Víkingsblaðið - 01.04.1933, Blaðsíða 16

Víkingsblaðið - 01.04.1933, Blaðsíða 16
10 VÍKINGSBLAt)IÐ valt sín tilætluðu áhrif, ekki sízt hjá yngri flokkunum. Heiðursfélagi var liann gerður í viðurkenningar og þakklætisskyni fyrir starf sitt í þágu félagsins, og það að maklegleik- um. Má með sanni segja að „Víkingur“ misti mikils, er þessi ágæti vinur hans hneig í val- ilnn fyrir örlög fram. A. G. Walter Á. Sigurðsson. Mér er ljúfast að minnast Walters Á. Sig- urðssonar sem foringja okkar drengja. — Hann var sjálfkjörinn foringi okkar drengja á Suðurgötunni og túnunum í grendinni. Um margra ára skeið var það leikur okkar á hverju sumri að lialda heræfingar á Nýja- bæjartúni, skifta liði, ganga i fylkingum, skilmast með prikum — og þótti sá flokk- urinn jafnan sigursæll, sem Wolli hafði for- ystu fyrir. Drengjafélagið okkar var stofnað áður en skátahreifingin hafði náð nokkurri verulegri útbreiðslu. Takmarkið var svipað, venja okkur við aga, fara í gönguferðir og bafast sem mest við úti undir beru lofti. Það mun hafa verið upp úr þessu heræf- ingafélagi" að knattspyrnufélagið „Knöttur" var stofnað. Aðalhvatamaður þess var vitan- lega Wolli. „Knöttur“ starfaði með miklum blóma nokkur sumur og mig minnir að nokkrir kappleikir hafi verið háðir við jafn- aldrana í vestur- og austurbænum. „Knöttur“ vakti á sér athygli eldri knattspyrnumanna og einn góðan veðurdag var okkur öllum stefnt saman á „aðalfund“ uppi á heylofti í hesthúsi Ásgeirs Sigurðssonar konsúls — og á þessum fundarstað var sú mikilvæga ákvörðun tekin, að „Knöttur“ skyldi ganga ínn í knattspyrnufélagið „Yíking“. Afskifti Walters af knattspyrnunni byrjuðu þessvegna snemma. Sjálfur var hann ágætur knattspyrnumaður og iðkaði knattspyrnu lengi framan af bæði í „Knetti“ og „Víking“, en alla tíð hafði hann lifandi áhuga fyrir þess- ari íþróttagrein. Hann var ætíð boðinn og bú- inn til aðstoðar eða hjálpar ef eitthvert vanda- mál bar að liöndum og' reyndist það jafna svo, að það sem liann lagði til málanna gafst bezt. Þegar skozku stúdentarnir komu liing- o ***Ui«* o *"iin* o •*»iii«* o "iin' o "Hh' o "n..- o •"Hi.'O o ••■iti«* o ■••m<«* ••%r o-"iii>- o ••■iii.* o-"iii.- o •"iii.- o-"iii.> o o "iii.- o LEITIÐ um UPPLYSINGA i O Námstryggingar \ hjá T H U L E, í sem er staersta lífsábyrgðar- l félag- Norðurlanda og greiðir # HÆSTAN BÓNUS allra þeirra I lífsábyrgðarfélaga er á íslandi * starfa. « THULE Ii.I. | Aðalumboð fyrir Island: » A. V. TULINIUS ! Eimskip 21 Sími 2424 o !.• 0-"IIh- O-"ll0' 0'"Ui.' 0-"lli.- 0-"lli>- 0-"lli.- 0-"Hi.-0-"lli>- >"l|i.' O '"lli.. O ■"l||..0 -"lli.- O '"lli.- O ."lli.- O -"lli>' O ■"IIm' O -"Hi<- Ö | Sjóvátryggingar. \ l Brunatryggingar. ! Í Alíslenzkt félag. \ Ö o Ö-"I||.-0'"II|.'0'"IIO'0'"II|.-0-"I||.-0-"I||>-0-"II|.-0'"I||.-0-"I||.' «I||.-o-•■tli.-O-"lli'-O •-%•-O•‘■H.eO-'He-O -«lli.-O "llieO-"lli.-Ö

x

Víkingsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkingsblaðið
https://timarit.is/publication/1528

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.