Víkingsblaðið - 01.04.1933, Blaðsíða 9

Víkingsblaðið - 01.04.1933, Blaðsíða 9
VÍKINGSBLAÐI II 9 aði henni sameinað, allt í lmapp npp við markið sitt. Lið „Framara“ var hið fríðasta. Þar fór saman lireystin og glæsimennskan og má líkja því við hinar frægu riddaraliðssveitir Napo- leons mikla. Géngn Framverjar jafnan sig- urvissir til orustn og höfðn oft betnr. Cr því að liði Framverja er hér líkt við riddaraliðs- sveit, þá cr ekki ástæðnlaust að minna á það, að riddaraliðssveit er á útlenzku máli nefnt „Kavallerie“, en af þvi e rdregið orðið „Kava- ler, sem er notað um glæsimenni. Framverj- ar voru aðal „selskabsljónin“ í Reykjavík á þessum áruni, og margt ungt stúlkulijartað sló títt og hratt fyrir þá á úrslitastundum orustunnar á vellinum. Rann nú upp skeggöld og skálmöld og loks kom að því, að Vikingur stóð með sigurpálm- ann í höndunum og var þá blómatími félags- ins, Það var að mig minnir um árið 1920. Allir andstæðingarnir urðu þá um hríð að láta í minni pokann. Kapplið Víkings var þá liið fræknasta. í áhlaupaglímunni var Helgi Eiríksson í miðið, einhver fjölhæfasti íþrótta- maður þjóðarinnar. Honum við hlið var Páll Andrésson snarpur og snarráður og' illvígur, ef því var að skifta. Þá kom Halldór Ilall- dórsson, hinn fóthvati methafi í 100 metra hlaupi, og ennfremur var i þessari línu Ágúst Jónsson, sem var bæði beinskeyttur og lang- skeyttur. Miðlinan var traustari en i nokkru öðru liði. I miðið var Óskar Norðmann, sem bar liitan’n og þungann af álilaupi óvinanna. Honum til beggja lianda, voru þeir Einar Baldvin Guðmundsson, öllum prúðari og víg- fimari, fyi'irmynd allra knattspyrnumanna, og Gunnar Bjarnason, sem var traustur, sem bjarg. En tækist óvinunum að rjúfa miðlín- una, þá var enn ekki fokið í öll skjól f}Trir Vikingi, þvi þá var að mæta hakvörðunum, þeim Þórði Alhertsyni og Sverri Forberg, sem stóðu traustir eins og klettar úr liafinu, og lirundu skæðum árásum á augabragði og sneru sókn óvinanna í vörn þeirra, stundum með einu skoti. Og svo stóð i markinu Jakol) Guðjohnsen, kaldur og rólegur, einhver bezti markvörður Víkings. A þessum árum beindist athygli hæjarbúa meir að knattspyrnumálunum en nokkru sinni fyr eða síðar. Var jafnan fjölmennt á vellin- um á kappleikjum. Áður en kappleikir lióf- ust voru lúðrar þeyttir og bumbur harðar á Austurvelli og síðan gengið suður á íþrótta- völlinn undir taktföstum tónum lúðranna og hninbuslætti, og var þá múgur og margmenni í þeirri för, bæði ungir og gamlir, og síðan var gangi orustunnar fylgt á vellinum með spenntri athygli. Voru þá lirópuð hreystiyrði og eggjunarorð til liðsmanna um að ganga vel fram í orustunni, og áður en varði mynduð- ust á vellinum meðal áheyrenda heilir kórar, sem lirópuðu til liðanna, er áttust við. Þann- ig var til „Víkingskór“, Framkór“, „K.R.-kór“ og „Valskór“. Víkingskórinn hrópaði: „Áfram Víkingur“. „Á markið Víkingur“. Stundum tók einn kórsöngsmaðurinn sig út úr og liróp- aði: Skot! Og svo áttu skot sér stað hæði á vígvellinum og utan hans. Einkenni á þess- um kórsöng var það, að þagnarnóturnar komu oft óvænt og skyndilega, en yfirburðir hans lágu í styrknum, og sérstaklega gat endirinn orðið stórfeldur og áhrifamikill, ef mark var sett. Þá var endir lagsins samboðinn niður- lagi á risavöxnu tónverki livað kraftinn snertir. Saga Víkings er auðvitað lengri en þetta, og hefir liún ekki orðið nein undanteknng t'rá sögu stórveldanna að því leyti, að Vík- ingur hefir átt sína hlómaöld og hnignunar- öld, en víkingablóðið hefir þó jafnan runnið í æðum liðsmanna, og hitað óvinunum og svo mun það verða framvegis. fíaldur Andrésson. Halldór Halldórsson vinnur 100 m. hlaup 1920. f

x

Víkingsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkingsblaðið
https://timarit.is/publication/1528

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.