Nýtt land-frjáls þjóð - 16.05.1974, Page 3

Nýtt land-frjáls þjóð - 16.05.1974, Page 3
NÝTT LAND 3 xrvn fm A ±$} JL J L J L JLii líNU FRJÁLS ÞJÓÐ Ritstj., afgr., augl.: Laugav. 28, simí 19985 og 19215 Utgefandi: HUGINN H . F. Abyrgðarmaður: Garðar Viborg. Ritstjóri: Bjarni Guðnason. Framkvæmdastjóri: Björgúlfur Sigurðsson. Blaðam. og auglýsingastj.r Lárus B. Haraldsson. Setning og prentun: Prentsmiðja Þjóðviljans. Ritnefnd: Aðalgeir Kristjánsson, Rvík. Hjalti Haraldsson, Svarfaðardal. Matthias Eggertsson, Hólum, Hjaltadal. Sigurveig Sigurðardóttir, Laugarvatni, Arn.s Skjöldur Eiríksson, Skjöldólfsst., Jökuldal. Sigurður Eliasson, Rvík Stefán Sigurðsson, Akranesi. Sveinn Skorri Höskuldsson, Rvík. Tryggvi Stefánsson, Fnjóskadal. Argj. kr. 1000. I lausasölu kr. 50. Ekki nýja viðreisn, heldur betri vinstri stjórn Þingrof Ólafs Jóhannessonar veldur því, að línurnar í íslenzkum stjórnmálum verða skýrar. Öðrum megin eru viðreisnarflokk- arnir og Hannibalistar, hinum megin Fram- sóknarmenn og Alþýðubandalagið. Afstaða Frjálslynda flokksins til þessara fylkinga er ljós. Hann hefur gagnrýnt núverandi stjórn fyrir margvísleg mistök og þá einkum í efnahagsmálum. Þarf ekki annarra vitna við en að verðbólguvöxturinn er áætlaður um 50% á árinu, og ekkert þjóðfélag þolir slíkt nema allt fari úr reipunum. Andvaraleysi ríkisstjórnarinnar í þessum efnum var með fádæmum, enda blasir við samkvæmt skýrslum efnahagssérfræðinga ríkisstjórnar- innar, sem forsætisráðherra hefur margtek- ið undir, að framundan sé stöðvun ýmissa undirstöðuatvinnugreina þjóðarinnar. og jafnvel atvinnuleysi, verði ekki gripið til róttækra ráðstafana. Og nú kemur í hlut ríkisstjórnarinnar að grípa til samskonar ráðstafana og viðreisnarstjórnin tíðkaði. Það fer því ekki fram hjá neinum að gagnrýni Frjálslynda flokksins var á í'ökum reist. En Frjálslyndi flokkurinn er félags- hyggjuflokkur og það markar afstöðu hans. Hann vill stjórn, sem hefur styrka fjármála- stjórn og missir ekki sjónar á félagslegu réttlæti. Hann vill heiðarlega stjórn, sem tekur fyrir sukk og ráðdeildarleysi. Hann vill að landinu sé stjórnað. Hann vill forð- ast, að svokölluð stjórn vinnandi fólks stjórni á sama hátt og viðreisnarstjórnin, með sömu ráðstöfunum og hún: gengis- Frjálslyndi flokkurinn býður nú í fyrsta skipti fram við borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Það mun sízt vanþörf á að bæta stjórn Reykjavíkurborgar. Þegar einn og sami flokkurinn hefur farið þar með völd í meira en hála öld, segir sig sjálft, að full þörf er á að hreinsa þar til. Það liggur í eðli lýðræðisins að skipta um stjórn alltaf öðru hverju og skiptir þá engu máli, hvað flokkurinn heitir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur réttilega gagnrýnt núverandi ríkisstjórn fyrir eyðslu fellingum, kjaraskerðingum, ógildingu kjarasamninga og vísitöluráni. Barátta Frjálslynda flokksins er því ljós: Hann er andvígur viðreisnarsjórn, en vill stuðla að myndun betri stjórnar félags- hyggjumanna en evrið hefur. En slík stjórn er óhugsandi nema Frjáls- lyndi flokkurinn fái nokkuð fylgi og geti því haft áhrif á gang mála. og ráðdeildarleysi í fjármálum. En þetta gildir einnig um stjórn Sjálfstæðismanna á Reykjavíkurborg. Nýjasta dæmið er það furðulega tiltæki að gera pjattframkvæmdir í Austurstræti, se mfróðir menn telja að muni vart kosta minna, þegar allt kemur til alls, en um hundrað milljónir króna. En um sama leyti vex umferðaröngþveitið í borginni og tæpast er unnt að aka upp í Breiðholt með góðu móti, stærsta og fjöl- mennasta hverfi borgarinnar. Já, þvílíkt ráðslag. Borgar st j órnarkosningar Molbúar og vinstri-Skjóna Lesendur blaðsins athugi að þessi grein var skrif- uð'fyrir nokkrum vikum^ en hún á samt fullt erindi til lesenda og hér er hún. Ríkisstjórnin er nú búin að koma skattkerfisbreytingunni gegnum Alþingi, en Alþýðu- flokknum tókst að halastýfa hana í leiðinni. Þar með fengu verkalýðsforingjarnir þá kröfu sína uppfyllta að færa skatt- byrðina að nokkru leyti frá há- tekjumönnum. Það er raunar furðulegt, að ríkisstjórn og Alþingi skuli eyða tíma í að færa skatpeningana úr einum vasa í annan meðan verðbólgan leikur lausum hala. Þetta minnir á söguna af Molbúunum, þegar þeir grófu brunninn. Þá kom upp heili haugur af mold við gröftinn. Þeir fóru þá að ráðgast um, hvað þeir ættu að gera við svona mörg vagnhlöss af mold, því að ekki mætti moldin sitja stungu upp á því, að þeir skyldu grafa stóra holu og moka svo moldinni ofan í hana. Á þetta féllust þeir allir, en litlu síðar spurði einn þeirra töluvert efa- blandinn: „Já, en hvað eigum við að gera við moldarhrúguna, sem upp úr þeirri holu kemur?" En hyggni Molbúinn svaraði: „O, við verður ekki í vandræð- um með það, við gröfum þá bara nýja holu svo stóra, að hún taki hrúgurnar úr hinum báð- um." Nú er. rétt að minna á, að ábyrgir menn hafa fyrr og síðar varað við glæfralegri fjármála- stjórn og afleiðingum hennar. Bjarni Guðnason sagði t.d. á Alþingi 3. des. 1973: „Þegar viðreisnarstjórnin var að völdum, þá beindist mjög gagnrýni að þeirri stjórn fyrir verðbólgu. Nú er verðbólgan enn meiri, en gagnrýnendurnir á dögum viðreisnarstjórnarinnar * láta nú eins og lítill voði sé á ferðum. Hvers vegna ekki hafa þann háttinn á að segja þjóð- inni frá því, að hér sé um háska- lega verðlagsþróun að ræða og stjórnin muni reyna að leysa hana eftir beztu getu? Það eru hin heiðarlegu vinnubrögð að viðurkenna hinn verulega vanda, sem hér er á ferð, og síðan játa það, að því miður hafi ekki tekizt að ráða við hann og allt verði reynt að gera. Eg hygg að þannig eigi að koma fram gagnvart þjóðinni. En að láta eins og ekkert sé og yppta öxl- um, það er mjög óábyrg af- staða. Eg segi fyrir mitt leyti, að ég tel, að óðaverðbólgan sé einhver sá mesti háski og hin mestu vandræði, sem þjaka ís- lenzkt þjóðfélag." Þessi orð Bjarna Guðnasonar, ættu menn að hafa í minni, því að þau sýna, að hann tekur þingstörfin í fullri alvöru. Björn Pálsson fer oft eigin- leiðir í málflutningi sínum á Alþingi, en reynslan sýnir ótví- rætt, að hann hefur oftast rétt fyrir sér, þegar hann ræðir um efnahags- og fjármál. Hann sagði t d. á Alþingi 24. okt. 1972, þegar ríkisstjórnin hafði setið rúmlega eitt ár að völdum: „En það er nú svo með unga menn og röska, sem eru t.d. ó- vanir að fara með hesta, þegar þeir eru settir á hestbak, þá ríða þeir fyrsta sprettinn e.t.v. nokk- uð hratt. Svo reka þeir sig á það, að hesturinn þarf að blásá og getur ekki endalaust hlaupið. Og þannig er það náttúrlega, að það má ekki dæma það allt of hart, þegar menn komast svona í ráðherrastólana eftir að hafa lengi verið utan við stjórn- iria,' þö að þeir’ taki "dálítið til höndunum og fari nokkuð hratt af stað, það er ekki nema mann- legt. Eg varaði þá við þessu, eftir því sem ég náði til þeirra, að það væri siður mikilla hesta- manna að fara rólega af stað, þá endist klárinn betur, þegar kæmi fram á daginn. En eðli- lega, þegar menn eru komnir í svona embætti, þá hlusta þeir ekki á svona karla eins og mig." Þetta sagði Björn Pálsson fyr- ir meira en árþ og að undan- förnu hefur hann margsinnis látið í sér heyra á Alþingi og gagnrýnt fjármálastjórnina, en ríkisstjórnin hlustar ekki á hann, heldur fer áfram út í p- færuna á Vinstri-Skjónu sinni, sem er að niðurlotum komin. Alþýðuflokkurinn reynir að veita nokkra aðstoð með því að ýta á eftir, svo að skjóna geti skjögrað nokkur skref í viðbót. En uppgjörið verður ekki um- flúið. Alþingiskosningar verða að fara fram hið fyrsta. Því lengur sem það dregst, þeim mun meira verður afhroð stjórnarflokkanna, þegar þar að kemur. Kópsvatni, 24. marz 1974. Guðmunilur Jónsson. þarna og vera fyrir. Þeir, sem hyggnastir voru, Skrífstofustúlka óskast Stúlka með verslunarskólapróf eða hliðstæða menntun óskast til starfa nú þegar, eða eftir samkomulagi. Einhver reynsla er æskileg. Umsóknir með upplýsingum um umsækjanda og fyrri störf, sendist til undirritaðra sem fyrst. Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar, .... Háaleitisbraut 9, Reykjavík. 1 ÚTB0D Tilboð óskast í Aðveituspenni 25 MVA 132/1 lkV fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur. TJtboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri. Tilboð verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 11. júní 1974, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — . Sími 2S800 fi ÚTB0Ð Tilboð óskast í að leggja 5. áfanga dreifi- lcerfis hitaveitu í Kópavogi. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri, gegn 5000 króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 29 maí 1974, kl. 1100. ■ - N/ . INNKAUPASTOFNUN REYKÍAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi j3 — Sími 25800

x

Nýtt land-frjáls þjóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt land-frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/1529

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.