Bæjarins besta - 16.09.1998, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998
TILBOÐ Í AKSTUR
Ísafjarðarbær auglýsir eftir tilboðum í
fólksflutninga á leiðunum Þingeyri-
Flateyri-Ísafjörður-Flateyri-Þingeyri
og Ísafjörður-Suðureyri-Ísafjörður.
Æskilegt er að boðið sé í báðar leiðir
sameiginlega. Fargjald pr. ferð fyrir
einn verði kr. 120.- og renni til tilboðs-
gjafa.
Allar frekari upplýsingar um ferða-
fjölda, tímaáætlanir og æskilegan bún-
að og stærð bifreiða liggja frammi á
skrifstofu Ísafjarðarbæjar, Stjórn-
sýsluhúsinu á Ísafirði.
Tilboð verða opnuð fimmtudaginn
24. september nk. kl. 11:00 í fundarsal
bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á
Ísafirði.
Réttur er áskilinn til að taka hvaða
tilboði sem er eða hafna öllum.
Ísafirði, 16. september 1998.
Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ.
LEIKSKÓLINN SÓLBORG AUGLÝSIR
Leikskólakennari eða annað uppeldis-
menntað starfsfólk óskast í 50% stöðu
eftir hádegi á leikskólann Sólborg.
Upplýsingar veitir leikskólastjóri í
síma 456 3185.
Margrét Danadrottning og Hinrik prins aka um miðbæ Hróarskeldu ásamt bæjarstjóranum á staðnum.
Halldór Halldórsson bæjarstjóri skrifar um heimsókn bæjarfulltrúa til Hróarskeldu
Hróarskelda
- 1000 ára afmæli bæjarinsHróarskelda er vinabær Ísa-
fjarðarbæjar, áður Ísafjarðar,
til margra ára. Dagana 3. - 6.
september sl. hélt bærinn upp
á 1000 ára afmæli sitt og bauð
til afmælisins fjölda gesta
þ.ám. tveimur fulltrúum Ísa-
fjarðarbæjar, bæjarstjóra og
forseta bæjarstjórnar, ásamt
mökum þeirra en það voru
Halldór Halldórsson bæjar-
stjóri og kona hans Guðfinna
M. Hreiðarsdóttir, Birna Lár-
usdóttir forseti bæjarstjórnar
og maður hennar Hallgrímur
Kjartansson.
Fulltrúar Ísafjarðarbæjar
flugu til Danmerkur þann 3.
september úr blíðskaparveðri
hér heima, 20 stiga hita og
fínu veðri, í Danmerkurveðrið
sem reyndar var ágætt en þar
vill reyndar oft blása hressi-
lega.
Til Hróarskeldu er 30 mín.
akstur frá Kaupmannahöfn og
fylgdi sérstakur leiðsögumað-
ur okkur Íslendingunum til
miðbæjar Hróarskeldu þar
sem okkur var ætluð hótelvist
í aðeins 1 mín. göngufæri við
ráðhús bæjarins. Um kvöldið
var svo móttaka í fundarsal
ráðhússins þar sem bæjar-
stjórinn hélt ræðu og fulltrúar
vinabæjanna afhentu smærri
gjafir. Ekki reyndar allir full-
trúarnir og þ.á m. við frá Ísa-
fjarðarbæ því við höfðum
enga smærri gjöf heldur vest-
firskan stein úr Skötufirði sem
vó rúmlega hálft tonn, unninn
af myndlistamanninum Jóni
Sigurpálssyni og valinn af
Fulltrúar allra Norðurlandanna sem mættu til afmælisins.
Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar ásamt fulltrúum annarra vinarbæja Hróarskeldu á Norðurlöndum við
tré sem gróðursett var í tilefni afmælisins.
Ásthildi Cecil Þórðardóttur
garðyrkjustjóra. Birnu Lárus-
dóttur var þakkað sérstaklega
að hafa ekki rogast með svona
þungan stein upp í ráðhús.
Daginn eftir þann 4. sept-
ember var móttaka með póli-
tískt kjörnum fulltrúum og
hennar hátign drottningu Dan-
merkur ásamt prinsi. Birna
Lárusdóttir fór í þá móttöku.
Síðar um daginn var sigling
hinna sömu út á Hróarskeldu-
fjörðinn.
Laugardagurinn 5. septem-
ber var svo hinn eiginlegi há-
tíðardagur en þá var margt
um að vera frá morgni til
kvölds. Það sem stóð upp úr
hjá okkur var þó vígsla 1000
ára skógarins sem Danirnir
kalla en þar er eitthvað sem
minnir á hin Norðurlöndin frá
vinabæjunum. Það verður að
segjast alveg eins og er að
steinninn okkar vakti mestu
athyglina enda sker hann sig
úr í svona umhverfi. Steinninn
er vel unninn sem listaverk af
Jóni Sigurpálssyni og stend-
ur á ryðfríum löppum og hallar
að manni eins og ræðupúlt.
Ofan á honum er glerplata
með íslenskum texta og
dönskum og er platan unnin
af Dagnýju Þrastardóttir.
Textinn var settur upp á
íslensku af Halldóri Halldórs-
syni en fékk mikla breytingu