Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.01.1998, Qupperneq 9

Bæjarins besta - 14.01.1998, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998 9 Basil Hafnarstræti 14 - Ísafirði Sími 456 5210 Útsala! Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi Leigð Árna Baldurssyni Sjö tilboð bárust í leigu Laugardalsár í Ísafjarðar- djúpi ásamt veiðihúsi en áin var auglýst til leigu í byrjun desember sl. Að sögn Sigurjóns Samúels- sonar, formanns Veiðifé- lags Laugardalsár, þótti til- boð Árna Baldurssonar, laxveiðimanns með meiru hagstæðast og hefur verið ákveðið að ganga til samn- inga við hann til eins árs. Árni Baldursson var með Langadalsá á leigu síðastliðið sumar og mun svo einnig verða í ár. Auk Árna buðu í ána þeir Magnús Jónasson og Ólafur Jóhannsson, Stanga- veiðifélag Ísfirðinga, Sigurður Þóroddsson, lögfræðingur, fyrir hönd nokkurra Patreks- firðinga, Gísli Ásgeirsson sem var með tvö tilboð og Eiríkur St. Eiríksson sem bauð í ána fyrir hönd Stangaveiðifélags- ins Stekks í Mosfellsbæ. Frá árinu 1983 hafa bændur í Laugardal séð sjálfir um út- leigu árinnar en fram að þeim tíma var hún leigð ýmsum að- ilum. ,,Tilboð Árna var svipað öðru tilboði hvað varðar fjárhæð, en við töldum hag- stæðast að leigja Árna ána,” sagði Sigurjón. Frá Laugardalsá. Veiðimaður við veiðar í Brúarfljóti. Áin hefur nú verið leigð Árna Baldurssyni, laxveiðimanni með meiru. Rannsóknarnefnd flugslysa um flugóhapp Metró flugvélar Flugfélags Íslands Flugvélin hrapaði um nærri 700 metra á 13 sekúndum Metró-flugvél Flugfélags Íslands. Í framhaldi af rannókn Rannsóknarnefndar flugslysa á flugóhappi Metró flugvélar Flugfélags Íslands, sem lenti í alvarlegri ókyrrð yfir Ísa- fjarðardjúpi 16. ágúst sl., leggur nefndin til að Flug- málastjórn skyldi flugrekend- ur til að nota flugherma við þjálfun flugmanna þessara véla í slæmum veðurskilyrð- um. Þá leggur nefndin til að Veðurstofa Íslands athugi með hvaða hætti unnt sé að endur- bæta veðurskeyti frá veðurat- hugunarstöðvum, s.s. frá Æðey, þannig að þar megi geta um veðurfyrirbrigði sem vald- ið geta vindhvörfum ef þeirra verður vart. Í niðurstöðum rannsóknar- innar sem kynnt var á föstu- dag, kemur fram að Metró flugvélin lenti í gríðarmiklu upp- og niðurstreymi, meira en skilgreint er sem mjög mik- il ókyrrð eða allt að 35 til 57 hnútar þar sem sveiflan milli upp- og niðurstreymis varð að meðaltali á 7,5 sekúnda fresti. Vélin fór þrjár dýfur og í þeirri stærstu missti hún 2.244 feta flughæð, um 680 metra á 13 sekúndum. Þar af voru 1.866 fet á aðeins sjö sekúndum en áætlað er að um 500 fet af þessari lækkun hafi stafað af mjög miklu niður- streymi með meðalvindhraða upp á rúma 42 hnúta. Vind- hviðurnar sem flugvélin varð fyrir skiptu um stefnu eða átt nokkrum sinnum og eins sveiflaðist hröðunarálag og fór mest í mínus 1,25G í plús 4,23G sem er staðlað gildi fyrir hröðun vegna aðdráttar- afls jarðar. Í skýrslu Veðurstofunnar eru helstu niðurstöður að mjög hlýtt hafi verið við Ísafjarðar- djúp fram eftir þessum degi en kaldara loft hafi streymt að þegar skil nálguðust úr austri. Fjöll norðan við Djúpið hafi lokað fyrir aðstreymið meðan vindur var hægur en kaldara loftið gæti að nokkru leyti hafa streymt yfir loftið sem fyrir var og þannig valdið verulega staðbundinni ókyrrð. Um klukkan 15 var orðið nógu hvasst til að loft fór að streyma yfir fjöllin og fjallabylgjur tóku að myndast. Næstu klukkustundir hafi skilyrði verði þannig að bylgjurnar hafi brotnað rétt neðan við þá hæð þar sem draga fór úr vindi. Vitað sé að brotnandi bylgjur geti valdið mikilli ókyrrð. Þá segir í skýrslunni að líklegt sé að uppstreymis- og ókyrrðarsvæði sem mynd- ast hafi af framangreindum orsökum hafi fallið saman og kvikan því orðið sterkari en hvor ástæðan fyrir sig gaf tilefni til. Í skýrslu Rannsóknarnefnd- ar flugslysa kemur fram að öll gögn og öll skírteini hafi verið í fullu gildi hvað varð áhöfn og flugvél. Niðurstöður rannsóknarinnar eru byggðar á gögnum úr flugrita vélar- innar, ratsjárupplýsingum frá Bolafjalli og frásögn flug- manna auk gagna frá Veður- stofu Íslands. i Í i i í i Útsala! Útsalan hefst fimmtudaginn 15. janúar 30-70% afsláttur Nýtt korta- tímabil

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.