Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1975, Page 122
Geðvernd barna
Samdráttur í starfsemi geðverndardeildar barna hélt áfram á árinu.
30 börn voru tekin til athugunar.
Tannlækningar í barnaskólum
Á starfsárinu komu 10.672 börn,á aldrinum 6-12 ára, til skoðunar,
burstunar og viðgerðar hjá skólatannlæknum Reykjavíkurborgar.
Samtals höfðu börn þessi 11.038 skemmdar tennur. Fylltar voru á árinu
alls 37.363 holur, og eru þá meðtaldar fyllingar í barnatönnum. RÓt-
fylltar voru 883 barnatennur og 126 fullorðinstennur. Ördregnar voru
2.460 barnatennur og 116 fullorðinstennur. Greinilegt er, að rótfyll-
ingar og úrdrættir minnka ár frá ári.
Plasthúðun fullorðinsjaxla, sem nú hefur verið notuð í 3 ár hjá skóla-
tannlæknum, virðist hafa gefið góða raun. Var slík meðhöndlun veitt
119 börnum á árinu. Notkun þessarar aðferðar var hins vegar hætt á
árinu vegna upplýsinga um möguleg skaðleg áhrif útfjólubláa ljóssins,
sem Nu-Va-Seal tækið gefur frá sér. Verður beðið eftir niðurstöðum
yannsókna á þessu máli.
Tannburstun með 1% fluor-lausn hefur verið haldið áfram,og burstuðu
börnin tennur sínar úr þessari lausn 4 sinnum á árinu. Það hefur komið
til tals að bursta oftar með veikari lausn (0,5%), en kennararnir eru
þessu mótfallnir, þeim finnst, mörgum hverjum, að 10-12 mín. truflun
á kennslustarfinu 4 sinnum á ári vera meira en nóg. Sýnir það talsvert
skilningsleysi á mikilvægi munn- og tannheilsugæslu meðal starfsliðs
skólanna.
1 flestum leikskólum og dagheimilum hér í borginni er fluor-töflugjöf
2-5 ára barna haldið áfram, og eru nú 6 ár síðan þessi meðhöndlun hófst.
Skólatannlæknarnir eru sammála um, að ástand tanna 6 og 7 ára barna
hafi batnað síðustu árin.