Nýtt land-frjáls þjóð - 16.05.1974, Blaðsíða 6

Nýtt land-frjáls þjóð - 16.05.1974, Blaðsíða 6
6 NÝTT LAND Sumarstarf Starfsmenn óskast að Vinnuhælinu að Litla- Hrauni til að leysa af í sumarleyfi gæslu- manna frá 1. júní til 15. september. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður hæl- isins í síma 99-3189. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið,. 8. apríl 1974. Hjúkrunarkonur Hjúkrunarkona óskast í heimahjúkrun Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur frá 1. júní n.k. Forstöðukona veitir nánari upplýsingar í síma 22400. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Málmiðnaðarmenn íslenzka Álfélagið óskar eftir að ráða nokkra járniðnaðarmenn og bifvélavirkja nú þegar til framtíðarstarfa og afleysinga. Nánari Upplýsingar gefur ráðningarstjóri, sími 52365. Umsóknareyðublöð fást hjá bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti, Reykjavík og bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði. Umsóknir óskast sendar sem fyrst í pósthólf 244, Hafnarfirði. íslenska álfélagið h.f., Straumsvík. Vísindastyrkir Atlantshafsbandalagsins 1974 Atlantshafsbandalagið leggur árlega fé af mörkum til að styrkja unga vísindamenn til rannsóknastarfa eða fram- haldsnáms erlendis. Fjárhæð sú, er á þessu ári hefur komið í hlut tslendinga í framangreindu skyni, nemur um einni milljón króna, og mun henni verða varið til að styrkja menn er lokið hafa kandídatsprófi í einhverri grein raunvísinda, til framhaldsnáms eða rannsókna við erlendar vísindastofariir, einkum í aðildarríkjum Atlants- hafsbandalagsins. Umsóknum um styrki af þessu fé — „NATO Science Fellowship" — skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 10. júní n.k. Fylgja skulu staðfest afrit prófskírteina svo og upplýsingar um starfs- feril. Þá skal og tekið fram, hvers konar framhaldsnám eða rannsóknir umsækjandi ætlar að stunda, við hvaða stofnanir hann hyggst dveljast, svo og greina ráðgerðan dvalartíma. — Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. 9. maí 1974. Menntamálaráðuneytið, i ÚTBOÐ Tilboð óskast í byggingu á Fjölbrautarskóla. í Breiðholti, 1. áfanga. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn 5000,00 króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn. 12. júní 1974, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Styrkur til náms í talkennslu Menntamálaráðuneytið hefur í hyggju að veita á þessu ári styrk handa kennara, sem vill sérhæfa sig í talkennslu vangefinna. Styrkfjárhæðin nemur allt að 275.000,00 krón- um. Sú kvöð fylgir styrknum, að kennarinn starfi a.m.k. þrjú ár að námi loknu við talkennslu á stofnunum fyrir vangefna. Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu fyrir 15. júní nk., ásamt uplýsingum um menntun og fyrri störf. Menntamálaráðuneytið. 7. maí 1974. Nú reynir á Framhald af 1. síðu. auðsöfnunaröfl. Frjálslyndi flokkurinn snérist gegn þessari ríkisstjórn þegar sýnt var að hún hefði brugðist í ýmsum veigamiklum atriðum, ekki sÍ2t í efnahagsmálum, — enda var þá þegar ljóst að stjórnin gekk ekki heil til sam- starfs. I rauninni var þessi rík- isstjórn fallin löngu áður en Björn Jónsson sagði af sér ráð- herraembætti. Hún stóð alla tíð tæpum fótum, en féll þegar þann sama dag og Samtök Frjálslyndra og vinstri manna gengu að eiga Gylfa Þ. Gísla- son. Ekki hefur það heldur auð- veldað ríkisstjórninni að starfa í anda þess sáttmála, sem stjórn- in markaði sér í upphafi, að hlutverk forsætisráðherra hefur orðið það að glíma. Annars vegar hefur Olafur Jóhannesson orðið að glíma við sundruð öfl innan síns eigin flokks, — hins vegar að glíma við sundruð öfl innan ríkisstjórnarinnar. Stjórn- arsáttmálinn hefur allatíð brot- ið í bága við stefnu og kröfur stærstu og auðugustu hags- munasamtaka innan Framsókn- arflokksins, og í stjórninn sátu menn, sem eru persónulegir ó- vildarmenn. Og í rauninni var það vitað, að bæði ráðherrar Samtakanna og Alþýðubanda- lagsins biðu hins rétta augna- bliks að rjúfa stjrnarsamstarfið, ef það gæti orðið í þágu eigin flokka. Öll þessi óheilindi rýrðu mátt ríkisstjórnarinnar og stuðl- uðu að áhrifaleysi hennar. Nú er gengið til tvennra kosninga með mánaðarmillibili. Það verða kjörnar stjórnir byggðarlaga og það verða nýj- ar Alþingiskosningar. Nú reynir á það hverjir þeir stjórnmála- menn eru, sem vilja í raun og sannleika ríkisstjórn, sem starf- ar af fullum heilindum í anda félagshyggju. TILKYNNING TIL SÖLUSKATTSGREIÐENDA. Vegna breytinga á lögum um söluskatt, er hér með vakin sérstök athygli á nokkrum ákvæðum laga og reglugerða um söluskatt NÚMERAÐIR REIKNINGAR: Sérhver sala eða afhend- ing á vörum verðmætum og þjónustu skal skráð í fyrir- fram tölusettar frumbækur eða reikninga, sem skulu bera greinilega með sér hvort söluskattur er innifalinn í heild- arfjárhæð eða ekki. SJÓÐVÉLAR: (stimpilkassar). Staðgreiðslusala smásölu- vöruverslana er undanþegin nótuskyldu, en sé hún ekki færð á númeraðar nótur eða reikninga skal hú annað hvort stimpluð inn í lokaðar sjóðvélar eða færð á sérstök tölusett dagsöluyfirlit. BÓKHALD: Bókhaldi skal þannig hagað, að rekja megi, á hverjum tíma fjárhæðir á söluskattskýrslum til þeirra reikninga í bókhaldinu og annarra gagna, sem sluskatt- skýrslur eiga að byggjast á. VIÐURLÖG: Sé söluskattur ekki greiddur á tilskildum tíma, sætir aðili viðurlögum í stað dráttarvaxta áður, sem eru 2% fyrir hvern byrjaðan dag eftir eindaga allt að 10%, en síðan 1%% á mánuði til viðbótar, talið frá 16. næsta mánaðar eftir eindaga. ÁÆTLUN A SKATTI: Söluskattur þeirra, sem ekki skila fullnægjandi söluskattskýrslu á tilskyldum tíma, verður á- ætlaður. Einnig er heimilt að áætla söluskatt aðila, ef í ljós kemur að söluskattskýrsla styðst ekki við tilskilið bók- hald skv. bókhaldslögum og lögum og reglugerð um sölu- skatt. ÖNNUR ATRIÐI: Söluskattskyldum aðilum er bent á að kynna sér rækilea lög og reglugerðir um söluskatt og er sérstaklega bent á nýmæli söluskattslaga og ákvæði IV. kafla reglugerðar nr. 69/1970 um söluskatt um tilhögun bókhalds, reikninga og önnur fylgigögn sem liggja eiga söluskattsskýrslum til rundvallar. Fjármalaráðuneytið, 13. maí 1974. © Forstöðukona — Forstöðukona óskast að nýju dagheimili við Völfuvell. Fóstrumenntun áskilin. Laun samkv. kjarasamningum Starfsmannafélags Reykja- víkurborgar. Umsóknir sendist Barnavinafélaginu Sumar- gjöf, Fornhaga 8, Reykjavík, fyrir 1. júní n.k. Barnavinafélagið Sumargjöf. LFTUR sf. Sími 23875 OFFSET- FJÖLRITUN Tilboð óskast í smíði og uppsetningu eldhús- innréttinga, skápa og sólbekki í 12 íbúðir fyrir stjórn verkamannabústaða í Hafnarfirði Utboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, og þurfa tilboð að berast fyrir kl. 11.00 mánudaginn 27. maí n.k. LETUR sf. Grettisgötu 2. INNKAUPASTOFNUN BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 Tvær stöBur ritara í Heilsuverndarstöðinni eru lausar til umsóknar frá 1. júlí nk. Áskilin er starfs- reynsla og leikni í vélritun. Verslunarskóla- eða stúdentsmenntun æskileg. Laun samkvæmt kjarasamningi Starfsmannaflags Reykja- víkurborgar við borgina. Umsóknir er tilgreina aldur, menntun og fyrri störf, send- ist skrifstofu borgarlæknis fyri 21. maí nk. Borgarleiæknir.

x

Nýtt land-frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt land-frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/1529

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.