Nýtt land-frjáls þjóð - 16.05.1974, Side 4

Nýtt land-frjáls þjóð - 16.05.1974, Side 4
4 NYTT LAND I Húsbyggingar hafa verið miklar á þessari öld. Þrjár á- stæður hafa legið til þess. I fyrsta lagi bjó þorri landsmanna í torfbæjum um síðustu alda- mót eða með öðrum orðum í húsum, sem svöruðu ekki leng- ur til krafna samtíðarinnar. I öðru lagi hafa frá aldamótum verið miklir tilflutningar fólks úr sveitum í bæi. Húsbyggingar hafa þannig öðrum þræði verið bygging nýrra bæja. í þriðja lagi hefur verið þörf aukins hús- rýmis sakir örrar fólksfjölgunar, úr 78.470 landsbúum árið 1901 upp í 210.775 árið 1972. Á árabilinu 1954—1972 voru byggðar um 41.000 íbúðir á öllu landinu eða með öðrum orðum nær ein íbúð á hverja fjölskyldu. Þáttaskil eru þannig að verða í byggingarmálum. Á komandi árum þarf að byggja íbúðir vegna fjölgunar fólks og tilflutninga, en ekki til að bæta úr vanrækslu liðinna ára. Frá því er samt ein undantekning: Gamli miðbærinn í Reykjavík. ætluðum notum, nema hver gata eða jafnvel nokkrar gömr saman, yrðu skipulagðar í einu lagi, að nokkru marki. Opin- berum byggingum, — ríkis og borgar, — þarf að finna stað, all-nokkrum þeirra í gamla miðbænum. Eðlilegt virðist, að ráðhús standi í gamla miðbæn- um eða í grennd við hann Oðru máli gegnir um alþingis- hús. Það gæti risið á öðrum sögulegum stað, í Viðey, sem án efa verður tengd Gufunesi með granda, áður en gerð sundahafnar lýkur. Að flutningi Reykjavíkur- flugvallar þarf að huga. III Ur vexti útborga Reykjavík- ur dregur ósennilega í bráð. Ef að líkum lætur, verða lands- menn um 290.000 um næstu aldamót, og um 179-000 þeirra á höfuðborgarsvæðinu eða með öðrum orðum um 55.000 fleiri en nú (eða nær 50%). Yfir þessa nýju íbúa, barnfæddra og aðfluttra, þarf jafnóðum að byggja. Vanræksla þess skaþar fljótlega önnur vandamál, sem fljótlega verða því verri. Það tekst þá aðeins, ef lánveitingum til íbúðarhúsa verður komið í varanlegar og fastar skorður. Lán til búðarhúsa þurfa að nema 90 % af kostnaðarverði þeirra, og öll hjón þurfa að eiga rétt til slíkra lána einu sinni. Leið til að leysa þann vanda er að mynda verðtryggðan lífeyr- issjóð allra landsmanna, sem að hluta stæði undir þeim lánveit- ingum. Fólk þarf að eiga að- gang að byggingarfélögum, hvort sem er á vegum verka- lýðsfélaga, annarra aðila eða borgarinnar. Grundvöll þarf að leggja að nýjum hverfum og út- hluta þarf lóðum eftir þörfum. Árvissar byggingar nýta vel starfsgetu byggingariðnaðarins, sveiflukenndar byggingar sóa henni. Segja má líka, að þak yfir höfuðið heyri nær til til- vistarréttar manna. Reykjavík, 28. mars 1974. Haraldur Jóhannsson. Staða einkarítara hafnarstjóra er laus til umsóknar. umsóknir sendist hafnarskrifstofunni fyrir 24. maí n.k. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna Reykjavíkurborgar. Hafnarstjórinn í Reykjavík. Auglýsing RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPlTALINN STARFSMAÐUR, karl eða kona, óskast til að gegna starfi HEILA- RITARA. ...Stúdentspróf eða sam- bærileg menntun æskileg. Nánari upplýsingar veitir Jóhann Guð- mundsson, sími 24160 milli kl. 13.30 — 14.30 næstu daga. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu ríkisspítalanna hið fyrsta. Umsóknareyðublöð fyrir- liggjandi á sama stað. Reykjavík, 13. maí 1974. SKRIFSTOFA RlKISSPlTALANNA EIRIKSGÖTU 5,SÍM111765 Læknar óskast til afleysingar á barnadeild Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur í sumar. Upplýsingar gefur yfirlæknir barnadeildar. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. II Gamli miðbærinn hefur gegnt einstæðu hlutverki. Hann hefur verið eina atvinnulega, félagslega og menningarlega miðstöðin, sem myndast hefur í landinu. Því hlutverki veldur hann ekki, nema hann endur- nýjist í rás tímans. Borgin hefur vaxið og ný hverfi hafa risið upp, en gamli miðbærinn hefur gengið saman. Gömul timbur- hús hafa horfið. í þeirra stað sér víða bílastæði eða auð svæði. Samgönguæðar borgar- innar hafa samt sem áður ekki víkkað. Að loknu dagsverki á fólk sjalndar en áður erindi aft- ur í gamla miðbæinn. Reykja- vík er að verða borg án mið- bæjar, borg án sameiginlegs hjarta. Nýr miðbær er góðra gjalda verður, en beztu lóðir þess nýja miðbæjar, sem nú er talað um, hafa verið nýttar og um hann hefur ekki komið fram samfelld hugmynd. Endurbygging gamla mið- bæjarins getur aðeins gengið greiðlega, ef borgin, félög, stofnanir, fyrirtæki og einstakl- ingar taka höndum saman. Kaupa þarf upp nokkur gömul hús og lóðir í senn og mynda félög um byggingu nýrra húsa, sem aðilar að þeim ættu að hluta. Þá kæmi endurbygging gamla miðbæjarins varla að til- um framlagningu kjörskráa við alþingiskosn- ingar 30. júní 1974. Samkvæmt heimild í 2. málsgr. 19. gr. laga nr. 52 14. ágúst 1959 um kosningar til Alþingis er hér með ákveðið að niður skuli falla frestur sá, sem þar er settur, til að auglýsa, hvar kjörskrár við alþingiskosningar þær, sem fram eiga að fara 30. júní 1974, verði lagðar fram. Samkvæmt heimild í 1. málsgr. 23. gr. laganna er ákveðið, að frestur sá, sem getur í 1. málsgr. 19. gr., styttist þannig að kjörskrár skyldu lagðar fram 16. maí 1974. Jafnframt er ákveðið, að tími sá, sem kjörskrár skulu liggja frammi, sbr. 3. málsgrein. 19 gr., styttist þannig, að hann verði 3 vikur og 3 dagar. Þetta birtist hér með til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 9. maí 1974. ÚTB0D tilboð óskast í að fullgera húsnæði mötu- neytis og skrifstofa í aðalverkstæði SVR á Kirkjusandi. Innifalið í tilboðinu er m.a.: Allt gólfefni, málun húsnæðis innanhúss, inn- réttingar, smíði og uppsetning, stigahandrið, hreinlætislagnir og tæki og loftræstingarlagnir. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 5000 króna skiltryggingu Tilboð verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 6. júní 1974, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVíKURBORGAR Fríkirhjuvegi 3 — Sími 25800

x

Nýtt land-frjáls þjóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt land-frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/1529

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.