitt. Ákvæði 1. nr.
16/1938 um afkynjanir halda þó gildi sínu.