Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.07.1998, Page 12

Bæjarins besta - 29.07.1998, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998 Tveir lundar sitja á kletti rétt við Holubúð, gamla verbúð í Vigur. Björn Baldursson er hér búinn að koma sér fyrir á hentugum stað og bíður færis. Nú er óheppinn lundi kominn í háfinn... Lundaveiði í Vigur Lundaveiðin er stunduð í Vigur ár hvert með hefðbundnum hætti, enda er sjálfsagt að lifa af því sem landið gefur eins og gert hefur verið frá ómunatíð. Í með- fylgjandi myndasögu er Björn Baldursson, annar Vigurbænda, á lunda- veiðum ásamt hund- inum Lappa. Hundurinn kemur að vísu lítið við sögu í þessum veiði- skap nema sem félagi og vinur. Haglabyssan sem Björn hefur með- ferðis er ekki notuð til að skjóta lundann, heldur til að fæla hann upp svo að hægt sé að fanga hann í háfinn. Björn tekur hann… …og snýr hann eldsnöggt úr hálsliðnum. Þeir félagarnir Björn og Lappi að leggja af stað heim til bæjar með fenginn. Bringan rifin úr hamnum… …og nú vantar bara pottinn eða pönnuna eða grillið. Niðjamót bræðranna Alberts og Magnúsar Jónssona Niðjamót bræðranna Al- berts Jónssonar og Magnúsar Jónssonar, sem kenndur var við Gjörfidal í Ísafirði, var haldið í Reykjanesi dagana 10.-12. júlí. Þeir bræður voru fæddir að Hamri á Langadals- strönd en fluttust þaðan ungir. Magnús fluttist að Lágadal og síðan að Gjörvidal, þar sem hann lést í hárri elli. Albert fluttist til Ísafjarðar og gerðist járnsmiður þar. Hann byggði húsið að Sundstræti 33 og rak þar smiðju, sem Jón sonur hans tók við síðar. Albert eignaðist tólf börn með Guðnýju eiginkonu sinni og komust átta þeirra til full- orðinsára. Flest þessara barna hafa búið á Ísafirði og ennþá býr Herdís Albertsdóttir í hús- inu Sundstræti 33. Einu niðjar Magnúsar á Ísafirði eru Heið- ar Guðmundsson og börn Guðrúnar Jónsdóttur frá Múla. Þeir bræður voru hag- leikssmiðir á járn og tré og margir afkomendur þeirra einnig. Niðjamótið var haldið í minningu þess, að á þessu ári eru 150 ár liðin frá fæðingu Alberts og frá fæðingu Magn- úsar á næsta ári. Farið var í Gjörfidal, rústir gömlu bæj- anna skoðaðar og saga stað- arins rifjuð upp. Að loknu sameiginlegu borðhaldi í Reykjanesi var stiginn dans. Mótið þótti takast með af- brigðum vel, enda var veðrið mjög gott og aðstaða til móts- halds af þessu tagi til fyrir- myndar í Reykjanesi. Alli Kalli mætti auðvitað með mandólínið. Páll Magnússon frá Akureyri og fjölskylda. Gott að viðra sig á tröppunum. Þórey Alberts yngri, Albert Sigurðsson faðir hennar, Jónína Sanders, Jón Benediktsson og Sigríður Sanders. Niðjar Jónínu Alberts. Elstu ættingjarnir, þær systur Herdís og Margrét Alberts. Unga fólkið setti svip á sam- komuna. Hér er beðið eftir matnum.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.