Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.09.1998, Blaðsíða 1

Bæjarins besta - 16.09.1998, Blaðsíða 1
Krafta- dellan er í fjöl- skyld- unni Bæjarins besta Miðvikudagur 16. september 1998 • 37. tbl. • 15. árg. ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984 • Sími 456 4560 • Fax 456 4564 • Netfang: hprent@snerpa.is • Verð kr. 200 m/vsk – Nína Óskarsdóttir, þrefaldur Íslandsmeist- ari í vaxtarrækt, er sest að á Ísafirði. Sjá nánar viðtal á blaðsíðu 6. Gámaþjónusta Vestfjarða og endurvinnslufyrirtækið Hringrás í Reykjavík eru í samstarfi um hirðingu og brottflutning brotajárns í Ísafjarðarbæ. Hringrás á fær- anlega brotajárnspressu og hafa í henni verið pressuð um 500 tonn af brotajárni, sem síðan er raðað í gáma og flutt sjóleiðina suður. Hingað til hefur brotajárnið verið flutt ópressað, en þá er það langt- um fyrirferðarmeira og mun óhægara í flutningi. Ætlunin er að pressan komi til Ísa- fjarðar einu sinni á ári og pressi það brotajárn sem Gámaþjónustan hefur safnað saman í millitíðinni. Að sögn Ragnars Kristins- sonar hjá Gámaþjónustunni er Ísafjarðarbær til fyrirmynd- ar í þessum efnum, en bæði Bolvíkingar og Súðvíkingar urða sitt brotajárn í stað þess að senda það í endurvinnslu. Um 500 tonn af pressuðu brotajárni í endurvinnslu Mikið af brotajárni beið flutnings í Sundahöfn á Ísafirði á sunnudag. Ísafjarðarbær Sá orðrómur hefur verið á kreiki og reyndar komið sem bláköld staðreynd í fjölmiðl- um, að séra Gunnar Björnsson í Holti í Önundarfirði sé á förum til Selfoss og muni leysa þar af séra Þóri Jökul Þorsteinsson. Séra Þórir Jök- ull fer í átta mánaða leyfi um næstu mánaðamót og mun dveljast þann tíma í Bretlandi og þjóna við Ensku biskupa- kirkjuna. Í samtali við DV í síðustu viku sagði sr. Gunnar að þau hjónin væru á förum á Selfoss, en myndu snúa aftur vestur í vor. Í samtali við Bæjarins besta á mánudaginn kvaðst prófast- urinn sr. Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði hafa komið af fjöll- um þegar hann frétti þetta og sama mun hafa verið um sókn- arnefndina. Þegar blaðið hafði samband við biskupsstofu varð þar fyrir svörum Þor- valdur Karl Helgason bisk- upsritari og sagði hann að þar á bæ hefðu menn rétt eins og aðrir komið af fjöllum við þessar fréttir og ekkert samráð hefði verið haft við embættið um þetta mál. Biskupsstofa hefur vissulega sitt að segja um það, hver er þjónandi þjóð- kirkjuprestur, hvar og hvenær, og sagði Þorvaldur að þetta hefði ekki fengið neina af- greiðslu þar. Þannig hefði heldur ekki verið fjallað neitt um það, hver annaðist störf sr. Gunnars hér vestra á meðan hann væri fjarverandi. Þess má geta, að fyrir nokkru sótti sr. Gunnar um embætti sóknarprests á Kirkjubæjarklaustri, en fékk ekki. Séra Gunnar Björnsson á Selfoss? Biskup, prófastur og sókn- arnefnd ekki með í ráðum Framkvæmdir eru hafnar við hinn nýja inngang eða „ramp“ sem á að verða aðalinngangur í bráðabirgðahúsnæði Grunn- skólans á Ísafirði á annarri og þriðju hæð Kaupfélagshússins. Rampurinn byrjar úti á plani, utan við portið bakdyramegin, og úr honum verður gengið beint inn á aðra hæð hússins. Hann á að vera tilbúinn seinni- partinn í næsta mánuði. Á meðan er gengið inn á jarðhæð- ina um dyrnar inni í portinu.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.