Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.01.1998, Blaðsíða 1

Bæjarins besta - 14.01.1998, Blaðsíða 1
Bæjarins besta Miðvikudagur 14. janúar 1998 • 2. tbl. • 15. árg. ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984 • Sími 456 4560 • Fax 456 4564 • Netfang: hprent@snerpa.is • Verð kr. 200 m/vsk Sálfræðingurinn á bekknum hjá BB... Ísafjörður Gæsluvellinum við Túngötu lokað Stjórnendur Ísafjarðarbæjar hafa ákveðið að loka gæslu- vellinum við Túngötu um næstu mánaðamót vegna lítill- ar aðsóknar. Til að byrja með verður vellinum lokað til vors en þá verður tekin ákvörðun um frekari framhald á þessari þjónustu. ,,Það er rétt að við höfum tekið ákvörðun um að loka gæsluvellinum til vors vegna lítillar aðsóknar. Þarna hafa tvær konur starfað og marga daga í röð hefur engin aðsókn verið að vellinum. Þær munu fara til starfa við nýjan leik- skóla og síðan munum við taka ákvörðun um framhaldið í vor, hvort völlurinn verður opnaður að nýju eða hvort hann verður gerður að deild innan Eyrarskjóls," sagði Jón Tynes, félagsmálastjóri Ísa- fjarðarbæjar í samali við blaðið. Sjónvarpstöðin Sýn Útsendingar á Ísa- firði innan tíðar? Mikillar óánægju hefur gætt á Ísafirði með þann seinagang hjá forsvarsmönnum Íslenska útvarpsfélagsins, um að svara því hvort félagið hyggist hefja útsendingar á sjónvarpsstöð- inni Sýn á svæðinu. Hefur óánægjan magnast eftir að Íslenska útvarpsfélagið gerði samning um einkarétt á sýn- ingum frá enska boltanum fram yfir aldamót, en eins og kunnugt er hafa flestir leikir þar verið sýndir beint á Sýn. Blaðið hefur heimildir fyrir því að nokkrir harðir áhuga- menn um ensku knattspyrn- una og aðrar íþróttagreinar sem sýndar eru beint á Sýn séu farnir af stað með undir- skriftarlista til að mótamæla seinaganginum og að þeir hyggist segja upp Stöð 2, verði ekki af útsendingum Sýnar innan skamms tíma. Þá má geta þess að á annað hundrað þreyttir íþróttaáhugamenn hafa nú þegar fengið sér gervihnattadisk til að ná útsendingum þeirra erlendu sjónvarpsstöðva sem sýna íþróttaviðburði beint. Hannes Jóhannsson, tækni- stjóri Íslenska útvarpsfélags- ins, sagði í samtali við blaðið að félagið stæði enn í samn- ingum við forsvarsmenn Landssíma Íslands hf., um gjaldtöku á flutningi sjón- varpsefnis með ljósleiðara, en forsvarsmenn þess fyrirtækis- ins munu hafa verið ófáanlegir til að lækka gjaldið til þessa. ,,Ég held að Ísafjörður sé það stór staður að við ráðum við hann. Við getum ekki endalaust beðið eftir svörum frá stjórnendum Landssíma Íslands. Ef þeir bjóða okkur ekkert betur, þá verðum við að taka afstöðu af eða á, mjög fljótlega og þegar ég segi fljótlega, þá meina ég í þess- um mánuði,” sagði Hannes Jóhannsson, tæknistjóri Ís- lenska útvarpsfélagsins í samtali við blaðið. Hann ítrekaði að fátt annað stæði í veginum fyrir útsend- ingum á Ísafirði en kostnaður- inn við flutning á efni stöðvar- innar sem og á aðra staði.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.