Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.07.1998, Síða 11

Bæjarins besta - 29.07.1998, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998 11 Styðjum Auðun Undanfarin ár hefur Golfklúbbur Ísafjarðar átt marga unga og efnilega golfleikara, sem gefið hafa vonir um að Ísfirð- ingar myndu eignast golf- menn í fremstu röð á landsvísu. Af ýmsum ástæðum hefur þetta ekki tekist. Að komast í frem- stu röð á landinu krefst gríðarlegra æfinga, sjálfs- afneitunar og ekki síst fjármuna. Hingað til hafa golfmenn okkar ekki haft aðstæður, tíma eða fjár- muni til að ná svo langt. Í dag eigum við ungan golfleikara, Auðun Ein- arsson, sem er kominn í röð þeirra bestu á land- inu. Hann er nú með 3,3 í forgjöf og keppir í stiga- mótum landsforgjafar- kylfinga og hefur staðið sig mjög vel. Á glæsilegu 20 ára afmælismótu Golfklúbbs Ísafjarðar, sem jafnframt var minningarmót um Einar Val Kristjánsson, setti Auðunn glæsilegt vallarmet á 62 höggum, sem er átta höggum undir pari vallarins og bæting frá eldra meti um átta högg. Leikur Auðuns þessa tvo hringi verður að teljast frammistaða á heimsmælikvarða. Auðunn hefur bæði vilja og metnað til að ná upp á toppinn, en til að það verði mögulegt þarf hann að fá góðan stuðn- ing að heiman, bæði með því að við Ísfirðingar fylgjumst vel með árang- ri hans og einnig þurfum við að styðja hann fjár- hagslega, því það er úti- lokað fyrir ungan og eignalítinn mann að fjár- magna keppnisferðir út um allt land. Golfklúbbur Ísafjarðar hefur stofnað afreks- mannasjóð, sem hefur nú það hlutverk að styðja Auðun fjárhagslega til að stunda íþrótt sína og gefa honum með því möguleika til að ná ennþá lengra í golfíþróttinni. Áætlað er að hægt verði að greiða útlagðan kostn- að að verulegu leyti á keppnisferðum sumarsins og jafnvel safna til að greiða einhvern hluta æfingarferðar í haust eða vetur. Í haust verður haldinn fundur með Auðuni og öllum styrkt- araðilum þar sem Auð- unn gerir grein fyrir ár- angri sínum í sumar og framtíðaráformum. Golfklúbbur Ísafjarðar er með reikning númer 600481 í Íslandsbanka í þessu skyni. Þeir sem vilja styrkja Auðun geta lagt framlag sitt inn á þennan reikning eða haft sam- band við Tryggva Guð- mundsson, formann G.Í. eða Sigurjón Guðmunds- son, gjaldkera, sem taka einnig við framlögum. Með fyrirfram þökk, Tryggvi Guðmunds- son, formaður G.Í. Auðunn Einarsson og Lára Hannesdóttir voru sigursæl á 20 ára afmælismóti Golfklúbbs Ísafjarðar sem haldið var um síðustu helgi. Tuttugu ára afmælismót G.Í. og minningarmót um Einar Val Auðunn bætti vallarmetið um átta högg Um síðustu helgi hélt Golfklúbbur Ísafjarðar tveggja daga opið afmælis- mót í tilefni af 20 ára afmæli klúbbsins. Mótið var einnig minningarmót um Einar Val Kristjánsson, sem var ein helsta driffjöður klúbbsins frá upphafi og þar til hann lést fyrir tæpum tveimur ár- um. Þátttakendur í mótinu voru 57 og meðal þeirra var forseti Golfsambands Ís- lands, Hannes Guðmunds- son, eiginkona hans Ingi- björg Halldórsdóttir (dóttir Dúdda Hall og Láru) og Lára dóttir þeirra, auk fjölda annarra aðkominna kepp- enda. Mótið fór fram í blíð- skaparveðri báða keppnis- dagana og var fjöldi áhorf- enda viðstaddur. Við loka- hring mótsins var löng röð áhorfenda meðfram 18. flötinni, enda hafði kvisast að Auðunn Einarsson (son- ur Einars Vals) væri á góðri leið með að setja nýtt vallarmet, en vallarmetið var 70 högg, þ.e. par vallar- ins, sem Arnar Baldursson setti fyrir mörgum árum. Auðunn átti eftir langt pútt til að ná fugli á 18. holu og Þrír efstu í karlaflokki án forgjafar. F.v. Gunnsteinn Jónsson (3), Auðunn Einarsson (1) og Ragnar Þór Ragnarsson (2). Þrír efstu í karlaflokki með forgjöf. F.v. Auðunn Einarsson (2), Haukur Eiríksson (1) og Birgir Karlsson (3). Þrjár efstu í kvennaflokki með og án forgjafar. F.v. Ingibjörg Halldórsdóttir (2), Lára Hannesdóttir (1) og Guðríður Sig- urðardóttir (3). setti hann púttið niður með miklum tilþrifum, kúlan small af krafti í miðjan holubakk- ann, hoppaði nokkra senti- metra upp í loftið og datt síðan niður í holuna. Fagnaðarlætin sem fylgdu voru slík að ætla hefði mátt að menn væru staddir á alþjóðlegu stórmóti. Það kom líka í ljós að árangur Auðuns var slíkur að fremstu kylfingar heims hefðu ekki þurft að skammast sín fyrir slíkan golfleik. Auðunn fór hvorn hring á 31 höggi, eða samtals 62 höggum, sem er átta höggum undir pari vallarins og bæting á vallarmeti um átta högg. Þetta er ótrúlegur árangur, sem staðfestir rækilega að Auðunn er kominn í hóp allra fremstu kylfinga landsins. Úrslit móts- ins urðu annars sem hér segir: Í karlaflokki án forgjafar sigr- aði Auðunn Einarsson GÍ á 133 höggum, annar varð Ragnar Þór Ragnarsson GKG á 151 höggi og þriðji varð Gunnsteinn Jónsson GK á 152 höggum. Í karlaflokki með forgjöf sigraði Haukur Eiríks- son GÍ á 121 höggi, annar varð Auðunn Einarsson GÍ á 123 höggum og þriðji varð Birgir Karlsson GGL á 130 höggum. Í kvennaflokki án forgjafar sigraði Lára Hannes- dóttir GR á 208 höggum, önn- ur var móðir hennar Ingibjörg Halldórsdóttir GR á 212 höggum og þriðja varð Guð- ríður Sigurðardóttir GÍ á 246 höggum. Sama röð var í kvennaflokki með forgjöf, Lára varð fyrst á 154 höggum, Ingibjörg varð önnur á 156 höggum og Guðríður varð þriðja á 190 höggum. Á mótinu voru í boði glæsi- leg verðlaun fyrir holu í höggi. Á 6/15 holu Toyota bifreið og á 7/16 holu, utanlandsferð með Flugleiðum. Engum tókst að krækja í þessi verð- laun. Fyrir högg næst holu á 6/15 braut var gasgrill frá Hafnarbúðinni á Ísafirði og á 7/16 braut var golfkylfa frá Gunnari Sigurðssyni / golf- vörum. Auðunn Einarsson hlaut bæði þessi verðlaun og fór því þeim klyfjaður verð- launum. Mótið tókst í alla staði vel og var Golfklúbbi Ísafjarðar til mikils sóma. Golfklúbbur Ísafjarðar og börn Einars Vals eru ákveðin í að gera mót sem þetta að árlegum viðburði í framtíð- inni. Börn Einars Vals Kristjánssonar, Atli, Eyþór, Sigríður og Auðunn.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.