Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1975, Page 127

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1975, Page 127
125 úrdrAttur ur Arsskýrslu HEILBRIGÐISEFTIRLITS RÍKISINS Á árlnu komu út eftirfarandi lög og reglugerðir, sem varða störf Heilbrigðiseftirlits ríkisins. a. Lög nr. 10 frá 26. apríl 1975 um Járnblendiverksmiðju í Hvalfirði. b. Reglugerð um Náttúruverndarþing nr. 65 frá 2. apríl 1975. c. Reglugerð um húsnæði vinnustaða nr. 25 frá 14. maí 1975. d. Reglugerð nr. 6 frá 9. janúar 1975 um breytingu á reglugerð um flokkun eiturefna og hættulegra efna nr. 93 frá 1. mars 1974. e. Auglýsing nr. 204 frá 6. maí 1975 um merkingu unninnar kjötvöru, sem seld er í smásölu. f. Reglugerð nr. 540 frá 16. desember 1975 um breytingu á reglugerð nr. 269 frá 1973 um mjólk og mjólkurvörur. g. Starfsreglur nr. 359 frá 1. nóvember 1975 fyrir Heilbrigðiseftirlit ríkisins, forstöðumann (yfirlækni) þess og heilbrigðisráðunauta. Þá voru birtar 31 reglugerð um neysluvatnsmál, 15 reglugerðir um hunda- hald, 11 reglugerðir og auglýsingar um skipulag og byggingasamþykktir, ný auglýsing um friðlýsingu, 6 auglýsingar um skolp og í þremur tilvik- um voru lögreglusamþykktir gefnar út ýmist í heilu lagi eða með breyt- ingum. Almennt heilbrigðiseftirlit Yfirumsjón með heilbrigðiseftirlitinu í landinu fór fram með hefðbundn- um hætti í samræmi við lög um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, heilbrigðisreglugerð svo og önnur lög og reglur, sem heilbrigðisnefndum er falin framkvæmd á. Lögð var áhersla á ráðningu heilbrigðisfulltrúa um landið og að heilbrigðisnefndir sameinuðust um slíkan starfsmann. Þá var í samvinnu við heilbrigðisnefndir og sveitarfélög unnið að lausn neysluvatns-, frárennslis- og sorpmála og lögð áhersla á byggingu rot- þróa til hreinsunar á frárennsli og byggingu brennsluofna til brennslu á sorpi. Haldið var áfram að hanna hentuga aðferð til að mæla hávaða við flug- völlinn í Reykjavík, og var í því sambandl haft samband við Laboratoriet for Akustik,Danmarks Tekniske Höjskole i Lyngby. Aflað var "hávaðafót- spora” fyrir Fokker Friendship og Boeing 727, en víða erlendis er gerð flugbrauta við það miðuð, að hávaði í hávaðafótspori flugvéla fari ekki yfir 95 desibil yfir byggðu bóli. Ljóst er,að veruleg óþægindi vegna hávaðamengunar eru í næsta nágrenni Reykjavíkurflugvallar, í íbúðar- hverfum og sérstaklega við stærsta sjúkrahús landsins, Landspítalann, en Borgarspítalinn fer ekki varhluta af þessari hávaðamengun heldur, frekar en nágrannabyggðir eins og Kópavogur. Er ætlunin að setja upp á næsta ári sjálfritandi hávaðamælitæki í nágrenni Reykjavíkurflugvall- ar og á þann hátt reynt að fylgjast með hávaðamenguninni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.