Nýtt land-frjáls þjóð - 16.05.1974, Blaðsíða 7

Nýtt land-frjáls þjóð - 16.05.1974, Blaðsíða 7
WÝTT LAND 7 Aðalfundur Aðalfundur Hf. Emskipafélags íslands verður haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavík, fimmtudaginn 30. maí 1974, kl. 13,30. DAGSKRÁ: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 13. grein sam- þykkta félagsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum félags- ins samkvæmt 15. grein samþykktanna (ef tillögur koma fram). 3. Önnur mál, löglega upp borin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins, Reykjavík 24.-28. maí. Reykjavík, 26. mars 1974. STJÓRNIN TILKYNNING um álagningu aðstöðugjalda í Reykjaneskjördæmi 1974. Oll sveitarfélög í Reykjanesumdæmi nema Bessastaða- hreppur og Kjósarhreppur, hafa ákveðið að innheimita að- stöðugjöld á árinu 1974 skv. heimild í V. kafla laga nr. 8/1972 um tekjustofna sveitarfélaga og reglugerð nr. 81/1962 um aðstöðugjöld. Gjaldskrá hvers sveitarfélags liggur frammi hjá umboðs- mönnum skattstjóra og viðkomandi sveitar- og bæjar- stjomum og heildarskrá á skattstofunni í Hafnarfirði._ Hafnarfirði, í maí 1974. Skattstjórinn í Reykjaneskjördæmi. AUGLÝSING um ferðastyrk til rithöfunda. í lögum nr. 28/1967, um breytingu á og viðauka við lög um almenningsbókasöfn nr. 22/1963, er svofellt bráða- birðaákvæði: „Þar til gagnkvæmar höfundagreiðslur vegna afnota í bókasöfnum innan Norðurlanda verða lögteknar, er heim- ilt, ef sérstök fjárveiting er til þess veitt í fjárlögum, að veita rithöfundum styrki árlega til dvalar á Norðurlönd- um.“ I fjárlögum fyrir árið 1974 er 90 þúsund kr. fjárveiting handa rithöfundi til dvalar á Norðurlöndum. Umsóknir um styrk þennan óskast sendar stjórn Rithöf- undasjóðs íslands, Skipholti 19 fyrir 25. maí 1974. Umsóknum skulu fylgja greinargerð um, hvernig um- sækjendur hyggjast verja styrknum. Reykjavík, 2. maí 1974. Rtihöfundasjóður Islands. Auglýsing um breyting á forsetaúrskurði frá 16. júlí 1973, samanber breytingu á forsetaúrskurði frá 14. júlí 1971, um skipting starfa ráðherra. Samkvæmt tillögu forsætisráðherra er hér með gerð sú breyting á forsetaúrskurði frá 16. júlí 1973, sam- anber beytingu á forsetaúrskurði frá 14. júlí 1971, um skipting starfa ráðherra, að Magnús Torfi Ólafs- son, menntamálaráðherra fer með ráðherrastörf þau, sem Birni Jónssyni voru falin í nefndum for- setaúrskurði. Þetta birtist hér með þeim, sem hlut eiga að máli. I forsætisráðuneytinu, 6. maí 1974. ÓLAFUR JÓHANNESSON. Guðmundur Benediktsson. Frá liðnum dðgum Presturinn Saga þessi gerðist í þorpi nokkru fyrir löngu. Prestur var þar í þorpinu, og einnig var þar ekkja, sem Kristín hét. Hjá henni var vinnukona Gróa, að nafni. Hún hafði aldrei lagleg verið, og ekki hafði aldurinn bætt um, því hún var komin á hin efri ár, eins og það er orð- að. Aftur á móti var Kristín mikið yngri, og að öllu leyti glæsileg kona. Prestur var mjög hrifinn af Kristínu og óskaði eftir nánari kunningsskap við hana, en venjuleg vináttukynni. Kristín sagði honum að slíkt væri sér ekki í hug og ætlaði ekki að hugsa til slíkra hluta. En presmr hélt samt áfram upp- teknum hætti. Svo var það eitt sinn, er Kristín fór til kirltju, að prestur kallar hana á eintal, eftir messu og var þá blíðmáll, sem fyrr. Kristín segir þá að engin borg sé svo varin að ekki megi vinna hana, og svo sé með sig. Nú sé hún búin að skipta um skoðun. Prestur varð himinlifandi glaður við þetta, og talaðist svo til milli þeirra að prestur kæmi til Kristínar um kvöldið, þegar myrkur væri komið. Þegar Kristín kemur heim, kallar hún á gróu vinnukonu sína, og seg- ir að sig langi til að biðja hana bónar. Gróa svarar, að hún vilji allt fyrir hana gera, sem hún gæti gjört. Kristín segir, að það sem hún ætli að biðja hana að gjöra fyr- ir sig sé það að hátta í rúmið sitt, þegar orðið sé dimmt, og taka þar vel á móti manni, sem kunni að koma þar í rúmið. Ef hún geri þetta fyrir sig ætli hún að gefa henni nýjan kjól. Gróa segir að ekki skyldi standa á sér að gjöra þetta. Kristín fór þá til bræðra sinna og segir þeim alla sína ráðagjerð, og biður þá að ná fyrir sig í biskupinn og fara með hann eftir miðnætti inn í her- bergi sitt og láta hann sjá, hvað þar er um að vera. Allt fór þetta eftir áætlun og komu þeir á tilsetmm tíma með blys í höndum inn í her- bergið, þar sem prestur lá hjá Gróu í rúmi Kristínar. Prestur breiddi þá lakið yfir höfuð sér og vildi dyljast, en biskup skip- aði honum að klæða sig, og fór með hann heim. Einnig skipaði hann presti að gráta fyrir synd- um sínum í 40 daga. Eftir þetta þorði prestur varla út á götu lengi vel, því honum var verst við strákana, sem hrópuðu upp, þegar þeir sáu hann: „Sko, sko þarna er prest- urinn, sem svaf hjá henni Gróu með gulu augun".------ Arður til hluthafa Samkvæmt ákvörðun aðalfundar Samvinnu- banka íslands h.f. þann 23. marz s.l., greiðir.. bankinn 9% arð p.a. af innborguðu hlutafé fyrir árið 1973. Arðurinn er greiddur í aðalbankanum og úti- búum hans gegn framvísun arðmiða ársins 1973. Athygli skal vakin á því, að réttur til arðs fellur niður, sé hans ekki vitjað innan þriggja ára frá gjalddaga. Reykjavík 25. marz 1974, SAMVINNUBANKI ÍSLANDS H.F. LAUSSTAÐA Staða forstöðumanns Skilorðseftirlits ríkisins, samkvæmt 2. gr. reglugerðar um skilorðeftir- Íit nr. 20/1974, er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. maí 1974. Umsóknirnar sendist dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, sem veitir nánari uplýsingar um stöðuna. , Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 29. mars 1974. Lausar stöður við Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraskóla Islands Lausar eru til umsóknar nokkrar stöður fastra æfinga- kennara við Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraskóla ís- lands. Um er að ræða kennslu yngri nemenda og kennslu á síðari hluta skyldustigs, 10—15 ára, m.a. í íslensku, eðlis- fræði o.fl. greinum. Einnig eru lausar nokkrar almennar kennarastöður við Æfinga- og tilraunaskólann. Laun samkv. launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknum, ásamt upplýsingum um námsferil og störf, skal komið til menntamálaráðuneytisins. Hverfisgötu6, Reykjavík, fyrir 31. maí 1974. — Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 6. maí 1974. Auglýsing íbúð fræðimanns í húsi Jóns Sigurðssonar í Kaup- mannahöfn er laus til íbúðar 1. sept. næstkomandi. Fræðimönnum eða vísindamönnum, sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna að vísindaverkefnum í Kaupmannahöfn, er heimilt að sækja um afnotarétt af íbúðinni. íbúðinni, sem í eru fimm herbergi, fylgir allur nauðsyniegur heimilisbúnaður, og er hún látin í té endurgjaldslaust. Dvalartími í íbúðinni skal eigi vera skemmri en þrír mánuðir og lengstur 12 mán. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist stjórn húss Jóns Sigurðssonar, Islands Ambassade, Dantes Plads 3, 1556 Köbenhavn V, eigi seíðar en 1. júní næstkomandi. Umsækjendur skulu gera grein fyrir tilgangi með dvöl sinni í Kaupmannahöfn, svo og menntun og fyrri störfum. Þá skal tekið fram, hvenær og hve lengi er óskað eftir íbúðinni, og fjölskyldu- stærðar umsækjanda. Æskilegt er, að umsókninni fylgi umsögn sérfróðs mann um fræðistörf umsækjanda. Stjórn húss Jóns Sigurðssonar.

x

Nýtt land-frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt land-frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/1529

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.