Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.01.1998, Síða 7

Bæjarins besta - 14.01.1998, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998 7 Skattalækkun 1998? Í ágætri ræðu Davíðs Oddssonar forsætisráðherra var vikið að hækkun launa í janúar 1998 og lækkun skatta. Taldi hann þetta hvort tveggja vera fagnaðarefni og til marks um árangur efnahagsstefnu ríkisstjóranarinnar. Hefur hann þar nokkuð til máls síns. Ekki skal dregið í efa að að fullyrðingin sé rétt svo langt sem hún nær. Fáránlegt væri að skamma stjórnmálamenn fyrir tök þeirra á skattamálum, jafn óvinsæl og þau eru og um leið óskiljanleg mörgum. Í raun má segja að alltaf sé tveggja kosta völ. Í fyrsta lagi að nota einfalt og auðskiljanlegt kerfi, sem tekur mið af meðaltalsaðstæðum eða kerfi sem ekki er sérstaklega einfalt en leitast við að taka mið af séraðstæðum einstakra hópa í í þjóðfélaginu. Kjósendur og stjórnmálamenn hafa gjarnan kosið síðari kostinn. Þá hefur tekist að mæta kröfum einstaklinga og hópa um það að þeir njóti sérstöðunnar. Kannski verða skattar sanngjarnari með þessum hætti. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til þess að einfalda kerfið mikið. Nægir þar að nefna breytinguna sem varð um 1980 þegar frádráttarliðum var fækkað og fastur 10% frádráttur tekin upp. Unnt var að velja hvora aðferðina framteljendur notuðu. Svo fór fljótt í sama farið. Aftur var gerð tilraun til mikillar einföldunar 1988, með upptöku staðgreiðslu skatta. Þá var tekinn upp fastur persónu- afsláttur auk barnabóta. Kom þetta í stað frádráttarliða. En eins og áður fór líkt og með skrautið á jólatrénu. Það vex með hverjum jólum og því fjölgar sem verður að komast á tréð. Þannig fór um skattalögin. Frádrátt- arliðir komu aftur og tekið var tillit til sérstakra aðstæðna. Húsnæðis- bætur fuku og teknar voru upp vaxtabætur miðaðar við aðstæður hvers og eins. Næst kom vaxta- afsláttur og menn höfðu ekki við að læra ný hugtök. Markmiðið var hins vegar alltaf það sama, að auðvelda fólki að eignast húsnæði. Svo gerðist það reyndar að persónuafsláttur lækkaði og skattprósentan hækkaði. Þetta er gömul saga og ný og gerist ævinlega aftur, óháð stjórnmálaflokkum. Birtingarmyndin á skattahækkunum er mismunandi og kemur misjafnlega fram gagnvart einstökum hópum. Okkur Íslendingum er gjarnt að miða okkur við frændur okkar á hinum Norðurlöndunum, einkum Dani, sem við tökum oft til fyrimyndar. Enda er það svo að þangað leita Íslendingar fyrst þegar þeir telja sig hafa fengið nóg af okkar ágæta landi. Þar er félagslega kerfið, stuðningur við einstaklinga og fjölskyldur, með þeim hætti, að margir telja að Danmörk sé mun vænna land til eðlilegs lífs, einkum fjölskyldulífs. Fjölskylduskattur Fáir munu hafa tekið eftir því að skattar á barnafjölskyldur hækkuðu verulega nú um áramótin. Skattar lækka að meðaltali, einkum hjá þeim sem ekki hafa börn á framfæri. Þeir barnlausu, sem hafa séð ofsjónum yfir barnabótum, bæði í gamni og alvöru, geta huggað sig við að skattar barnafólks með meðaltekjur og meira hækka. Barnabæturnar hafa verið afnumdar að mestu leyti hjá öðrum en lágtekjufólki. Í sjálfu sér er þetta ekki vondur kostur. En eðlilegt hefði verið að segja fólki frá því að þetta væri að gerast. Í Morgunblaðinu birtust skömmu fyrir áramót viðtöl við tvær barnafjölskyldur með 4 og 5 börn. Þar kom skýrt fram að því fylgdi nokkur kostnaður að eiga mörg börn og í öðru tilvikinu var sérstaklega tekið fram, að góður efnahagur væri forsenda þess að foreldrarnir gætu veitt börnum sínum, það sem eðlilegt telst í nútíma þjóðfélagi. Kröfur þess eru að vísu miklar og sjálfsagt hægt að komast af án ýmissa þeirra hluta sem allir vilja eiga nú um stundir. Það verður að teljast afar óskynsamlegt að fara þessa leið, nema skattar verði verulega lækkaðir, almennt. Fjölskyldan hefur stundum átt undir högg að sækja þótt stjórnmálamenn tali fjálglega um gildi hennar á hátíðarstundu. Það er skynsamlegt að fara sömu leið og Danir að virða fjölskylduna, einnig þegar kemur að skattinum. Kannski er hér komið verkefni fyrir væntanlegan umboðsmann skattgreiðenda. Sú hugmynd, að stofna til umboðsmanns til að fylgjast með og gæta hagsmuna skattborgaranna gagnvart kerfinu, er góð, þótt hún eigi reyndar ekki við um ákvarðanir alþingis. Ekki er því trúað að ætlun Alþingis hafi verið að skerða hag barnafjölsyldunnar. Fíkniefnavandinn Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hélt einnig prýðilega áramótaræðu. Sumum þótti hún bera pólitískan keim. Okkur er öllum hollt að muna, að hver maður hefur sinn stíl í embætti og störfum. Skoðanir þær sem hann viðraði voru frá sjónarhorni þess manns, sem þekkir hugsunarhátt í alþjóðastarfi. Umhverfismál eru eru hæst á baugi nú um stundir. Þótt vissulega hafi ekki allar hrakspár ræst varðandi þau, er brýnt að Íslendingar viðhaldi sjálfir þeirri ímynd sem fer af landi og þjóð. Sjávarútvegur og ferðþjónusta eiga þar sameiginlega hagsmuni. En forsetinn vék að annarri vá. Ekki verður við það unað að stöðugt fleiri ungmenni leit á náðir fíkniefna. Síst er hægt að sætta sig við það á sama tíma og efnahagur er á uppleið. Kann að vera að þarna fari afleiðingar af ómarkvissri fjölskyldustefnu, jafnt á skattasviðinu og öðrum. Orð hans voru í tíma töluð. Við verðum að gæta að börnum okkar og unglingum. Þau eru framtíð þessa þjóðfélags. Fjölskyldan er hornsteinninn þegar að uppeldi þeirra kemur. Hana ber að virða. -Stakkur ðingurinn á bekknum hjá BB... sami sé eitthvað veikur! Sál- fræðingar geta einmitt gert mesta gagnið með því að hjálpa fólki til að fást við venjuleg vandamál sem allir eiga við að glíma einhvern tímann á lífsleiðinni.“ – Þú ert ef til vill í aðra röndina eins konar prestur... „Nei, ekki er ég prestur, en verksviðin skarast vissulega að einhverju leyti hjá prestum, sálfræðingum og öðrum stétt- um sem vinna með lifandi fólk. Þessar stéttir nálgast við- fangsefnin aftur á móti úr ólíkum áttum og með mis- munandi hætti, þó að þær starfi á sameiginlegu gráu svæði að nokkru leyti.“ – Hefur margt komið þér á óvart í starfi þínu sem sál- fræðingur á þessu rúma ári hér? „Vissulega er ýmislegt sem kemur á óvart. Ég er að einu leytinu nýr í þessu þó að ég sé að öðru leyti nokkuð gamall. Ég er orðinn 45 ára þegar ég byrja að vinna sem sérfræð- ingur í mínu fagi. Aftur á móti hef ég mína lífsreynslu og mitt lífshlaup að baki. Öll árin mín í uppeldisstörfum, í vinnu með þroskaheftum og með fólki sem á við geðræn vanda- mál að stríða, eru ómetanlegur bakgrunnur sem ég byggi á. Sjálft skólanámið kemur þar til viðbótar.“ Margvísleg þjónusta og ráðgjöf „Hér er ég með stofu þar sem boðið er upp á margvís- lega þjónustu eftir þörfum hvers og eins. Ég býð upp á samtöl og viðtalsmeðferð. Ég býð einnig upp á meðferð þar sem vandamálin eru ef til vill eitthvað djúptækari. Síðan er ráðgjöf fyrir hjón, ráðgjöf og leiðsögn varðandi uppeldi barna og unglinga og annað í þeim dúr. Einnig ráðgjöf fyrir þá sem eiga við fíkniefna- vanda að stríða. Þetta eru þau svið sem ég fæst mest við. Sálfræðimenntunin hefur mjög víðtæka tilvísun og verksvið sálfræðinga er mjög fjölbreytilegt. Starfið hér er enn í mótun, eins og ég sagði, og kannski ennþá nokkuð langt í land að það hafi fest rætur og sé orðið að sjálf- sögðum þætti innan heilsu- gæslugeirans. Sálfræðingur getur gert gagn með ýmsum öðrum hætti en á stofu, til dæmis í félagsþjónustu sveit- arfélaganna.“ Streita, kvíði og þunglyndi – Ætli vandamál fólks hér vestra séu eitthvað frábrugðin því sem gengur og gerist annars staðar? „Ég hygg að vandamál fólks séu í rauninni ákaflega svipuð hvar sem er. Kvíði og þunglyndi eru vandamál sem eflaust allir kannast við með einhverjum hætti. Hins vegar er þjóðfélagslegur bakgrunnur fólks mismunandi. Þunglyndi má lýsa þannig, að það sé tilfinning sem grípur fólk þegar það er að einhverju leyti farið að missa tök á lífi sínu. Það er í rauninni ekki mikill eðlismunur á fyrirbærum eins og streitu, kvíða og þunglyndi. Þetta er allt í sömu víddinni, aðeins á mismunandi stigum. Það getur aftur á móti farið eftir því hvar þú ert staddur, hvort talað er um streituein- kenni, kvíðaeinkenni eða síð- an þunglyndiseinkenni, sem eru alvarlegustu einkenni þess að fólk sé í þann veginn að missa tökin eða búið að missa tökin á sínu daglega lífi. Í þétt- býlinu syðra er flóra mann- lífsins fjölbreyttari en í fá- menninu úti á landi og dagleg skoðanaskipti öðruvísi. Hér virðast skoðanir fólks og hugmyndaheimur vera ein- sleitari en syðra og umburð- arlyndi fólks gagnvart skoð- unum annarra ef til vill minni en gengur og gerist þar sem þéttbýli er meira. Þetta setur mark sitt á samfélagið og skapast af aðstæðunum. Fólk- ið sjálft er ekkert öðruvísi en annars staðar og hvorki betra né verra. Í fámennum samfé- lögum eins og hér skipast fólk hins vegar frekar í hópa eftir tilfinningum, ættartengslum og öðru slíku en þar sem fjölmenni er meira. Forsenda þess að geta starf- að sem sálfræðingur er að geta skilið annað fólk. Sá sem getur ekki sett sig inn í hug- myndaheim annarra hefur ekkert í þessu starfi að gera. Maður verður að geta sett sig í spor annarra til þess að geta

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.