Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.07.1998, Page 6

Bæjarins besta - 29.07.1998, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998 Í faðmi fjalla blárra… Leikfélagarnir Maggi Bald Þuru og Finni á Felli. Maggi Bald Þuru kemur „heim“ eftir 53 ár – og Finni á Felli var svo myrkfælinn í æsku og hljóp svo hratt framhjá kirkju- garðinum á Ísafirði, að hann varð besti spretthlaupari á Norðurlöndum Húsið Sóltún á horni Hlíð- arvegar og Bæjarbrekkunnar á Ísafirði er í eigu Ísfirðinga- félagsins í Reykjavík (og um land allt, eins og gjarnan er farið að bæta við). Þetta bráð- um sjötíu ára gamla hús Guð- mundar frá Mosdal, kennara á Ísafirði, er ákaflega fallegt og sérstætt, smágert og fínlegt eins og höfundur þess. Í Sól- túnum dveljast brottfluttir Ís- firðingar tíma og tíma, ganga um æskuslóðirnar og leita að löngu horfinni fjöru, hitta leik- félagana sem ósjaldan eru orðnir gamlir fyrr en varði og komnir á eftirlaun, og rifja upp og reyna að muna fjalla- nöfnin, náttúruna, eins og skáldið sagði. Það hlýtur að vera nokkuð sérstök tilfinning að koma í Sóltún á ný og sitja þar í stofunni lífsreyndur mað- ur, sextíu og fimm árum eftir að hafa verið lítill drengur í smíðatímum hjá Guðmundi í þessu sama herbergi. Í Sóltúnum hittum við einn góðan veðurdag (og flestir veðurdagar hafa verið góðir á Ísafirði þetta sumarið, svo ekki sé meira sagt) tvo brott- flutta Ísfirðinga, sem þar dveljast ásamt eiginkonum sínum og einum öðrum hjón- um. Annar þeirra er Magnús E. Baldvinsson úrsmiður í Reykjavík, sem nú er að koma heim í fyrsta sinn í meira en hálfa öld. Hinn er Finnbjörn Þorvaldsson, sem lengst af starfaði hjá Loftleiðum og síðan Flugleiðum, en hann er einn af bestu frjálsíþrótta- mönnum sem Íslendingar hafa eignast. Magnús var einnig í fremstu röð íþróttamanna hér- lendis á sínum tíma. Þeir Magnús og Finnbjörn eru jafnaldrar, þannig að ekki skakkar nema tæplega hálfu ári. Þeir voru leikfélagar í æsku og eru það enn. Þeir kepptu báðir fyrir ÍR og fóru margar keppnisferðirnar sam- an. Fæddur í húsinu hennar Karitasar Magnús E. Baldvinsson rak úrsmíða- og skartgripaverslun í Reykjavík í meira en fimmtíu ár. „Einn tengdasonur minn lærði hjá mér og þau hjónin reka verslunina núna í Kringl- unni undir nafninu Meba – það er stytting á nafninu mínu – en ég var lengst á Lauga- veginum.“ Magnús Eðvald Baldvins- son fæddist á Ísafirði í des- ember 1923 og átti þar heima þangað til hann var nærri ell- efu ára, en þá fluttist hann brott. „Samt kalla ég þetta nú alltaf heima“, segir hann. Magnús fæddist niðri á Bökk- um í húsi sem var kallað húsið hennar Karitasar, en hún var smábarnakennari. „Við börn- in á Ísafirði á þeim tíma byrj- uðum flest að læra hjá henni. Svo átti ég heima að Tanga- götu 28 í húsinu hans Jóns A. Þórólfssonar, en þegar afi minn og amma komu hingað flutti ég í Túngötu 3, húsið hans Gríms rakara, og átti heima þar í norðurendanum. Þar vorum nú ekki mörg ár, en þá flutti ég í Túngötu 11 og átti þar heima þangað til ég fluttist með móður minni til Reykjavíkur.“ Magnús missti föður sinn þegar drengurinn var fimm ára, en hann fórst með mótorbátnum Gissuri hvíta. Hann hét Baldvin S. Sigurðsson og var úr Bolung- arvík, sonur Sigurðar Árna- sonar. „Ég var nú í Bolungar- vík í gær og mér var sagt að nyrsta vörin þar hafi verið vörin hans og verið kölluð Sigurðar Árnasonar vör. Mér þótti gaman að heyra þetta. Ég átti hér heilmargt skyld- fólk. Bræður föður míns voru hér, bæði í Hnífsdal og hér á Ísafirði og einn bjó í Jökul- fjörðum. Svo átti maður hér marga og góða vini, stráka á svipuðum aldri, og margar góðar minningar frá uppvaxt- arárunum hér á Ísafirði. Hérna í Vestanpóstinum, blaði Ísfirð- ingafélagsins, er einmitt mynd af okkur félögunum á tíu ára afmæli Harðar Helgasonar, sem síðar varð sendiherra, og þar á meðal er Högni vinur okkar Þórðarson, sem býr hérna hinum megin við göt- una“, segir Magnús. Synda saman þrisvar í viku „Við Finnbjörn áttum heima sitt hvorum megin við götuna niðri í Tangagötu, ég í númer 28 og hann í númer 29, og vorum leikbræður þegar við vorum litlir pollar. Seinna þegar við vorum báðir komnir til Reykjavíkur lágu leiðir okkar saman í íþróttunum. Við hittumst aftur í Íþróttafélagi Reykjavíkur (ÍR) og vorum þar nokkuð lengi saman í frjálsum íþróttum. Finnbjörn var þessi mikli afreksmaður í spretthlaupum og ég var að dunda í langstökki og náði svona sæmilegum árangri“, segir Magnús, hógværðin uppmáluð. „Við fórum mikið saman í keppnisferðir og vorum í fyrsta hópi íslenskra frjálsíþróttamanna sem fór til keppni erlendis og það var einmitt verið að halda upp á það í fyrra hjá ÍR. Svo liðu árin og eftir að við erum kom- nir á eftirlaunaaldur stundum við alltaf sund saman. Við hittumst þrisvar í viku í sundlauginni í Garðabæ og eftir það förum við til Hafnar- fjarðar og drekkum þar kaffi niður við höfn ásamt gömlum félögum okkar úr ÍR.“ Magnús á ekki mikið af skyldfólki vestra lengur. „Ekki núna, nei. Það flutti eiginlega allt til Reykjavíkur og á Akranes. Frænka mín, Sigríður Guðmundsdóttir, var gift Árna Árnasyni föðurbróð- ur mínum og þau voru hér nokkuð lengi og bjuggu í Fjarðarstræti 21 áður en þau fluttust suður. Þau áttu mikið af börnum, meðal þeirra Þorvald Árnason skipstjóra og Árna Árnason vélstjóra, sem margir hér af eldri kynslóðinni kannast við. Ég heiti Magnús Eðvald og það er sama nafnið og á Jóni Edwald hér á Ísafirði, en hann breytti stafsetning- unni á því og gerði það að

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.