Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.07.1998, Síða 9

Bæjarins besta - 29.07.1998, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998 9 haft gott af þessu. Námsleið- inn var alveg að fara með mig þennan vetur og félagsskap- urinn og rúnturinn áttu hug minn öllu frekar en skólinn, eins og ekki er óalgengt á þessum aldri.“ Næsta vetur reif Valdimar sig upp á ný, tók fjórða bekkinn upp og frá þeim tíma var bein sigling og þægileg það sem eftir var. Sálarfræðin og vottur Jehóva – Fórstu beint í guðfræðina eftir stúdentspróf? „Nei. Ég varð svo frægur að innritast í sálarfræði fyrsta haustið þegar sú grein var tek- in upp við Háskóla Íslands. Ég hef heyrt að þessir fyrstu dagar sálarfræðinnar á Íslandi séu „gullnir dagar“ í minn- ingunni hjá þeim sem héldu þetta út og luku náminu. En ég fór að athuga atvinnu- möguleika í sálarfræðinni og þeir voru nánast engir hér- lendis á þessum tíma, á árunum upp úr 1970. Þá voru tveir eða þrír starfandi sál- fræðingar á Íslandi og ekkert útlit fyrir að það myndi breyt- ast. Sá sem lagði stund á sál- arfræði varð því að gera það upp við sig, að hann myndi ekki starfa í því fagi hér á landi, nema þá við kennslu. Mér leist ekki nógu vel á þetta. Þar fyrir utan fannst mér sál- arfræðin ekki henta mér alveg, eftir að ég fór að kynnast námsefninu. Fólk er jafnan leitandi, ekki síst þegar það er ungt, og mér fannst sálarfræð- in einhvern veginn ekki veita mér þau svör sem ég var að leita að, þó að ég vissi kannski ekki einu sinni sjálfur hvers ég var að leita. Hins vegar hafði ég lengi haft áhuga á trúmálum. Ég minnist þess, að eitt sinn kom vottur Jehóva heim og var að tala við móður mína og systur. Þær urðu leið- ar á honum og sendu hann á mig í staðinn. Hann kom síðan öðru hverju í heilt ár og við rökræddum og deildum um þessi efni. Þetta átti sinn þátt í því að vekja áhuga minn á trúmálum.“ Verulega góður lófalesari – Hugleiddirðu og kynnt- irðu þér eitthvað önnur trúar- brögð og jafnvel hinar óhefð- bundnu hliðar þeirra mála? „Já, mjög mikið. Ég var meðal annars mikið í nýaldar- pælingum, eins og það er nú kallað. Ég fékkst mikið við að spá í lófa og var orðinn verulega góður í því, þó ég segi sjálfur frá! Einnig var ég á kafi í stjörnuspeki. En þegar ég byrjaði í guðfræðinni hætti ég þessu gjörsamlega og get ekki sagt að ég hafi borið það við síðan. Ég er því búinn að gleyma þessari kúnst, að spá í lófa, sem ég var vissulega mjög stoltur af, þó að ég telji mig ekki hafa neina yfirnátt- úrlega hæfileika!“ – Þú hættir síðan í sálar- fræðinni… „Já, við ákváðum það um áramótin, þrír félagar og vinir, að fara í guðfræði, Jón Valur Jensson, Þórsteinn Ragnars- son og ég. Við vorum bekkjar- félagar úr menntaskóla, og sá fjórði úr þeim bekk í guð- fræðinni var Geir Waage, sem nú er prestur í Reykholti, þannig að fjórir strákar úr B- bekknum úr MR vorið 1971 urðu guðfræðingar.“ – Fleiri nafnkunnir menn hafa væntanlega komið þeim hópi, eins og jafnan úr B- bekknum í MR... „Já, þar á meðal eru Geir Haarde fjármálaráðherra, Hjörleifur Kvaran borgar- lögmaður og ýmsir fleiri góðir menn.“ Heimur versnandi fer – Var þá ekki enn sú gamla skipan í MR, að A-bekkurinn var hreinn stúlknabekkur og B-bekkurinn hreinn stráka- bekkur? „Nei, þá var A-bekkurinn blandaður og þótti fáheyrt og hálfgerður skandall að brjóta svo hefðina.“ – Já, heimur versnandi fer. Ég hef meira að segja heyrt að kennarar og nemendur þar séu hættir að þérast, en maður trúir einfaldlega ekki þvílíkum ótíðindum, þvílíkri óhæfu, þvílíkri lausung. Undirrituð- um hlýnar um hjartaræturnar þegar hann minnist orða Guðna kjafts, sem sumir nefndu í virðingarskyni Guðna munn eftir að hann varð rektor: Reynið að hunds- kast til að gera þetta betur næst, helvítis fíflið yðar! Séra Valdimar greinir þá frá því, að Guðni hafi verið farinn að þúa hann í sjötta bekk. Sic transit gloria mundi – svo hvörful er heimsins dýrð. Og gömlu MR-ingarnir sem sitja og maula heimabakað brauð með osti á prestssetrinu á Suðureyri ylja sér við minn- ingarnar um skólann sinn og hinn orðfráa Guðna Guð- mundsson enskukennara. Það gekk alveg bölvanlega að fá þokkalegar einkunnir í ensk- um stíl hjá Guðna; þeir sem fengu átta og níu í öðrum fögum náðu fimm eða sex í enskum stíl, jafnvel þótt þeir legðu sig þar hálfu meira fram en í öðrum greinum, og þóttust alsælir með einkunnina sjö. Minnisstætt er, hvernig Guðni skilaði ensku stílunum jafnan til nemenda. Hann stóð við hásætið (því að vitaskuld var kennarapúltið í MR á upp- hækkuðum palli, að áliti nem- enda til þess eins að kennar- arnir ættu auðveldara með að líta niður á þá) og skutlaði stílabókunum líkt og síðari tíma frissbí út um allan bekk og svo hratt eins og þaulvanur pókerspilari dílar kortunum. Bækurnar flugu þó ekki nærri eins vel og frissbí og lentu ekki eins snyrtilega og spilin í póker, heldur opnuðust þær oft á leiðinni og minntu helst á flögrandi hænsn í hvassviðri. „Við Guðni vorum miklir mát- ar. Ég var nú ekki alltaf mjög duglegur að mæta í skólann – kannski ekki rétt að vera að vekja of mikla athygli á því – en í fyrsta tíma á mánudögum var enskur stíll og þá mætti Valdimar Hreiðarsson ævin- lega og var með um 7,5, sem þótti alveg ævintýraleg ein- kunn“, segir hann. „Ég held því fram, að kennslan og kröfurnar í ensk- unni hjá Guðna í sjötta bekk máladeildar hafi verið á há- skólastigi. Enda heyrði ég það líka, að þeir sem fóru í ensku- nám í háskóla eftir að hafa verið hjá Guðna, hafi sagt að það væri ósköp svipað og hefði verið hjá honum í MR.“ Í bókabílnum Eftir stúdentspróf og fram- an af háskólanámi vann Valdi- mar í bókabílnum í Reykjavík. Bókabílstjóri þá og lengi fyrr og síðar var Runólfur Elínus- son frá Heydal við Mjóafjörð í Ísafjarðardjúpi, gráhærður lengi og strýhærður. „Runólf- ur var ágætur maður og skemmtilegur og alltaf hinn hressasti og kallaði mig alltaf „pastor Valdimar“. Starfs- fólkið í bókabílnum var mjög gott og þetta var hinn ágætasti tími.“ Kosturinn við að vera framsóknarmaður Á unglingsárum og fram í háskóla stundaði Valdimar skemmtistaði nokkuð grimmt og var mest í Klúbbnum. „Þetta var nokkuð sem maður þurfti einfaldlega að taka út. Það fylgdi lífinu á þessum tíma. Eftir að Glaumbær brann fór maður í Klúbbinn. Ég man að einu sinni var ég sextán ára gamall að reyna að komast inn í Glaumbæ og þar fyrir utan var mannþröng eins og venjulega. Geiri dyravörður var að störfum, bróðir Sigur- bjarnar Eiríkssonar veitinga- manns, og ég kallaði stundar- hátt yfir hópinn: Þú hleypir nú gömlum framsóknarmanni inn! Komdu, sagði hann þá, og eftir þetta komst ég alltaf inn. En ég leiðrétti aldrei þetta með framsóknarmennskuna og hef ekki gert það ekki opinberlega fyrr en nú. Þetta átti nú bara að vera brandari, en hann svínvirkaði! Einhvern tímann kom ég nokkuð snemma í Glaumbæ og fékk mér kaffi þar inni í fataheng- inu. Kona sem var að vinna þar sá þetta og kallaði: Geiri! Það er einhver maður farinn að fá sér hérna kaffi! Geiri kom og sagði: Nú, hvað er þetta, má maðurinn ekki fá sér kaffi?“ Hver maður hefur sína sérstöðu – Hvernig er að vera prestur í litlu plássi? Hér stendur þetta gríðarmikla hús miðsvæðis og gnæfir yfir umhverfið. Finnst þér þú sem prestur vera mjög sér á parti í þessu samfélagi? „Ég held að presturinn sé það alltaf, hvar sem er. Starf hans hefur í eðli sínu mikla sérstöðu. Að mínum dómi er bæði þýðingarlaust og ástæðulaust að slá striki yfir það. Sumir segjast ekki geta verið prestar á svona litlum stað, vegna þess að þeir geti aldrei gleymt því að þeir eru prestar. Ég skil ekki það við- horf. Ég er vissulega prestur og sé enga ástæðu til að gleyma því. Á sama hátt býst ég við að skólastjórinn hafi sína sérstöðu í plássinu sem skólastjóri, læknirinn hafi sína sérstöðu, forstjórinn í fyrir- tækinu, afgreiðslumaðurinn í búðinni, sjómaðurinn o.s.frv. Það hefur hver sínu hlutverki að gegna og hverju hlutverki fylgir ákveðin ímynd. Við getum hvorki verið að hlaup- ast undan því né gleyma því, enda engin ástæða til. Mér finnst það alls ekkert þung- bært að vera presturinn í pláss- inu! En því er ekki að neita, að presturinn hefur ákveðna sérstöðu.“ Erfiðu stundirnar eru líka gefandi – Er ekki erfitt að vera prest- ur? Séra Valdimar hugsar sig um litla stund. „Nei, mér finnst það ekki. Eins og einn góður nágrannaprestur sagði einu sinni: Mér finnst það al- gjört æði!“, segir hann og hlær. „Auðvitað koma erfiðar stundir í prestsstarfinu, en að öllu jöfnu er embættið mér alls engin byrði, nema síður sé. Ég hef komið víða við á lífsleiðinni og kynnst ýmsu – ég var mikið á sjónum í gamla daga, ég hef unnið verka- mannavinnu, ég hef stundað kennslu í mörg ár og fengist við hitt og þetta – en prests- starfið er það sem mér líkar langbest af öllu sem ég hef kynnst. Það er alveg á hreinu. Ekkert annað hefur verið mér eins áhugavert og gefandi, og þá gildir einu hvert af verk- efnum prestsins um er að ræða. Þau eru öll gefandi, hvert með sínum hætti. Það koma erfiðar stundir í starfinu, vissulega, en einnig þær stundir eru gefandi á sinn hátt.“ Eitthvað er til sem við kunnum ekki skil á – Nú segja sumir, að flestir íslenskir þjóðkirkjuprestar séu í einhverjum „armi“. Þú nefndir bekkjarbróður þinn, séra Geir Waage í Reykholti. ErtGeirsmaður? „Nei, ég er að minnsta kosti ekki í „Geirsarminum“ svo- nefnda. Hins vegar aðhyllist ég það sem nefna má klassíska kristni, trú Hallgríms Péturs- sonar ef svo má segja, eins og svartstakkarnir svokölluðu eru taldir gera. En raunar held ég að það séu ekki miklar deilur um trúfræðilegar áherslur innan kirkjunnar í dag. Átökin milli „nýguð- fræðinnar“, sem átti sér marga fylgismenn á Íslandi en er nú að miklu leyti liðin undir lok, og hins klassíska kristindóms, eru nánast um garð gengin. Hins vegar loka ég ekki á það, að eitthvað fleira kunni að vera milli himins og jarðar en heimspekina dreymir um. Mér þætti rangt og slitið úr samhengi við veruleika fólks, að afneita öllu „yfirnáttúr- legu“, draumum eða skynj- unum fólks eða einhverjum Þjóðarviljinn..... Mikil umræða á sér stað í þjóðfélaginu um kvóta á óveiddu sjávarfangi. Fiskurinn í sjónum er þjóðareign á tyllidögum. Þannig tala forráðamenn þjóðarinnar á hátíðisdögum. Því hefur verið haldið fram á þessum vettvangi að kvótakerfið hafi að stærstum hluta skilað hlutverki sínu. Framlegð fiskveiða, þá er verið að tala um afraksturinn af veiðum í efnahagslögsögunni, hefur aukist. Margar aðferðir hafa verið reyndar til að hafa stjórn á fiskveiðum. Reynt hefur verið að beita sóknarkerfi. Ákvörðun um að takmarka þá daga sem skip mega vera að veiðum skilaði ekki þeim árangri sem eftir var sóst. Ekki tók betra við þegar ákveðið var að takamarka innflutning á skipum. Ónýtir dallar fengu aukið verðmæti með sama hætti og gerst hefur í kvótakerfinu. Ef gengið er út frá því sem staðreynd að ákvarða hverju skipi aflatakmörk á hverju fiskveiðiári og jafnframt að þannig hafi stjórn á veiðum orðið skást, er stjórnvöldum, einkum Alþingi, nokkur vandi á höndum. Auðlindagjald kemur of seint á til þess að virka ekki sérlega ósanngjarnt gagnvart þeim fiskveiðistöðum, sem hafa þegar misst aflaheimidlir vegna kvótasölu. Auðlindagjald hefði þurft að koma á um leið og kvóta var úthlutað. En samkvæmt skoðanakönnun eru 77% íslensku þjóðarinnar andsnúin kvótakerfinu. Sú andstaða er einkum byggð á því, að einhverjir hafi orðið ríkir af því að nýta sér kvótakerfið. Þessi afstaða sýnist byggjast á því, að nú er verið að uppskera árangur, sem flestir telja að hluta megi rekja til fiskveiðistjórnunar, það er kvótakerfisins. .......og kvótakerfið Sú spurning vaknar hvort kvóta- kerfið hafi eingöngu skilað hagnaði til þeirra sem telja sig eiga kvótann, ýmist fyrir að hafa öðlast veiðireynslu eða fyrir kaup. Ef spurningin eða öllu heldur svarið er einfaldað kemur í ljós að verðmæti fisks úr sjó hefur aukist og hagur þjóðarbúsins batnað. Annað atriði kemur einnig til. Fiskifræðaingar hafa nú lýst því að ástand fiskistofna hafi batnað að mun. Enda hefur verðmæti kvóta stigið við aukið framboð. Annað athyglisvert atriði sem kemur til skoðunar er sú tilhneiging samábátaeigenda að hafa skipt úr sóknarmarki, það er ákveðnum dagafjölda til að mega veiða, yfir í kvóta eða aflamark. Því verður ekki neitað að í sumum tilvikum hafa smábáteigendur selt hinn nýfengna kvóta enda auðveldara en að sækja sjó, einkum fyir þá sem stundað hafa þann erfiða atvinnurekstur um langt árabil. Þótt engri rýrð sé varpað á smábátaeigendur þá má vera ljóst að loksins hefur kvótakerfið skilað einhverjum þeirra arði eftir lífsstarfið. En þeir eru ekki einir. Gallar kvótakerfisins felast einkum í því að sumir snjallir viðskiptamenn hafa óneitanlega hagnast verulega á því að geta keypt og selt óveiddan afla í sjó. Í framsali á kvóta liggja kannski helstu kostir þessa umdeilda kerfis. Þeir sem í raun treysta sér til að reka útgerð með minnsta mögulega tilkostnaði beita öllum ráðum til þess að hámarka afraksturinn af atvinnu sinni. Ein fljótvirkasta leiðin til þess er auðvitað að auka aflamagnið sem þeir mega fiska. Þarna liggur sú undarlega þversögn sem pirrar íslensku þjóðina svo mikið, að niðurstaða skoðanakönnunar bendir til þess að rúmlega þrír fjórðu hlutar íslensku þjóðarinnar eru andsnúnir fiskveiðistefnu, sem hefur virkað, að minnsta kosti í samanburði við annað sem reynt hefur verið. Öfund og kosningar Það er skylda stjórnvalda að fylgjast svo með þjóðlífinu að augljós ósanngirni verði ekki látin líðast. Allt er breytingum háð. En það er jafnframt skylda stjórnvalda að búa svo um hnútana að þeir sem stunda atvinnurekstur geti gengið út frá því vísu hver rekstraskilyrði eru. Hér er að sjálfsögðu átt við rekstrarumhverfi, sem ríkisstjórn og Alþingi búa atvinnulífinu, sjávarútvegi jafnt og öðrum þáttum þess. Kollsteypur þær sem voru algengar fyrir tæpum áratug voru ekki síður ákvarðanir stjórnvalda en utanaðkomandi áhrif. Náttúruöflum ráða stjórnvöld ekki. En þau eiga að stýra þessu þjóðfélagi, helst í fullkominni sátt við þjóðina. En alltaf verða einhverjir óánægðir. Getur verið að 77% þjóðarinnar hafi ekki tekið eftir efnahagslegum framförum síðustu árin? Að vísu er Ísland svo fámennt að hér ríkir í raun mikil jafnaðarmennska, langt umfram það sem annars staðar gerist, en aðgát skal höfð. Getur verið að svo stór hluti þjóðarinnar hafi tapað einhverjum fjármunum á kvótakerfinu? Svarið hlýtur að verða NEI. Hins vegar verður því ekki neitað að almenningur horfir á mikla eignatilfærslu eiga sér stað. Hjá því verður ekki litið að í mörgum tilfellum brýtur hún í bága við ríkjandi gildi í íslensku þjóðfélagi. Þrátt fyrir hatrammar pólitískar deilur fyrir og um miðja öldina um eignarhald á atvinnutækum, einkaeign annars vegar og sameign eða sósíalisma hins vegar, verður ekki litið framhjá þeirri staðreynd að í íslenskri þjóðarsál blundar ávallt mikil virðing fyrir þeim sem hafa hafist af sjálfum sér í atvinnulífi jafnt og á öðrum sviðum þjóðfélagsins. Það sem er að gerast nú með einkar ósannfærandi málflutningi Sverris Hermannsonar, manns sem flotið hefur alla tíð ofan á í íslensku samfélagi, er það að almenningi finnst ekki sanngjarnt að einhver geti orðið ríkur af því einu að hugsa við skrifborðið og skáka til peningum. En kannski var það einmitt það sem bankastjórar Landsbanka íslands gerðu. Með einföldum ákvörðunum gátu þeir í raun ráðið lífi og dauða fyrirtækja. Einfalt nei varð dauðadómur og kvóti fluttist af Vestfjörðum. Öfund er það ekki. Um þetta verður kosið.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.