Víkingsblaðið - 01.04.1933, Blaðsíða 10

Víkingsblaðið - 01.04.1933, Blaðsíða 10
10 VIKINGSBLAÐIÐ Skotakappleikurinn Skotakappleikarnir voru reyndar 6 að tölu, en ailtaf hefir það þó sérstaklega verið einn kappleikur, sem gengur undir nafninu „Skota- kappleikurinn", og það er kappleikur sá, er „Víkingur“ liáði við skozku háskólamennina sumarið 1928. Knattspyrnufélagið „Vikingur“ var eina félagið, sem gerði jafntefli við þessa ágætu knattspyrnumenn er gengu sigri lirós- andi af hólmi gegn öllum liinum félögunum, auk tveggja úrvalsliða úr liópi allra félag- anna. Velunnarar knattspyrnunnar hér á landi standa í mikilli þakkarskuld við hina 11 hraustu „Víkinga", fvrir þeirra frækilegu frammistöðu og heiður, sem þeir gerðu ís- lenzkum knattspyrnumönnum i þessari orra- liríð við hina erlendu garpa, sem voru i fremstu röð „amatör“-knattspyrnumanna í Evrópu. Þykir mér sæma að láta hér á eftir fara hina ítarlegu ogj skemmtilegu lýsingu Lárusar Sigurbjörnssonar á þessum kajjpleik er hirtist í Vísi 15. júli 1928: Skotar og Víkingur. Jafntefli 2 : 2. Kappleikurinn í fyrrakvöld var betri og skemmtilegri en kappleikirnir, sem undan hafa gengið. Kappliðin virtust jafnari að leik en á hinum kappleikunum, Víkingar voru iiðlegri en K.R.-ingar, sem treysta of mikið á kraftana, og betri skyttur en Vals-menn. Þó byrjaði leikurinn heldur óefnilega fyrir Vik- ingum, en þeir náðu sér á strik er á leið hálf- leikinn. Allhvass vindur var á norðan, og hafði Víkingur hann með sér í fyrri hálfleik, enda lá leikurinn meira á Skotanum þá. Framan af leik bagaði moldryk á vellinum keppend- ur, ælti slikt ekki að koma fyrir, og sist þeg- ar keppt er við erlenda gesti. Fyrri hálfleikur 0 :2. Leikurinn byrjaði heldur óefnilega fyrir Víking. Tómas lyftir knéttinum tvisvar of hátt yfir mark Skotanna, og þeim er dæmt frí- spark á óleyfilegu áldaupi Halldórs, liægri framvarðar Víkings, en rétt á eftir skaut Kristinn Pétursson of laust á mark, svo að Blair nær knettinum hæglega. Vinstri bak- vörður Víkings, Helgi Eiríksson, virðist vera utan við sig, 14 mínútur af leik sparkar hann af alefl í horn, ástæðulaust, að því er virðist. Síðar nær Helgi sér prýðilega á strik og ger- ir margar stórspyrnur. En Víkingum vex þróttur og leikni með hverri mínútu. Framherjar þeirra gera skætt upphlaup, en Mac Forlane hefir fvlgst með þeim og tekst að skotra knettinum út fyrir línu. Áhlaupinu er þó ekki hrundið, Tómas og Alfred ná knettinum eftir innvarp, en Jónas Thoroddsen skallar út af. Þetta er fyrsta skæða upphlaupið, sem Víkingur gerir. Rétt á eftir hleypur Elder upp með knöttinn, en rekur hann svo langt á undan sjer, að Þórir getur slegið hann út með hnefanum. Þórir er slarfi sínu vaxinn, vafalaust besti maður- inn i liði Víkings. Borland nær góðu skoti á mark, en Þórir bjargar. Upphlaup Víkings stranda flest á Max Leod, sem skeikar aldrei í vörninni. Elder kemst aftur í gegnum vörn Víkings, en Þórir hendir knöttinn á lofti. Á 29. mínútu leiks gera Víkingar enn hart álilaup, sem endar með þvi að knötturinn fer i horn hjá Skotanum. Guðjón Einarsson tekur hornið og spyrnir til Óla Hjaltesteds, sem sendir knöttinn aftur til Guðjóns, rétt utan við þvöguna við markið. Guðjón lyftir knettinum yfir þvöguna og beint i mark, svo bann neniur rétt við höfuð Mac Leods inni í markinu. Tóinas og Alfred stökkva báðir í loft upp, en þess þarf ekki með, knöttur- inn er kominn í mark. Á eftir fyrsta mark- inu virðist Víkingur hafa ráð Skotanna i hendi sér, og 5 mínútum síðar skorar Tómas annað mark Vikings, eftir sendingu (passing) frá Alfred. Kl. 9,12 kemst Tómas aftur i færi, eftir sendingu frá Guðjóni, og rekur knött-

x

Víkingsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkingsblaðið
https://timarit.is/publication/1528

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.