Bæjarins besta - 29.07.1998, Síða 16
Bæjarins besta
ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ
Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Fax 456 4564 Netfang: hprent@snerpa.is Verð kr. 200 m/vsk
BÍLATANGI
Ísafirði
Símar 456 3800 og 456 4580
BÍLATANGI
Ísafirði
Símar 456 3800 og 456 4580
SONY
ATV
AIWA
PANASONIC
Brottfluttir umfram að-
flutta á Vestfjörðum voru
12 á fyrstu sex mánuðum
þessa árs. Alls fluttust 335
manns til Vestfjarða á þessu
tímabili en 347 fluttust frá
Vestfjörðum.
Mest var sveiflan í Vest-
urbyggð, þar sem fjölgaði
um 45 manns, og í Bolung-
arvík, en þar fækkaði um
42. Fyrir utan Vesturbyggð
fjölgaði einungis í tveimur
sveitarfélögum á Vestfjörð-
um. Í Ísafjarðarbæ fjölgaði
um 20 og í Kirkjubóls-
hreppi um einn. Í Súðavík-
urhreppi fækkaði um 11, í
Bæjarhreppi um 6 og í
Kaldrananeshreppi um 5. Í
öðrum sveitarfélögum var
fækkunin minni.
Helsta ástæðan fyrir hinni
miklu fækkun í Bolungarvík
er brottflutningur Pólverja,
sem þar störfuðu en misstu
vinnuna, og var þar um
stórar fjölskyldur að ræða.
Margir þeirra munu í stað-
inn hafa fengið störf í pláss-
um sunnar á Vestfjörðum.
Fækkaði um 12
Vestfirðir
Kynslóðir koma og fara, synir taka við af feðrum, en
samt er eins og tíminn standi kyrr í eynni Vigur á
Ísafjarðardjúpi. Gamli báturinn Vigur-Breiður stendur á
kambinum framan við bæjarhúsin, tilbúinn í sjóferð og
alltaf eins og nýr, enda þótt enginn viti aldur hans með
vissu. Á myndinni situr ungur drengur á þóftu í þessum
eldforna báti og horfir út á sjóinn.
Núverandi Vigurbændur eru fjórði ættliðurinn þar í
beinan karllegg frá því að séra Sigurður Stefánsson settist
þar að á öldinni sem leið. Öllu er vel við haldið í Vigur og
ræktarsemin við liðinn tíma og söguleg verðmæti blasir
við hvert sem gengið er. Þar lifir stórfjölskyldan af gæðum
lands og sjávar eins og frá öndverðu. Allt hefur sinn tíma
um ársins hring og lundinn er veiddur í Vigur á hverju
sumri þegar sá tími rennur upp. Frásögn af lundaveiðinni
í Vigur í máli en þó einkum í myndum er á bls. 12.
Eldforn bátur en
alltaf sem nýr
Sýknaður í Héraðsdómi Vestfjarða
af kröfu um ökuleyfissviptingu
Sýslumaðurinn á Ísafirði,
Ólafur Helgi Kjartansson,
hefur mælt með því við ríkis-
saksóknara, að áfrýjað verði
til Hæstaréttar dómi Héraðs-
dóms Vestfjarða frá því í
síðustu viku, þar sem öku-
maður var sýknaður af kröfu
um sviptingu ökuleyfis. Öku-
maðurinn var hins vegar
dæmdur til að greiða 12
þúsund króna sekt en allur
sakarkostnaður felldur á ríkis-
sjóð, þar með talin málsvarn-
arlaun verjandans, Tómasar
Jónssonar hrl., 100 þúsund
krónur.
Ökumaðurinn var 5. júní sl.
sviptur ökuleyfi til bráða-
birgða í einn mánuð fyrir að
hafa mælst á 67 km hraða þar
sem leyfilegur hámarkshraði
er 35 km/klst. Hann ók í gegn-
um Hnífsdal á leið til Ísafjarð-
ar og taldi sig eiga eftir um
50-100 metra að umferðar-
skilti þar sem 70 km hámarks-
hraði tekur við. Hann kvaðst
ekki véfengja hraðamælingu
lögreglunnar, en umferð hefði
verið lítil og engir gangandi
vegfarendur og hann hefði því
aukið hraðann á ný þegar út
úr byggðinni í Hnífsdal kom.
Í lögregluskýrslu um atvikið
segir um aðstæður þegar
meint brot var framið, að
dagsbirta hafi verið, sólskin,
yfirborð vegar þurrt, slétt og
bundið slitlag.
Ökumaðurinn vísaði kröf-
unni um ökuleyfissviptingu til
Héraðsdóms, sem komst að
þeirri niðurstöðu þremur dög-
um eftir sviptinguna, að hún
skyldi felld úr gildi. Tveimur
dögum síðar hafnaði ökumað-
urinn sáttaboði lögreglustjóra
um 20 þúsund króna sektar-
greiðslu og sviptingu ökuleyf-
is í einn mánuð og var málinu
því vísað til Héraðsdóms Vest-
fjarða, sem komst að fyrr-
greindri niðurstöðu.
Áður en málflutningur fyrir
dómi hófst í síðustu viku fóru
málsaðiljar á vettvang ásamt
lögreglumönnum þeim sem
mælinguna gerðu og tveimur
rannsóknarlögreglumönnum.
Aðstæður voru ljósmyndaðar
og kvikmyndaðar og bæði bíll
ákærða og bíll lögreglumann-
anna staðsettir í samræmi við
framburð þeirra. Talið var, að
tæplega 170 metrar hefðu ver-
ið frá þeim stað þar sem bíll
ákærða var mældur og að
merkinu sem sýnir hækkaðan
hámarkshraða í 70 km/klst.
Í dómi Héraðsdóms Vest-
fjarða sl. fimmtudag, sem Jón-
as Jóhannsson kvað upp, er
greint frá reglugerðum um
sektir og önnur viðurlög við
umferðarlagabrotum og
hvernig lögbundið hefur verið
valdaframsal til dómsmála-
ráðherra til að ákveða í reglu-
gerð sektir allt að 100 þúsund
krónum fyrir brot á umferðar-
lögum. Dómurinn telur um-
rætt valdaframsal ekki svo
víðtækt að það bindi hendur
dómstóla við ákvörðun refs-
inga. Einnig kemst dómurinn
að þeirri niðurstöðu, að valda-
framsal löggjafans til dóms-
málaráðherra eigi sér ekki
lagastoð og svipting ökuleyfis
á grundvelli 101. gr. umferð-
arlaga verði ekki studd
ákvæðum reglugerðar sem
sett var 14. maí sl.
Í framhaldi af þessum dómi
Héraðsdóms Vestfjarða segir
sýslumaðurinn á Ísafirði, að
við bráðabirgðasviptingu öku-
leyfis verði framvegis miðað
við hugtakið „mjög vítaverður
akstur“ og hvert mál metið
sjálfstætt. Eftir sem áður verði
þó boðin sátt í málum sem
þessum, en sé slíku boði hafn-
að sé ekki önnur leið en að
ákæra. Sviptingu muni því
ekki verða beitt nema ótvírætt
hafi verið um mjög vítaverðan
akstur að ræða.
Eins og áður segir var
málskostnaður felldur á ríkis-
sjóð og segir sýslumaður að
það veki athygli sína, enda sé
venjan sú, að sá sem sakfelld-
ur er sé látinn bera kostnað af
saksókn og málsvörn.
Sýslumaður vill áfrýja
Frá sviðsetningu hins meinta brots á vettvangi. F.v. Björn Ólafur Ingvarsson, lögreglumaður,
Jónas Jóhannsson héraðsdómari, Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður og Tómas Jónsson
hæstaréttarlögmaður.