Víkingsblaðið - 01.04.1933, Blaðsíða 4

Víkingsblaðið - 01.04.1933, Blaðsíða 4
4 VÍKINGSBLAÐIÐ má af því sjá að áhugi félagsmanha var sí- fellt að aukast. 1917 voru 4 kappleikar háðir, og vann „Vík- ingur“ þá alla. Tvo liina fyrstu við blandað lið úr K. R. og „Fram“, en tvo hina síðari við hvort félagið fyrir sig. A 10 ára afmæli félagsins 21. apríl 1918, gat „Víkingur“ Iiælt sér af því að hafa ekki tap- að einum einasta kappleik þánn fyrsta tug æfi sinnar. Má vafalaust telja að „Víkingur“ sé eina knattspyrnufélagið hér á landi, sem liægt er að segja um að hafi staðið sem sig- urvegari á öllum kappleikum, sem liann tók þátt í, heilan tug ára samfleytt. Er því ekki að undra, þótt „Víkingur“ hafi álitið sig' nægi- þroskaðan til að taka þátt í fslandsmótinu 1918. Árangur fyrri ára livatti en latti ekki, enda þótt útlit væri ekki mikið fyrir algerðan sigur á mótinu. Keppendur „Víkings" voru allir unglingar, og varð að fá undanþágu hjá í. S. I. fyrir 5 þeirra, sem allir voru undir 18 ára aldri, og' voru það því skiljanlega engin vonbrigði þótt þeir ynnu ekki mótið. En úr- slit þess urðu samt góð fyrir „Víking“, því hann fór með sæmd af því móti, sem nr. 2 í röðinni. Þáttakendur voru 4 félög, og vann „Víkingur“ því 2, en beið lægra hlut gegn 1. Þetta sama sumar háði I. fl. auk fslands- mótsins — 3 kappleika og vann alla nema einn. II. fl. félagsins, sem þá var lítt reyndur, keppti 3 kaj)pleika, vann 1, gerði jafntefli í 1 og ta])aði 1. III. fl„ sem skipaður var hinum efnilegustu drengjum, vann þá um haustið í fyrsta sinn Knattspyrnbikar Reykjavikur. Skv. þessu yfirliti yfir kappleika félagsins á fvrstu 10 starfsárum sínum — og að því 11. meðtöldu - má með sanni segja að „Víking- ur“ hefur ekki skömm af að rekja þánn feril sinn. Á þessum árum hefur félagið háð 26 opinbera ka])pleika, þar af unnið 19, gert jafntefli í 4 og tapað 3. Rúmsins vegna verð ég að stikla á stóru næstu ár á eftir. Árið 1920 var sannarlegt sig- urár fyrir „Víking“. I. fl. vann þá íslandsmót- ið og heitið „ „besta knattspyrnufélag fslands“ III. fl. vann haustmótið, og II. fl. bæði vor- og haustmót. Var þá „Víkingur" upp~á sit tbesta og vinsældir hans og fylgi hjá bæjarbúum afar mikið, og er ekki of mikið sagt, að „Víking- ur“ hafi verið uppáhalds félag þeirra flestra. Auk þessara vinninga fékk félagið tvenn 1. verðlaun fyrir boðhlaup það sumar, og var annað fslándsmet, enda voru flestir „Víking- anna“ með s])retthörðustu hlaupurum hér í bæ. Einnig hreppti félagið þá og verðlaun fyr- ir hástökk, langstökk, 100 m. og 800 m. hlaup. Má með réttu segja að félagið hafi víða látið til sín taka og var skæður keppinautur and- stæðingum sínum, svo að segja í hvaða íþrótta- grein, sem það lók þátt í. Næstu ár á eftir fór flokkur úr félaginu út um land i heimsókn til annara knattspyrnufélaga, t. d. til Vest- mannaeyja og Isafjarðar, og lauk þeim ferð- um öllum u)eð sæmd fyrir félgið auk skemmt- unar þeirrar og gagns, sem þátttakendur nutu af þeim. Mun „Víkingur" vera fyrsta félagið, sem réðist í slíkar ferðir. Árið 1924 vann „Víkingur“ íslándsmótið i 2. sinn og vormót III. flokks og árið eftir einn- ig annað III. fl. mótið. — Þegar hér var komið sögu félagsins, fóru liinir eldri „Víkingar“ að draga sig í hlé, sumir fluttu úr bænum, aðrir höfðu of annríkt til að mæta á stöðugum æf- ingum og halda þaunig þjálfuninni við. Urðu oft vandfyllt skörðin, sem þeir létu eftir sig „gömlu víkingarnir“. — Enda þótt I. fl. félags- ins liafi þannig á skömmum tíma orðið allur skipaður nýliðum, og þannig veikt aðstöðu hans, þá hefir liann oft síðan látið að sér kveða og verið skæður keppnautur annara félaga. Arið 1928 fór I. fl. til Akureyrar og ísafjarðar og sótti sigur lieim frá báðum stöð- um. Þá um haustið mátti vart á milli sjá hvort félaganna Iv. R. eða „Víkingur“ hreppti Reykjavíkurhornið, en þó fóru leikar svo, eftir 2 kappleika milli félaganna, að „Vík- ingur“ tapaði á vítisspyrnu og varð nr. 2 Þetta sama sumar sóttu okkur lieim skozkir knatt- spyrnumenn, seni taldir voru meðal þeirra fremstu í þeirri grein í Skotlandi og jafnvel þótt víðar væri leitað. Kappleik þeirra við „Víking“ lauk með jafntefli (2:2) og var Vík- ingsflokkurinn sá eini — að A.- og R.-liði úr öllum félögunum meðtöldum — sem bauð

x

Víkingsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkingsblaðið
https://timarit.is/publication/1528

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.