Víkingsblaðið - 01.04.1933, Blaðsíða 7

Víkingsblaðið - 01.04.1933, Blaðsíða 7
V í K I N G S B L A Ð I Ð 7 Sama má segja um Helga Eiríksson, sem var kjörinn formaður félagsins 192(5. Var hann þá áður búinn að sitja mörg' ár í stjórn félagsins og verið þar hinn nýtasti starfsmað- ur. Helgi var einn hinn fjölhæfasti íþrótta- maður þá, jafnframt því, sem hann var á- gætur í knattspyrnu, þá var liann hinn slyng- asti í mörgum öðrum íþróttum og á í þeim mörg afrek. 1927 var Magnús ./. Brynjólfsson kjörinn form. félagsins. Ritari þess liafði hann verið kjörinn 1926 (þá nýkominn frá Vesturheimi þar sem hann hafði dvalið um nokkurra ára skeið). Aður en liann fór þangað var hann vel og lengi búinn að starfa í félaginu, og eins og að framan getur ekki fyrr kominn lieim en hann tók til starfa í því á ný. Kappliðs- maður var Magnús lengi vel og var þá jafn- an hinn hesti liðsmaður. 1928 var Halldór Sig- urbjörnsson kjörinn formaður fjelagsins og gegndi því starfi í 2 ár. Hann var hinn ötul- asti í þeim starfa og har hag félagsins mjög fyrir brjósti. Kappliðsmaður var Halldór ár- um saman og' reyndist jafnan mjög vel. 1932 var Tómas Pétursson kjörinn formað- ur félagsins. Var hann, þó ungur væri, húinn að sitja mörg ár áður í stjórn þess og verið afl)ragðs góður starfsmaður. Formannsstarf- ið fórst honum nijög vel úr hendi og urðu það öllum félagsmönnum vonbrigði að fá ekki að njóta hans lengur í þeim starfa. Eii sem hetur fer nýtur félagið hans þó enn, þar sem hann er fulltrúi þess í K.R.R. og jafn- framt starfandi kappliðsmaður. Tómas er einn af heztu knattspyrnumönnum þessa lands og í Víking annar Einar Baldvin. 1933 var Guðjón Einarsson kjörinn formað- ur félagsins. Hann hefur setið mjög' lengi i stjórn þess og verið þar prýðilegur starfsmað- ur. Vorið 1932 gjörðist hann þjálfari félags- ins. Kapi)liðsmaður liefir hann verið til skamms tíma og' getið sér þar g'óðan orðstír. Það er nú svo stutt síðan að Guðjón varð formaður félagsins, að uin það starf hans verður ekki rætt nú. Aðeins vil ég taka það fram að ef Guðjón gengur í því eins vel fram og liann undanfarið hefir gjört í öðrum störf- um í félaginu, þá verður formannssætið vel skipað þar sem liann er. Þráinn. Knattspyrnumótin í sumar — Knattspyrnumótin í sumar bvrja á þeim dögum sem hér segir: III. fl. vormót ................. 21. maí III. fl. haustmót ............... 27. ágúst II. fl. liaustmót ............ 20. ágúst íslandsmótið . . . . ;............ 5. júní B.-liðsmótið .................... 30. júlí Knattspyrnumót Reykjavíkur .... 10. ágúst Mun ekki að efa að knattspyrnuvinir munu híða með óþrevju eftir hvernig þessum mót- úm mun ljúka.

x

Víkingsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkingsblaðið
https://timarit.is/publication/1528

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.